Nýtt kvennablað - 01.02.1942, Blaðsíða 22

Nýtt kvennablað - 01.02.1942, Blaðsíða 22
18 NÝTT KVENNABLAÐ L Ó A : r Fallega Asta. I' f þeir á Austurlandi heföu fylgzt svo vel meö menning'u bæjanna, aö litla kauptúnið á grandanum heföi kosið sér fegurðardrottningu, heföi Ásta oröiö fyrir valinu. Allir vissu þó, að hún var fallegastá stúlkan í þórpinu. En verst var, að hún vissi þaö líka sjálf. Þóttafull kastaöi hún til höfðinu og leit hvorki til hægri né vinstri. I’egar hún var 22 ára, höfðu allir ungu piltarnir á Grandanum heðið hennar, nema halti Hans, en það var ekki af því, að hann væri ekki eins og hinir seiddur af fegurð hennar, heldur haföi hann lært jiað af lífinu, að forðast spé og spott. Hann var haltur. Hvað mátti hann sín, þegar unglingarnir sóttu knattspyrnuna frá vorkomu til haustnátta eða söfnuðust saman í leikfimissalnum á veturna, til aö æfa íþróttir og e'fla og styrkja fagra likams- hyggingu? Einasti félagi'hans var göngustafurinn með gúmmíhnúðnum, fyrir utan dýrin og fuglana, sem komu stundum fljúgandi og borðuðu úr lófa hans. En kannske af j>vi hann hafði aldrei látið tilfinn- ingar sínar í Ijósi, og Ásta hafði aldrei sært liann með sinni þóttafullu fegurð, hélt hann áfram að elska hana. Ef kennarinn hefði verið svolítið skarp- skyggnari, hefði hann hlotið að sjá, að allar ævin- týramyndirnar, sem prýddu myndskurð hans, engl- ar, álfar og dísir, höfðu andlitseinkenni Ástu. En jjóttalausar voru jtær, af j^vi að andagift nemand- ans stjórnaðist af kærleika, sem mildar og fegrar allt. Unga myndskerann grunaði ekki, að Ásta, ekki aðeins einu sinni, en þrásinnis, úr sæti sínu í kirkj- unni hafði veitt honum athygli og sagt við sjálfa sig, aö ef Hans væri ekki haltur, væri hann sá af ungu piltunum, sem sér geðjaðist bezt að. Dökku augun, sem brúnirnar skýldu svo mátulega vel, Iýstu af greind og kaadmennsku. En Hans liefði aldrei alið í 1>rjósti þá djörfu hugsun, að hún liti til sin, ef j>au af tilviljun, einn sunnudag, hefðu ekki orðið samferða frá messu. Er hún gekk við hlið hans, var enginn þótti í svip hennar, og þegar þau skildu hjá húsdyrunum henn- ar, rétti hún honum hendina og sagði: ,,Þú kemur líklega út á Grandann á mótið i kvöld, Hans?“ — Hann roðnaði og sagði: ,,Hvað ætti eg að gera þangað, Ásta?“ — „Það verður dansað, veistu |>að ekki ?“. — ,,Jú, einmitt Jjess vegna á ég þangað ekki erindi. Hver heldurðu vilji dansa við'hann halta Hans?“. —- Ásta hélt i útidyrahandfangið og hafði opnað dyrnar til hálfs, en hún lokaði hurðinni á ný, laut að Hans og sagði : „Ég vil ]>að kannske“, og var svo J>otin inn úr dyrunum. Hans þurrkaði svita af enni sér, um leið og hann hélt leiðar sinnar. Þegar Hans dansaði, tók enginn eftir að hann var haltur, en mundi Ásta ]>ora að ögra ungu piltunum með ]>vi að dansa við hann, þegar miðsumarmótið hefðist í aftanskininu, og Grandinn kvæði við af lúðrahljóm. Hann grunaði ekki, að Ásta vildi einmitt láta þá sjá við hvern hún dansaði. Þeir höfðu smátt og smátt Iært utan að eitt- hvert kæruleysisviðmót gagnvart henni. Og hún var ánægðust með Hans, sem kannske þó kom af j>ví, að hann var sá eini, sem ekki liafði opnað henni hjarta sitt, til að traðka J>að undir fótum. Hans vissi ekki, hvernig tíminn leið j>angað til hann fór á mót- ið. Allur heimurinn lá i sólbliki. En hefði hann ekki treyst um of á hamingju kveldsins, hef.ði jjaö, sem á daginn dreif, ekki orðið honum j>vilíkt reið- arslag. Anna Margrét, móðir Ástu, hafði j>ennan sunnu- dag orðið samferða frá kirkjunni hinni ríku verk- smiðjueigandafrú, sem einmitt á leiðinni hafði beðið hana um Ástu 'til handa syni sinum, en að giftast verksmiðjueigandasyninum var sú rikasta og álit- legasta gifting, sem Ásta gat hlotið eða nokkur stúlka í kauptúnninu, og öllum Austfirðingafjórð- ungi. Þess vegna hafði Anna Margrét í hrifningu lieitið henni jáyrði. Og Anna Margrét hafði aldrei ]>olað mótbárur um dagana, ekki af manni sinum, hvað j>á af dótturinni. Áður en fjölskyldan íór til. mótsins, hafði Ásta, ]>vert á móti vilja sínum, beygt sig fyrir skipun móður sinnar og lofað að heitast Inga Birgir, þegar hann á dansinum endurtæki bón- orðið, sem hún hafði þó áður neitað. Að málum var svo komið, vissi Hans ekki. í ham- ingjuvímu fór hann léttari á íæti eu nokkru sinni fyrr niður steintröppurnar og á leið til mótsins. En hvers vegna leit hún aldrei til hans meðan mótið var sett ? Loks voru ræðurnar á enda og hljóð- færin hvinu. Hans stóð upp af tréb.ekknum og gekk J>angað sem Ásta sat, Allra augu fylgdu lionum eftir, allir gláptu undrandi á halta Hans, sem hneigði sig fyrir hinni ókrýndu fegurðardrottningu. Undr- unin óx æ nieir og meir og varð að háværu flissi. ]>vi að Ásta leit ekki upp. Hún horfði niður á hvítu ballskóna sína, en móðir hennar sagði: „Dóttir mín dansar ekki við yður“. Hans heyrði flissið, en ]>egar lngi Birgir ýtti honum hranalega lil hliðar og bauð Ástu upp í dansinn og sveif með hana i fanginu út á gólfið, sortnaði honum fyrir augum. Hann gat ]>ó sótt kolluprikið, sem hann hafði skilið eftir á bekknum og flýtti sér út. Slæmir dagar fóru í liönd. Hún hafði þá aðeins ætlað að gera hann hlægilegan. Nú hafði veturinn gengið i garð. Hans leitaðist við að gleyma sínum geigvæna ósigri i því innilegri félagsska]) við náttúruna. í dag hafði hann farið með korn og brauðmola til að -seðja fuglana, sem þurrð áttu í búi. Hann fór hliðargötu, sem lá út að Tröllavatni. ísinn hlaut ennþá að vera veikur, en j>egar hann leit út yfir vatnið, sá hann hvar ung stúlka sveif i fögrum hringjum eftir ísnum. Það var Ásta. Hún dansaði eins fallega á skautunum, eins og á hvítu skónum forðum. Á bakkanum stóð ungt fólk, piltar og stúlkur. Ingi Birgir var í hópn- um. Hann dáði áræði hennar, sem lék sér úti á Tröllavatni og allir virtust fylgja hverju skrefi hennar á spegilsléttum ísnum. Hans hraðaði sér á burt. En hann hafði naumast snúið baki við þessu

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.