Morgunblaðið - 30.05.2009, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 30.05.2009, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 2009 Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is FYRIR hálfum öðrum áratug eða svo var rokkabillíhljómsveitin Langi Seli og Skuggarnir iðin við tónleika- hald hér heima og erlendis, en stuttu eftir að hún sendi frá sér fyrstu breiðskífuna lagði hún af skipulagða spilamennsku. Hljómsveitin hætti þó ekki bein- línis, aldrei var gefin út dán- artilkynning og ekki haldnir kveðju- tónleikar. Fyrir nokkrum árum spurðist svo út að þeir félagar væru að gera tilraunir að nýju og þá með gamla laginu. Það gekk þó ekki upp vegna anna og tónlistarlegs ágrein- ings og á endanum varð til nýtt af- brigði Langa Sela og Skugganna, það afbrigði sem sendi frá sér skíf- una Drullukalt í dag og heldur út- gáfutónleika í Rósenberg. Lennon og McCartney Axel Hallkell „Langi Seli“ Jó- hannesson, gítarleikari og söngvari, er í forsvari sveitarinnar eins og svo oft áður, en aðrir í henni eru þeir Jón Skuggi Steinþórsson á bassa, Erik Qvick á trommur og Gísli Gald- ur á plötuspilara og skælihjóð. Axel segir að skífan hafi verið tekin upp á nokkuð löngum tíma, þeir hafi verið rúmt ár að hljóðrita hana. Þeir eiga lögin á henni hann og Jón Skuggi, „við erum Lennon og McCartney Skugganna“, segir hann og kímir, en bætir svo við af meiri alvöru að lögin hafi safnast upp á mörgum árum og í raun megi segja að hér sé komið úr- valið af öllu því sem þeir hafi sett saman frá því síðasta Skuggaplata kom út. „Það er gott að hreinsa þetta út úr kollinum, að koma þess- um lögum út svo við getum byrjað að vinna næstu plötu, en á plötunni er svo eitt gamalt lag, „Út að keyra“, sem var á safnplötu fyrir löngu [Já takk, 1994] og mig langaði að væri til á okkar eigin plötu.“ Enginn stenst rokkabillí Eins og getið er léku Langi Seli og Skuggarnir hrátt og kraftmikið rokkabillí og Axel segir að það sé enn ráðandi í tónlist þeirra félaga. Aðspurður hvað það sé sem heillar hann við svo gamalt músíkform sem rokkabillíið svarar hann að bragði: „Það stenst enginn rokkabillí – ef maður nær grúvinu á flug getur enginn maður verið kyrr.“ Hann er líka á því að í tónlistinni sé hömlu- leysi og villt, ómótstæðileg stemn- ing; „rokkabillí varð til á uppgangs- tímum í Bandaríkjunum og menn sungu í dúr um atómsprengjuna, hún var ekki komin í moll“. Eins og getið er leika Langi Seli og Skuggarnir í Rósenberg í kvöld og hyggjast hefja leik sinn kl. 22.00. Villt, ómótstæði- leg stemning Stuð Langi Seli og Skuggarnir anno 2009. Spánný plata frá þessum smjörgreiddu ofurtöffurum er komin út.  Langi Seli og Skuggarnir senda frá sér plötuna Drullukalt í dag  Leika hrátt og kraftmikið rokkabillí Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó ÓDÝRT Í BÍÓ Í REGNBO GANUM Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Sími 551 9000 750kr. 750 KR. - ALLAR MYNDIR - ALLAR SÝNINGAR - ALLA DAGA Night at the museum 2 kl. 3:20 - 5:40 - 8 - 10:20 LEYFÐ Angels and Demons kl. 2:30 - 5:30 - 8:30 B.i. 14 ára X-Men Origins: Wolfe... kl. 3:20 - 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 14 ára Crank 2 kl. 5:40 - 10:40 B.i. 16 ára Boat that rocked kl. 3 - 8 B.i. 12 ára X men Orgins Wolverine kl. 3:40 - 10 B.i.14 ára Draumalandið kl. 4 - 6 - 8 LEYFÐ Night at the museum 2 kl. 4 - 6 - 8 - 10 LEYFÐ Angels and Demons kl. 3:30 - 6 - 9 B.i.14 ára Þú færð 5 % endurgreitt í HáskólabíóSími 462 3500 HÖRKU HASAR! SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI “Spennandi, fyndin og hraðskreið út í gegn! Miklu betri en Da Vinci Code.” -T.V., - kvikmyndir.is -M.M.J., kvikmyndir.com 750k r. Ó.H.T., Rás 2 “Englar og Djöflar verður einn stærsti smellurinn í sumar“ - S.V., MBL 750k r. S.V. MBL Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú b Þegar ljósin slökkna byrjar fjörið... aftur! ... og nú í stærsta safni í heimi! Frábær ævintýra gamanmynd í anda fyrri myndar! Frábær ævin týra gamanm ynd í anda fyrri myndar! Þegar ljósin slökkna byrjar fjörið... aftur! ... og nú í stærsta safni í heimi! Vinsælasta myndiní heiminum í dag 750k r. 750k r. 750k r. „ Létt, notarlegt og fjölskylduvænt mótvægi við hasarmyndir sumarsins“ - S.V., MBL „ Létt, notarlegt og fjölskylduvænt mótvægi við hasarmyndir sumarsins“ - S.V., MBL Night at the museum 2 kl. 3:20 - 5:40 - 8 -10:20 LEYFÐ Angels and Demons kl. 3 - 6 - 9 B.i.14 ára Boat that rocked kl. 6 - 9 B.i.12 ára

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.