Morgunblaðið - 30.05.2009, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 30.05.2009, Blaðsíða 43
Menning 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 2009 EKKI er oft sem goðsagnirstanda á sviðinu í Há-skólabíói. En hljómsveit-arstjórinn Gennadíj Ros- destvenskíj er goðsögn. Hann hefur staðið í fremstu víglínu rússneskra tónlistarmanna um árabil. Tónskáld hafa tileinkað honum verk og hann hefur frumflutt nokkrar öndveg- istónsmíðar 20. aldarinnar. Rosdestvenskíj er líka þekktur fyrir að vera hörundsár. Hann hætti nýlega við að koma fram með Sinfón- íuhljómsveitinni í Boston fyrir þær sakir að nafn hans var ekki eins áber- andi og nafn einleikarans á plakati. Einnig vegna þess að hans var ekki getið eins og vera bar í auglýs- ingapésa á vegum hljómsveitarinnar. Svipað átti sér stað með Sinfóníett- unni í Amsterdam nokkru áður. Þrátt fyrir að líta stórt á sig hefur Rosdestvenskíj mjög hófstilltan stjórnunarstíl. Í fyrra verki kvölds- ins, píanókonsert nr. 24 eftir Mozart, tók maður varla eftir honum. Eig- inkona hans, Viktoría Postníkóva, var einleikarinn. Túlkun hennar var fögur og einkenndist af mýkt, fág- uðum blæbrigðum og skáldlega mót- uðum laghendingum. Það er þekkt staðreynd að tónlist Mozarts er mjög viðkvæm í flutningi. Hún er svo tær að minnstu misfellur í leiknum heyrast óþægilega vel. Þetta gerir að verkum að menn leggja stundum ofuráherslu á ná- kvæmni í túlkun. Afleiðingin getur verið leiðinlega vélræn. En Postní- kóva spilaði Mozart óvanalega frjáls- lega, svo jaðraði við rómantík. Hún fór samt aldrei yfir strikið, þvert á móti var túlkun hennar heiðarleg, innileg og blátt áfram. Útkoman var sjaldheyrður unaður. Svipaða sögu er að segja um hina ógnarlöngu Leningradsinfóníu eftir Sjostakóvitsj. Þrátt fyrir gríðarleg átök var Rosdestvenskíj hinn af- slappaðasti, bendingar hans voru markvissar og fumlausar, og ekkert óþarfa handapat. Enda spilaði Sin- fóníuhljómsveit Íslands eins og einn maður. Slagverksleikararnir, með Steef van Oosterhout í broddi fylk- ingar, voru með allt sitt á hreinu. Risavaxin málmblásarasveit skilaði þéttum heildarhljómi. Tréblás- ararnir voru líka frábærir, og mörg falleg flautusóló áberandi. Streng- irnir voru áferðarfagrir, en jafnframt ógnandi þegar við átti. Ógnin er einmitt sterkur þáttur í sinfóníunni, burtséð frá því hver merking hennar er. Oft er merking lögð í tónlist út frá sögulegum stað- reyndum, frá því hvað var að gerast í lífi tónskáldsins þegar það samdi til- tekið verk. Eins og tónlist sé ein- hvers konar dagbókarfærsla og alltaf um eitthvað áþreifanlegt. Sjostakóvitsj var staddur í Len- ingrad árið 1941 þegar hann byrjaði að semja verkið, en þá voru sveitir nasista að nálgast borgina. Það þýðir ekki að sinfónían sé um það. Hún getur verið um eitthvað allt annað. Eða ekki um neitt. Sinfónían er sjálf- stætt verk, atburður í sjálfu sér. Í henni eru innhverf, hugleiðslukennd augnablik, en líka ofsafengin eldgos. Þau þýða ekki endilega neitt annað en það sem þau eru, þ.e. tónlist. Og tónlistin dugði alveg ein og sér á tón- leikunum. Sem slík komst hún full- komlega til skila í magnaðri túlk- uninni. Óhætt er að fullyrða að þetta hafi verið með merkustu tónleikum Sin- fóníuhljómsveitarinnar frá upphafi. Háskólabíó Sinfóníutónleikar – Listahátíð í Reykjavíkbbbbb Sinfóníuhljómsveit Íslands flutti verk eftir Mozart og Sjostakóvitsj. Einleikari: Viktoría Postníkóva. Stjórnandi: Genna- díj Rosdestvenskíj. Fimmtudagur 28. maí. JÓNAS SEN TÓNLIST Goðsögn á Listahátíð Goðsögn „Þrátt fyrir gríðarleg átök var Rosdestvenskíj hinn afslappaðasti, bendingar hans voru markvissar og fumlausar, og ekkert óþarfa handapat,“ segir Jónas Sen. KJARTAN Guðjónsson þarfekki að kynna fyrir ís-lenskum myndlistarunn-endum. Hann er kominn á efri ár en í sal Íslenska grafíkfélags- ins stendur nú yfir sýning á völdum grafíkverkum hans, haldin m.a. í til- efni fjörutíu ára afmælis Graf- íkfélagsins. Sýningin er ekki stór í sniðum en þó er þar um auðugan garð að gresja. Tvær skissubækur, þykkar og stút- fullar af meira og minna unnum teikningum, flestar gerðar með bleki, eru sérlega skemmtilegar að skoða. Þar má sjá að vinnubrögð Kjartans eru jafnan vönduð og margar skissur gætu fyllilega staðið sem sjálfstæð verk. Önnur bókin inniheldur teikn- ingar sem gerðar voru þegar Kjartan vann að myndskreytingum við ljóða- bók Jóns úr Vör, Þorpið. Þar mætast tveir skyldir heimar, myndrænn og ljóðrænn og báðir draga upp eft- irminnilegar myndir af íslensku mannlífi og umhverfi. Flestar myndirnar á sýningu Kjartans eru frá lokum níunda ára- tugarins en sumar eldri og þar er líka eitt málverk en Kjartan er með af- kastameiri íslenskum málurum. Það er viss fortíðarþrá í myndum Kjart- ans. Þær sýna til dæmis fólk að störf- um eða konu sem tekur barn í fangið, þær minna á liðinn tíma þegar þvott- ur var hengdur á snúru, karlar reru til fiskjar og konur voru börnum sín- um griðastaður heima fyrir í amstri dagsins. Kjartan brýtur myndflötinn iðu- lega upp á margbrotinn hátt þannig að saman spila ljós og skuggar svart- listarinnar og línuspil listamannsins, einatt í hárfínni hrynjandi við mynd- efnið. Hann er fínlegur listamaður og myndir hans næmar og oft ljúfar. Í þeim má sjá dýrmætar heimildir um lífsmáta sem ekki er lengur okkar og báta sem ekki róa aftur til fiskjar, en þar er líka að finna mannlegan streng sem tíminn fær ekki grandað. Ekki síst eru verk hans vitnisburður um ötulan listamann með eigin sýn á veruleikann. Grafíksafn Íslands Kjartan Guðjónsson, grafíkverk og bækur Til 31. maí. Opið fim. til sun. frá kl. 14- 18. Aðgangur ókeypis. RAGNA SIGURÐARDÓTTIR MYNDLIST Heimur í svörtu og hvítu Morgunblaðið/Kristinn Svartlist Ein af dúkristum Kjartans á sýningunni, mynd af daglegu lífi fólks eins og hann er kunnur fyrir. Inntökupróf - lau. 6 / 6 / 09 umsóknarfrestur til 3.júní Eins árs undirbúningur fyrir nám í hönnun - myndlist eða arkitektúr. Um 80% útskrifaðra nemenda fara áfram til náms á háskólastigi. www.myndlistaskolinn.is Leir og tengd efniMÓTUN MYNDLISTA- OG HÖNNUNARSVIÐ Mótun A-hluti og C-hluti umsóknarfrestur til 3.júní Myndlista- og hönnunarsvið (fornám) skólaárið 2009-2010 - 2 annir fullt nám í dagskóla Mótun - leir og tengd efni skólaárið 2009-2010 - 2ja ára myndlista- og hönnunarnám Námið er tilraunastofa þar sem efni, aðferðir og hugmyndir mætast. Ný námsbraut - leið til BA gráðu. www.myndlistaskolinn.is www.myndlistaskolinn.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.