Morgunblaðið - 20.06.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.06.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 2009 MIKIÐ var um dýrðir á kvenréttindadaginn sem var haldinn hátíðlegur í gær. Þá var þess minnst þegar konur fengu kosningarétt þann 19. júní árið 1915 og konur hvattar til frekari dáða. Opnuð var heimasíða sem tileinkuð er frú Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta og velgjörða- sendiherra tungumála hjá Sameinuðu þjóðunum. Síðan, www.vigdis.is, hefur að geyma yfirlit um líf og störf Vigdísar ásamt ríkulegu myndasafni. Jó- hanna Sigurðardóttir forsætisráðherra opnaði síð- una við hátíðlega athöfn í Hátíðarsal Háskóla Ís- lands. Femínistafélag Íslands afhenti að venju hvatning- arverðlaunin Bleiku steinana, en þau voru fyrst veitt árið 2003. Afhendingin fór fram í Bríetarbrekku á horni Þingholtsstrætis og Amtmannsstígs, og fengu að þessu sinni allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar Bleikan stein. Valið réðst af því að ráðherrar eru í lykilstöðu til að leiða íslensku þjóðina í átt til jafn- réttis. Kvennakirkjan stóð fyrir messu við Þvottalaug- arnar í Laugardal um kvöldið í samstarfi við Kven- réttindafélag Íslands og Kvenfélagasamband Ís- lands. Þar prédikaði séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir. Hetjudáð dagsins má þó segja að hafi verið ganga níutíu og tveggja kvenna á Hvannadalshnjúk, hæsta tind landsins. halldorath@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Þvottalaugarnar Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédikaði í 19. júní messu Kvennakirkjunnar. Tónlist var flutt af Kór Kvennakirkjukvenna, Léttsveit Reykjavíkur, Ásdísi Þórðardóttur og Aðalheiði Þorsteinsdóttur. Hvattar til dáða  Kvenréttindadagsins var minnst á ýmsum vígstöðvum  Vefsíða tileinkuð frú Vigdísi Finnbogadóttur opnuð Hvatningarverðlaun Femínistafélag Íslands afhenti ráðherrum ríkisstjórnarinnar Bleiku steinana. FISKISKIP sem gerð eru út á landsbyggðinni hafa yfir að ráða ríf- lega 90% af heildarþorskkvótanum. Þau hafa einnig rúmlega 90% af ýsu- kvótanum. Þetta kemur fram í skrif- legu svari Jóns Bjarnasonar sjávar- útvegsráðherra, við fyrirspurn Einars K. Guðfinnssonar, þing- manns Sjálfstæðisflokksins. „Ég vildi varpa ljósi á það hvar veiðirétturinn liggur í raun,“ segir Einar. Niðurstaðan sé enn afdrátt- arlausari en hann hafi búist við. „Svarið leiðir í ljós að lunginn af veiðiheimildunum er á landsbyggð- inni í nánast öllum tegundum.“ 80 til 100% aflaheimilda í langflestum teg- undum eru á landsbyggðinni, en helstu undantekningarnar eru grá- lúða, karfi og ufsi, þar sem aðeins 60 til 70% kvótans eru úti á landi, enda sterkar útgerðir í þeim tegundum í höfuðborginni. Leið til að færa kvóta út á land? „Oft er nú sagt að breytingar þurfi að gera til að færa aflaheimild- irnar út á land. Þetta svar sýnir að þær eru í meginatriðum til staðar á landsbyggðinni og hún nýtur þess í beinum störfum,“ segir Einar. Fyrn- ingarleiðinni sé stundum stillt upp sem aðferð við að færa aflaheimild- irnar aftur út á land, þar sem þær skorti. „Þetta sýnir að fyrningarleiðin mun fyrst og fremst bitna á fyrir- tækjum og útgerðum á landsbyggð- inni.“ onundur@mbl.is Morgunblaðið/RAX Á dekki Meirihluti aflaheimilda í öllum tegundum er úti á landi. Fyrningin yrði verst í dreifbýli 90% þorsk- og ýsu- kvótans úti á landi RAGNA Árna- dóttir dóms- málaráðherra hefur kynnt rík- isstjórninni frum- varp um að nýtt embætti sérstaks ríkissaksóknara verði stofnað, auk þriggja sjálf- stæðra saksókn- ara. Sérstakur ríkissaksóknari myndi starfa við hlið sitjandi rík- issaksóknara og sinna málum tengd- um rannsókn bankahrunsins. „Þetta er til að styrkja rannsókn- ina í samræmi við ráðgjöf Evu Joly,“ segir Ragna. „Það er mjög mik- ilvægt að styrkja rannsóknina og ég tel að það verði gert með þessum hætti.“ Eva Joly hefur sagt að sitjandi ríkissaksóknari verði að víkja vegna hagsmunatengsla sinna. Ekki sé nóg að hann víki bara í viðkomandi mál- um, því saksóknarar þurfi stuðning frá embætti ríkissaksóknara. Ragna segir að þetta fyrir- komulag yrði nokkur nýlunda í okk- ar réttarkerfi, en það er gert að norskri fyrirmynd. Hinn sérstaki ríkissaksóknari yrði stjórnsýslustigi ofar en Ólafur Þ. Hauksson, sérstakur saksóknari. Málum yrði áfram vísað til Ólafs, og í framhaldi til hinna þriggja sjálf- stæðu saksóknara sem myndu stýra sinni rannsókn hver fyrir sig. Ragna kveðst ekki viss um hvort náist að afgreiða málið á sumarþingi. Auglýst yrði í þau fjögur embætti sem um ræðir, og er Ragna fullviss um að hæfir umsækjendur fáist. Nýir saksókn- arar styrki rannsóknina Ragna Árnadóttir FRÉTTASKÝRING Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is ÍSLENSKA ríkið og Landsvirkjun hafa gert með sér viðbúnaðarsamn- ing vegna þess efnis að Seðlabanki Íslands muni afhenda Landsvirkjun erlendan gjaldeyri, gegn krónum eða skuldabréfum, komi til þess að Landsvirkjun geti ekki greitt af lánum sínum. Samningurinn er upp á 300 milljónir dollara og rennur hann út 1. júlí. Samningurinn er öðru fremur gerður til þess að fullvissa matsfyr- irtæki um getu íslenska ríkisins til þess að aðstoða Landsvirkjun í erf- iðleikum. Matsfyrirtækið Standard & Poor’s (S&P) setti Landsvirkjun á athugunarlista 8. maí og mat horfur fyrirtækisins neikvæðar. Sérstaklega var þar horft til þess að óvissa væri uppi um hvort ís- lenska ríkið gæti komið Lands- virkjun til bjargar. Vandi ríkisins er vandi Íslands Hinn alvarlegi undirtónn í samn- ingi ríkisins og Landsvirkjunar liggur í því, hvaða áhrif það hefði ef lánshæfismatið á Landsvirkjun yrði lækkað enn frekar. Í versta falli kynnu lán að verða gjaldfelld, eins og Pétur Blöndal, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, hefur nefnt. Til þessa hafa lánshæfiseinkunnir rík- isins og Landsvirkjunar haldist eins. Eftir hrun bankanna hafa ein- kunnirnar lækkað, í BBB- hjá S&P og í Baa1 hjá Moodýs. Þessar ein- kunnir gera það að verkum að að- gengi að erlendu lánsfé er ekkert í augnablikinu. Ekki síst spilar þó inn í afar erfið staða á láns- fjármörkuðum víðast hvar í heim- inum. Þrátt fyrir erfiðleika er staða Landsvirkjunar góð, í samanburði við flest íslensk fyrirtæki. Fyr- irtækið á um 90 milljónir dollara í lausafé, 11,6 milljarða króna, en efnahagsreikningur fyrirtækisins er í dollurum. Þá hefur fyrirtækið að- gang að veltiláni sem fjórtán al- þjóðlegar lánastofnanir standa að, þar á meðal Citigroup, JP Morgan, Société Générale og Sumitomo. Vandi Landsvirkjunar er hins vegar sá að fyrirtækið hefur aldrei fengið eigið fé frá eigendum sínum, sem nú er ríkið en var áður Reykjavíkurborg, Akureyrarbær og ríkið. Allar framkvæmdir fyrirtæk- isins hafa verið fjármagnaðar með lánum, einkum erlendum. SÍ kemur til bjargar  Íslenska ríkið og Landsvirkjun hafa gert með sér viðbúnaðarsamning  Seðla- banki Íslands kemur Landsvirkjun til hjálpar  Gert til að róa lánshæfisfyrirtæki Ótti við áhrif þess að lánshæfis- einkunn Landsvirkjunar myndi lækka réð úrslitum um að ríkið og Landsvirkjun gerðu með sér samning. Seðlabankinn hjálpar til ef allt fer á versta veg. Hversu mikið skuldar Landsvirkjun? Heildarlangtímaskuldir Lands- virkjunar voru í lok síðasta árs, 2.975 milljónir dollara, eða sem nemur 383,7 milljörðum króna miðað við núverandi gengi. Fall krónunnar hefur ekki áhrif á stöðu Landsvirkjunar þar sem bæði tekjur og skuldir fyrirtæk- isins eru í erlendri mynt. Til hvers er veltilánið notað? Veltiláni frá alþjóðlegum bönkum er ætlað að vera tiltækt ef skuldabréfamarkaðir lokast tíma- bundið. Samtals er lánið upp á um 400 milljónir dollara. Um síð- ustu áramót voru um 350 millj- ónir dollara ónýttar af þeirri upp- hæð, skv. ársreikningi Landsvirkjunar. S&S „ÞETTA er stór dagur, mér finnst ég hafa fengið vissa úrlausn mála,“ segir Sigrún Pálína Ingvarsdóttir. Sigrún átti fund með Kirkjuráði í dag, ásamt fjölskyldu sinni, til að greina frá sárri reynslu sinni sem hún varð fyrir af hálfu sr. Ólafs Skúlasonar. „Kirkjuráð hefur beðist afsökunar og biskup, þetta er góður liður í því að ég nái sáttum við Þjóð- kirkjuna.“ Kirkjuráð sendi frá sér tilkynn- ingu þar sem meðal annars var harmaður sá sársauki og vonbrigði sem fram komu í frásögn Sigrúnar. Árið 1996 upplifði Sigrún þau skilaboð að ekki borgaði sig að koma fram og segja frá sinni hlið. Henni finnst mikilvægt að hafa nú fengið uppreisn æru og að fólk hér á landi viti að hún hafi sagt satt. „Ég finn nú fyrir breyttu viðhorfi hjá kirkjunni og mér er trúað. Fyrir þrettán árum þótti óhugsandi að sitjandi biskup væri kynferðis- afbrotamaður en nú hafa ýmis gögn komið fram í málinu.“ Femínistafélagið heiðraði Sigrúnu á kvennadaginn fyrir hugrekki og staðfestu. halldorath@mbl.is Nær sátt við Þjóð- kirkjuna Hugrekki Sigrún Pálína var heiðr- uð af Femínistafélagi Íslands. Báðust afsökunar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.