Morgunblaðið - 20.06.2009, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.06.2009, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 2009 DAGNÝ Heið- dal listfræð- ingur verður með leiðsögn um sýningar Hrafnkels Sig- urðssonar og Kristjáns Guð- mundssonar í Listasafni Ís- lands á sunnu- dag kl. 14-15. Hrafnkell er framarlega í flokki ljósmyndalistamanna og Kristján Guðmundsson var einn af stofn- endum Gallerís SÚM árið 1969, seg- ir m.a. í tilkynningu. Leiðsögn um Listasafn Íslands Dagný Heiðdal HVERFISRÁÐ Grafarholts og Úlf- arsárdals hefur gert samkomulag við foreldraráð og börnin í 5. flokki kvenna og karla um að þau taki að sér að sjá um hreinsun á völdum götum í Grafarholti. Göturnar eru Gvendargeisli og Kristnibraut. Á móti fá börnin styrk sem rennur í sjóð vegna fyrirhugaðra keppn- isferða innanlands á þessu ári, að því er segir í fréttatilkynningu frá hverfisráði Grafarholts og Úlfars- árdals. Börn hreinsa götur ÚTIMESSA verður haldin við Mal- víkurhöfða í Álftafirði á sumarsól- stöðum sunnudaginn 21. júní kl. 15. Fært er fjórhjóladrifnum bílum á messustað, segir í tilkynningu. Þeg- ar ekið er þjóðveginn frá Djúpa- vogi, er beygt til vinstri rétt áður en farið er yfir brúna á Selá. Nán- ari leiðsögn verður við veginn. Kaffi og meðlæti í boði sóknar- nefndar Hofskirkju að lokinni messu. Útimessa í Álftafirði DAGSKRÁ verður fyrir alla fjöl- skylduna í tengslum við skátamót Landnema í Viðey í dag. Landnem- ar hafa sett saman dagskrá og munu leiða gesti í leiki, þrautir og skemmtun af öllu tagi. Ratleikur hefst kl. 13 og kl. 17 hefjast Vík- ingaleikar. Deginum lýkur svo með sólstöðubáli og söng kl. 21, segir m.a. í tilkynningu frá mótsstjórn Viðeyjarmóts. Að auki verður Kvennahlaup ÍSÍ þreytt í fyrsta sinn í Viðey en boðið verður upp á 3 km hring og verður hlaupið af stað kl. 14. Ferja í land fer svo kl. 22.15. Heimsóknardagur á skátamóti í Viðey STUTT NEYTENDASTOFA hefur ekki lokið athugun sinni á ótímabærri hækkun olíufélaganna á eldsneytis- verði eftir að ríkisstjórnin tilkynnti um nýjar álögur á það. Matthildur Sveinsdóttir, sérfræð- ingur á neytendaréttarsviði hjá Neytendastofu, segir verðlag frjálst og olíufélögin geti því hækkað verð. Þau megi hins vegar ekki segja að það sé vegna vörugjalda þegar svo sé ekki. Neytendastofa fari því yfir hver framsetningin á verðhækk- unum var. Matthildur útilokar ekki að farið verði yfir hvernig staðið hefur verið að endurgreiðslum félaganna til neytenda en það liggi hins vegar ekki fyrir. gag@mbl.is Neytendastofa hefur ekki lokið athugun sinni á olíufélögunum Morgunblaðið/Kristinn Dælt á bílinn Eldsneytisverð nálg- ast sögulegt hámark hér á landi. Í FRÉTT um bílabruna í Úthlíð sl. þriðjudag láðist að geta ljósmynd- ara. Hann heitir Rúnar Gunnarsson. Morgunblaðið biðst velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT Vantaði nafn ljósmyndara Traustur valkostur í húsnæðismálum NÝ SENDING Ermar 7900 kr. Nýjir litir Bæjarlind 6 sími 554 7030 Opið í dag 10-16 Eddufelli 2, sími 557 1730 Opið í dag 10-14 Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 Tilboðsdagar 15% afsláttur af öllum yfirhöfnum og stökum jökkum • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is www.veggfodur.is LAGERSALA LÍN DESIGN www.lindesign.is/lagersala Úrval rúmteppa, púða, dúka, rúmfatnaðar ásamt ýmsu öðru. Sýniseintök og lítillega útlitsgallaðar vörur með allt að 80% afslætti. Lagersalan er á Malarhöfða 8, í brekkunni fyrir aftan Ingvar Helgason. Opið laugardag & sunnudag 10–16. AÐEINS ÞESSA EINU HELGI. 6. be by ReSound er í raun ósýnileg í eyrunum. 1. Einstök hönnun 5. Hljóðnemasnúra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.