Morgunblaðið - 30.05.2009, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.05.2009, Blaðsíða 36
36 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 2009 sunnudag er samkoma kl. 20. Friðrik Schram predikar. Einnig er heilög kvöld- máltíð. Sjá kristur.is KAÞÓLSKA KIRKJAN: Péturskirkja, Akureyri | Messa kl. 11 og laugardag kl. 18. Þorlákskapella, Reyðarf. | Messa kl. 11 og 19. Jósefskirkja, Hafnarfirði | Messa kl. 10.30 og virka daga kl. 18.30 (nema föstudaga). Karmelklaustur, Hafnarfirði | Messa kl. 8.30 og virka daga kl. 8. Barbörukapella, Keflavík | Messa kl. 14. Kristskirkja, Landakoti | Messa kl. 10.30 og á ensku kl. 18. Virka daga er messa kl. 18. Barnamessa á laugardag kl. 14 að trú- fræðslu lokinni. Maríukirkja við Raufarsel, Rvk. | Messa kl. 11 og virka daga kl. 18.30. Laug- ardaga er messa á ensku kl. 18.30. Stykkishólmur | Messa kl. 10 og virka daga kl. 18.30. Ísafjörður | Messa kl. 11. Flateyri | Messa laugardag kl. 18. Bolungarvík | Messa kl. 16. Suðureyri | Messa kl. 19. Riftún í Ölfusi | Messa kl. 16. KÁLFATJARNARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Frank Herlufsen, kór Kálfatjarnarkirkju syngur, prestur sr. Bára Friðriksdóttir. Kaffi á eftir í þjónustuhús- inu. KEFLAVÍKURKIRKJA | Fermingarmessa kl. 11. Félagar úr kór kirkjunnar syngja undir stjórn Arnórs Vilberssonar, prestur er sr. Skúli S. Ólafsson. Viðburður sem auglýstur var í dreifiriti kirkjunnar, mánud. 1. júní kl. 14, „Gvendarreið“, fellur niður. KIRKJUBÆJARKIRKJA | Hátíðarmessa kl. 14 – ferming. Organisti Magnús Magn- ússon, kór Sleðbrjóts- og Kirkjubæj- arsókna og Jóhanna I. Sigmarsdóttir sókn- arprestur. KIRKJUVOGSKIRKJA Höfnum | Hátíðar- guðsþjónusta kl. 12.15. Kór Ytri- Njarðvíkurkirkju syngur undir stjórn Gunn- hildar Höllu Baldursdóttur, sóknarprestur, Baldur Rafn Sigurðsson, predikar og þjón- ar fyrir altari. Meðhjálpari er Magnús Bjarni Guðmundsson. KÓPAVOGSKIRKJA | Hátíðarguðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson, kór Kópavogskirkju syngur og leiðir safn- aðarsöng, organisti Lenka Mátéová. Boð- ið upp á veitingar í nýja safnaðarheimilinu á eftir. LANDSPÍTALI | Guðsþjónusta í Fossvogi kl. 10.30 á stigapalli á fjórðu hæð. Sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson og Ingunn Hildur Hauksdóttir organisti. LANGHOLTSKIRKJA | Hátíðarmessa kl. 11. Prestar sr Jón Helgi Þórarinsson og sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir. Fermd verða 10 börn. Kór Langholtskirkju syngur. LAUGARNESKIRKJA | Guðsþjónusta á annan hvítasunnudag, 1. júní, kl. 20. Sig- urbjörn Þorkelsson, framkvæmdastjóri og meðhjálpari, leiðir guðsþjónustuna og pré- dikar. Kór kirkjunnar leiðir almennan safn- aðarsöng, organisti er Gunnar Gunn- arsson. Kaffi og samfélag á eftir. LÁGAFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Kór safnaðarins, einsöngvarar og org- anistinn Jónas Þórir. Prestur safnaðarins, sr. Skírnir Garðarsson, þjónar og predikar. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Fjölskyldu- guðsþjónusta – lokahátíð sunnudagaskól- ans kl. 11. Gestir úr brúðuleikhúsi sunnu- dagaskólans mæta, auk þess kemur Björgvin Franz úr Stundinni okkar í heim- sókn. Prestar safnaðarins þjóna. Á eftir verður grillað og boðið upp á skemmti- atriði. Annan hvítasunnudag: Gospel- messa kl. 20. Tekin verða samskot sem renna óskert til innanlandsaðstoðar Hjálp- arstarfs kirkjunnar. Margir listamenn koma fram og allir gefa vinnu sína til þessa verkefnis. KK og Maggi Eiríks flytja nokkur lög, Kór Lindakirkju syngur og leiðir söng, Gospelbandið er skipað Ásgeiri Ósk- prestakalls, Garðasókn og Bessa- staðasókn, halda hátíð hvítasunnunnar með sameiginlegri messu safnaðanna í Garðakirkju kl. 11. Einsöngvari Oddur Arn- þór Jónsson baritón, sr. Friðrik J. Hjartar og Gréta Konráðsdóttir djákni þjóna að orði og sakramentum. Félagar úr Kór Vídal- ínskirkju leiða sönginn, organisti Jóhann Baldvinsson. GAULVERJABÆJARKIRKJA | Messa kl. 14. Kór Gaulverjabæjarkirkju leiðir safn- aðarsöng, organisti er Haukur Gíslason. Sveinn Valgeirsson. GRAFARVOGSKIRKJA | Hátíðarguðsþjón- usta kl. 11. Sr. Bjarni Þór Bjarnason pré- dikar og þjónar fyrir altari, kór Grafarvogs- kirkju syngur, organisti er Hákon Leifsson. Einsöng syngur Arnþrúður Ösp Karlsdóttir. GRENSÁSKIRKJA | Morgunmatur kl. 10, bænastund 10.15. Messa kl. 11. Alt- arisganga og samskot í líknarsjóð. Messu- hópur og kirkjukór Grensáskirkju syngur, organisti Árni Arinbjarnarson og prestur er sr. Ólafur Jóhannsson. Kaffi á eftir. GRINDAVÍKURKIRKJA | Hátíðarmesssa kl. 11. Kór Grindavíkurkirkju leiðir sönginn sundir stjórn Tómasar Guðna Eggerts- sonar organista. Messa í Víðihlíð kl. 14. Sr. Elínborg Gísladóttir. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili | Guðsþjónusta kl. 14. Söngstjóri Kjartan Ólafsson, prestur er sr. Sveinbjörn Bjarna- son. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Hátíðarguðs- þjónusta kl. 11. Prestur sr. Kjartan Jóns- son, kantor Guðmundur Sigurðsson og Barbörukórinn í Hafnarfirði syngur. HALLGRÍMSKIRKJA | Hátíðarmessa kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar, ásamt sr. Birgi Ásgeirssyni. Mót- ettukórinn syngur, organisti er Hörður Ás- kelsson. Sögustund fyrir börnin. Ensk messa kl. 14 í umsjá sr. Bjarna Þórs Bjarnasonar. Forsöngvari er Guðrún Finn- bjarnardóttir, organisti Hörður Áskelsson. Messa kl. 11 á annan hvítasunnudag. Sr. Birgir Ásgeirsson prédikar og þjónar ásamt sr. Jóni Ómari Gunnarssyni. Mótettukór syngur og organisti er Hörður Áskelsson. Vortónleikar Mótettukórs eru kl. 17. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Organisti Douglas A. Brotchie og prestur er Tómas Sveinsson. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Guðsþjónusta kl. 11. Prestar kirkjunnar þjóna, Digranes- söfnuður kemur í heimssókn. Sr. Yrsa Þórðardóttir prédikar, félagar úr kór kirkj- unnar syngja og leiða safnaðarsöng. Sungnir verða þættir úr Missa brevis eftir Hildigunni Rúnarsdóttur, organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Veitingar í safnaðarsal á eftir. Annan hvítasunnudag er messa kl. 11. Ferming. Sr. Íris Kristjánsdóttir þjónar, félagar úr kór kirkjunnar syngja og leiða safnaðarsöng, organisti er Jón Ólafur Sig- urðsson. Bæna- og kyrrðarstund á þriðju- dag kl. 18. Sjá hjallakirkja.is. HJÁLPRÆÐISHERINN Akureyri | Annan hvítasunnudag er samkoma kl. 17. Dögg Harðardóttir. HJÁLPRÆÐISHERINN Reykjavík | Hátíð- arsamkoma kl. 20. Umsjón hefur Anne Marie Reinholdtsen. Bæn þriðjudag kl. 20. Kvöldvaka fimmtudag 4. júní kl. 20 með happdrætti og veitingum. Umsjón hafa Anne M. Reinholdtsen og Aslaug H. Lang- gård. HVAMMSTANGAKIRKJA | Ferming- armessa kl. 13.30. Prestur sr. Sigurður Grétar Sigurðsson. Fermd verða fjögur ungmenni. ÍSLENSKA KIRKJAN í Svíþjóð | Hátíðar- guðsþjónusta og ferming kl. 14 í Västra Frölunda-kirkju í Gautaborg. Íslenski kór- inn í Gautaborg syngur undir stjórn Seth- Reino Ekström. Ingibjörg Guðlaugsdóttir leikur á básúnu. Fermd verða: Einar Matt- hías Ríkharðsson, Eygló Dís Gísladóttir og Unnar Smári Guðnason. Altarisganga. Kirkjukaffi. Sr. Ágúst Einarsson. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Annan hvíta- AÐVENTKIRKJAN: Aðventkirkjan í Reykjavík | Samkoma í dag, laugardag, hefst með biblíufræðslu fyrir börn, unglinga og fullorðna kl. 10. Einnig er boðið upp á biblíufræðslu á ensku. Guðsþjónusta kl. 11. Pétur Vigfús- son prédikar. Aðventkirkjan í Vestmannaeyjum | Sam- koma í dag, laugardag, kl. 10.30. Boðið er upp á biblíufræðslu fyrir börn og fullorðna. Aðventsöfnuðurinn á Suðurnesjum | Sam- koma í Reykjanesbæ í dag, laugardag, hefst með biblíufræðslu kl. 11. Guðsþjón- usta kl. 12. Jón Hjörleifur Stefánsson pré- dikar. Aðventsöfnuðurinn í Árnesi | Samkoma á Selfossi í dag, laugardag, hefst með bibl- íufræðslu fyrir börn og fullorðna kl. 10. Guðsþjónusta kl. 10.45. Halldór Magn- ússon prédikar. Aðventsöfnuðurinn í Hafnarfirði | Sam- koma í Loftsalnum í dag, laugardag, hefst með fjölskyldusamkomu kl. 11. Björgvin Snorrason prédikar. Biblíufræðsla fyrir börn, unglinga og fullorðna kl. 11.50. Einnig er boðið upp á biblíufræðslu á ensku. AKUREYRARKIRKJA | Fermingarmessa í dag, laugardag, kl. 10.30 og 13.30. Ferm- ingarmessa hvítasunnudag kl. 10.30. Prestar eru sr. Sólveig Halla Kristjáns- dóttir og sr. Jóna Lovísa Jónsdóttir. Stúlknakór Akureyrarkirkju syngur, org- anisti er Eyþór Ingi Jónsson. Hátíð- armessa kl. 14. Prestur er sr. Guðmundur Guðmundsson, kór Akureyrarkirkju syng- ur, sungin verður Missa de Angelis. Org- anisti er Eyþór Ingi Jónsson. ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir prédikar og þjónar fyrir altari, Esther Ólafsdóttir leikur á orgel og kirkjukórinn leiðir almennan há- tíðarsöng. Martial Nardeau leikur á þver- flautu. Kaffi á eftir. ÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Ferming. Sókn- arprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Margréti Svavarsdóttur djákna, kór Áskirkju syngur, organisti Bjartur Logi Guðnason. Guðsþjónusta á hjúkr- unarheimilinu Skjóli kl. 13 í umsjá sókn- arprests Áskirkju. Félagar úr Kór Áskirkju syngja, organisti Eyþór Franzson Wechner. Sumarferð safnaðarfélags Áskirkju verður farin að Sólheimum í Grímsnesi sunnu- daginn 14. júní nk. og er skráning hafin hjá kirkjuverði í síma 581-4035. ÁSTJARNARKIRKJA | Léttmessa annan hvítasunnudag kl. 20. Létt tónlist kirkju- kórsins undir stjórn Helgu Þórdísar Guð- mundsdóttur, einsöng flytur Áslaug Fjóla Magnúsdóttir, prestur er sr. Bára Friðriks- dóttir. Molasopi og kærleikssamfélag á eftir í safnaðarheimilinu. BORGARPRESTAKALL | Hátíðarguðsþjón- usta í Borgarneskirkju kl. 11. Hátíðarguðs- þjónusta í Borgarkirkju kl. 14. Annan hvíta- sunnudag er hátíðarguðsþjónusta í Akrakirkju kl. 14 og guðsþjónusta á Dval- arheimili aldraðra kl. 16.30. Þorbjörn Hlynur Árnason. BRAUTARHOLTSKIRKJA Kjalarnesi | Há- tíðarmessa kl. 11. Ferming. Gunnar Krist- jánsson sóknarprestur. BREIÐHOLTSKIRKJA | Hátíðarmessa kl. 11. Prestur sr. Gísli Jónasson, kór Breið- holtskirkju syngur, organisti er Julian Edw- ard Isaacs. Kaffi á eftir. BÚSTAÐAKIRKJA | Hátíðarguðsþjónusta kl. 11. Kór Bústaðakirkju syngur, organisti er Renata Ivan, prestur er sr. Pálmi Matt- híasson. Kaffi á eftir. DIGRANESKIRKJA | Sameiginleg guðs- þjónusta með Hjallasöfnuði er í Hjalla- kirkju kl. 11. Prestar Hjallakirkju þjóna, sr. Yrsa Þórðardóttir prédikar, organisti er Jón Ólafur Sigurðsson og félagar í kór kirkj- unnar leiða söng. Veitingar á eftir. Sjá digraneskirkja.is. DÓMKIRKJAN | Fermingarmessa kl. 11. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir og sr. Þorvald- ur Víðisson þjóna, Dómkórinn syngur, org- anisti er Marteinn Friðriksson. Annan hvítasunnudag er messa kl. 11. Sr. Þor- valdur Víðisson prédikar, Dómkórinn syng- ur, organisti er Marteinn Friðriksson, ein- söng syngur Þórarinn Ólafsson. EGILSSTAÐAKIRKJA | Hátíðarmessa – ferming kl. 11. FELLA- og Hólakirkja | Hátíðarguðsþjón- usta kl. 11. Sr. Þórhildur Ólafs prédikar en þennan dag lýkur hún afleysingu sinni í kirkjunni. Sr. Svavar Stefánsson og Ragn- hildur Ásgeirsdóttir djákni þjóna fyrir alt- ari, kór Fella- og Hólakirkju leiðir almenn- an safnaðarsöng en organisti er Ásta Haralds. FRÍKIRKJAN Kefas | Samkoma fellur nið- ur á hvítasunnudag, en þess í stað verður grillveisla kl. 16.30 annan hvítasunnudag, 1. júní. Spilað og sungið undir berum himni ef veður leyfir, leikir o.fl. Ekki er nauðsynlegt að skrá sig. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Hátíðarguðsþjón- usta kl. 14. Hjörtur Magni Jóhannsson predikar og þjónar fyrir altari, tónlistina leiða tónlistarstjórarnir Anna Sigga og Carl Möller ásamt kór Fríkirkjunnar. Boðið upp á veitingar á eftir. GARÐAKIRKJA | Söfnuðir Garða- Orð dagsins: Hver sem elskar mig. (Jóh.) Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Úlfljótsvatnskirkja, Árnessýslu. ✝ Sigríður Guð-munda Brynjólfs- dóttir fæddist í Hörgs- hlíð í Ísafjarðardjúpi 29. maí 1931. Hún lést á heimili sínu á Ísa- firði 21. maí sl. For- eldrar hennar voru Guðný Kristín Hall- dórsdóttir frá Bolung- arvík, f. 16.9. 1910, d. 8.2. 1991, og Brynj- ólfur Ágúst Alberts- son sjómaður frá Ísa- firði, f. 10.8. 1902, d. 14.6. 1987. Móðurfor- eldrar voru Sesselja Guðrún Guð- mundsdóttir og Halldór Ingimar Guttormur Halldórsson sjómaður frá Bolungarvík og föðurforeldrar voru Sæmundína Messíana Sæ- mundsdóttir og Albert Brynjólfsson skipstjóri á Ísafirði. Bræður Sigríð- ar eru Halldór Albert, f. 1932, kvæntur Elísabetu Ólafsdóttur, f. 1937, Sigurður Hlíðar, f. 1936, kvæntur Herdísi Jónsdóttur, f. 1937, og Sævar, f. 1942, kvæntur Ingi- björgu Hafliðadóttur, f. 1940. Sigríður giftist 25.12. 1949 Ás- geiri Guðbjarti Guðbjartssyni skip- stjóra á Ísafirði, f. í Kjós í Grunna- víkurhreppi 31.7. 1928. Foreldrar hans voru hjónin Jónína Þóra Guð- bjartsdóttir, f. á Kollsá í Grunnavík- urhreppi, f. 24.8. 1902, d. 9.6. 1988, og Guðbjartur M. Ásgeirsson frá Þernuvík, skipstjóri á Ísafirði, f. 14.4. 1901, d. 3.11. 1975, kennd við Ásbyrgi. Ásgeir er næstelstur fimm systkina. Börn Sigríðar og Ásgeirs eru: 1) Guðbjartur skipstjóri á Ísa- firði, f. 10.6. 1949, kvæntur Ragn- heiði Hákonardóttur frá Reykj- arfirði, f. 18.3. 1954, börn: a) Sigrún Helga viðskiptafræðingur, f. 1976, dóttir Arndís Rán, f. 2001. b) Ásgeir Guðbjartur stýrimaður, f. 1977. c) Hákon Oddur nemi, f. 1984. d) Jón- ína Guðbjörg nemi, f. 1986, í sambúð með Atla Viðari Gunnarssyni nema. e) Guðbjartur, f. 26.3. 1988, látinn. f) Alberta Gullveig nemi, 1990. g) Jó- hann Gunnar nemi, 1992. 2) Guð- björg stuðningsfulltrúi, f. 12.6. 1950, giftist Páli Maríssyni, þau skildu. Börn: a) Ásgeir Guðbjartur skip- stjóri, f. 1968, kvænt- ur Gyðu Hrönn Ás- geirsdóttur, f. 1973, börn Ásgeir Páll, f. 1997, og Guðrún Björg, f. 2006. Áður átti Ásgeir Steinar Hermann, f. 1985, sambýliskona Louisa Cristina á Kosini, 1989. b) Drengur, and- vana fæddur 4.2. 1968, c) Guðrún stuðnings- fulltrúi, f. 1969. 3) Kristín Hjördís, f. 5.3. 1952, gift Flosa Krist- jánssyni, f. 17.11. 1951. Börn: a) Kristján Gunnar íþróttakennari, f. 1971, kvæntur Pálínu Þórisdóttur, f. 1975, dætur Elísabet, f. 2005, og Kristín, f. 2007. b) Sigríður Guð- munda, f. 1978, gift Sigurbirni Inga Magnússyni, f. 1976, börn Flosi Kristinn, f. 2000, og Guðrún Steina, f. 2006. 4) Jónína Brynja bókari, f. 9.8. 1953, gift Flosa Valgeiri Jak- obssyni útgerðarmanni og fiskverk- anda, f. 4.1. 1953. Synir: a) Jakob Valgeir framkvæmdastjóri, f. 1972, kona Björg Hildur Daðadóttir, f. 1973, börn Brynja Dagmar, f. 1995, Daði Valgeir, f. 1997, og Flosi Val- geir, f. 2003. b) Guðbjartur verk- stjóri, f. 1977, kona Íris Ósk Sig- hvatsdóttir, f. 4.8. 1977, dætur Vala Karítas, f. 2003, og Dýrleif Hanna, f. 2008. c) Brynjólfur ráðgjafi, f. 1979, kona Helga Gunnarsdóttir, f. 1982, sonur Gunnar Valur, f. 2007. Sirrý tók snemma á sig ábyrgð fyrirvinnu, er hún varð að hverfa frá námi til að standa fyrir heimili for- eldra sinna, vegna mikilla veikinda þeirra, þá rétt fimmtán ára gömul. Fljótlega kynntist hún eftirlifandi manni sínum Ásgeiri og tók þá hús- móður- og sjómannskonuhlutverkið við. Á síldarárunum fylgdi hún manni sínum og saltaði síld á plön- um, bæði á Siglufirði og Neskaup- stað. Hún var ávallt mikill félagi og vinur Ásgeirs og voru þau ákaflega samhent í verkum sínum. Sirrý starfaði alla tíð í félagi slysavarna- kvenna á Ísafirði. Útför Sigríðar fer fram frá Ísa- fjarðarkirkju í dag, 30. maí, kl. 14. Á björtum vormorgni er komið að leiðarlokum, en í dag kveðjum við Sigríði Guðmundu Brynjólfsdóttur, Sirrý hans Geira. Það var fyrir rétt þrjátíu og fjór- um árum að ég kom fyrst í Túngöt- una og kynntist tengdaforeldrum mínum og fjölskyldu þeirra. Þau kynni hafa leitt til góðs og gert mig ríkari að minningum. Ástríki milli þeirra hjóna og samheldni var eft- irtektarvert. Bæði voru þau ákveðin og stór í sínum skoðunum en jafn- framt raunsæ og trú sínu og ekki var hrapað að neinu. Oft hafði Geiri á orði að hún Sirrý væri svo jarðbund- in að það væri best að hún réði nú þessu. Sirrý átti á síðari árum við mikinn heilsubrest að stríða, þrátt fyrir það stóð hún alltaf í ströngu við bakstur til að eitthvað væri nú til fyr- ir þá sem litu inn, eða sat við að prjóna á barnabörnin og barna- barnabörnin, þrátt fyrir að sjónin væri slök. Það verður því með sanni sagt að öll börnin í fjölskyldunni hafi stigið sín fyrstu skref undir hand- leiðslu hennar. Hún var listamaður í höndunum, saumaði á börnin þegar þau voru ung, heklaði og prjónaði bæði flíkur og dúka, málaði bæði á tau og striga og þá jafnhendis með olíu sem vatnslitum. Heimilið bar með sér reisn og styrk og Sirrý var ávallt þátttakandi og hægri hönd Geira við hverskonar ákvarðanatök- ur, en á þessum árum stóðu þau í um- fangsmikilli útgerð. Hún var sem klettur að baki honum bæði er vel gekk og þá er áföll skullu á þeirra lífsins för. Sirrý hlustaði mikið á ís- lenska dægurtónlist og hafði mikið dálæti á fallegum ljóðum og lögum. Dönsku blöðin las hún ávallt og hér áður nýtti hún sér hugmyndir að handverki og snið af fötum upp úr þeim, eins hafði hún gaman af frá- sögnum af lífshlaupi manna og kvenna og var líka ákaflega næm á persónuleika manna og sá fyrir óorðna hluti. Það gerði hana því oft varkára í viðskiptum við aðra. Okkar samtöl hölluðust oftar en ekki að for- tíðinni og þá var ættfræði og búsetu- saga ættingja og annarra vinsælt umræðuefni. Hún var ákaflega minn- ug og fróð og vel að sér í samtíma- sögu, greindi vel frá hinu daglega verki og verkhefðum horfinna tíma. Sirrý var ættrækin og hélt vel utan um sína nánustu, fylgdist vel með hvernig hverjum og einum vegnaði og var stoð og styrkur okkar allra. Ég þakka þér Sirrý fyrir allt og votta Geira, dætrum og fjölskyldum dýpstu samúð frá okkur Bjarti og börnunum. Hér fylgir síðasta vers úr sálminum hennar Sirrýjar, „Þú, Guð sem stýrir stjarna her“ eftir Valdi- mar Briem. Stýr mínu fari heilu heim í höfn á friðarlandi, þar mig í þinni gæzlu geym, ó, Guð minn allsvaldandi. Ragnheiður Hákonardóttir. Sigríður Guðmunda Brynjólfsdóttir  Fleiri minningargreinar um Sigríði Guðmundu Brynjólfs- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MESSUR Á MORGUN Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.