Morgunblaðið - 21.06.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.06.2009, Blaðsíða 1
2 1. J Ú N Í 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 166. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is Óheimilt er að veðsetja aflahlutdeild fiskiskips sérstaklega þótt aðilaskipti geti orðið að henni með öðrum hætti sam- kvæmt ákvæðum laga eða reglugerða. Fylgi hlutdeildin aftur á móti skipi er þekkt að lánastofnanir láni út á hana og þá umfram verðmæti skipsins. Hafi fiskiskip verið veðsett er eiganda þess einnig óheimilt á gildistíma veðsetningar að skilja aflahlutdeildina frá skipinu nema fyrir liggi þinglýst samþykki veðhafa. Af lögum um stjórn fiskveiða má skilja að veiðiheimildir feli fyrst og fremst í sér takmarkaðan og tímabundinn nýt- ingarrétt og að ákvæði laganna feli ekki í sér breytingu á eðli og inntaki þess réttar. Hvað þýðir það þá í raun þurfi lánastofnun að leysa til sín aflahlutdeild með skipi? Felst í þeim gjörningi viðurkenning á því að aflahlutdeild njóti vernd- ar sem „eign“ í skilningi 72. gr. stjórnarskrár lýðveldisins? Fiskur í veðböndum þótt ekki megi veðsetja veiðiheimildir LÁN Í ÓLÁNI?»4 ICESAVE-HAMFARIRNAR»6 „HVER ER ÞESSI 1325?“»8 Konum er enn haldið fjarri friðar- viðræðum og þær eru fastar í hlutverki þolenda á átakasvæðum. Níu ár eru lið- in frá því að Öryggisráð SÞ samþykkti ályktun sem miðaði að því að konur öðl- uðust stærri þátt í að ákveða framtíð samfélaga eftir stríð. Ályktunin hefur enn ekki náð hljómgrunni meðal margra aðildarríkja SÞ og spyrja tals- menn kvenréttinda hvað þurfi til að stjórnvöld fleiri ríkja taki hana til greina. Ekki sé endilega um aðferðafræðileg- ar spurningar að ræða heldur frekar stjórnvöld sem telji ályktunina óþarfa. Konur við sáttaborðið? Vöxtur Icesave í Hollandi Hollenski seðlabankinn gat lítið sem ekkert beitt sér til að stöðva vöxt Ice- save-reikninganna. Slíkt hefði verið í andstöðu við reglur ESB og hefði auk þess nær örugglega orsakað áhlaup á Landsbankann, hvar sem hann starf- aði. Ábyrgðin á þeim lá hjá Lands- bankanum og FME. Morgunblaðið fer yfir sögu og öran vöxt Icesave í Hollandi. Feðgar Hjörtur Ingvi Jóhannsson, tónlistarmaður og nemi í hagfræði, segir að faðir sinn, Jóhann Hjartarson, stórmeistari í skák og lögfræðingur, stand- ist samanburð við flesta ef ekki alla íslenska skákmenn. Jóhann segir að Hjörtur eigi framtíðina fyrir sér í tónlistinni og almenn menntun skipti miklu. | 14 Morgunblaðið/Jakob Fannar Feðgar á skákborði lífsins JÓNÍNA HERDÍS JÖRUNDUR SEM KÓNGUR RÍKTI HANN... ADRENALÍN OGHUGARRÓ Í KÖFUN TÆKNI Núna hlustar Nipper á i-Pod GENGIS- VÍSITALA HAM SUNNUDAGUR SENDISKRIFSTOFUM verður enn fækkað á þessu ári og því næsta jafnframt því sem starfsfólki verður fækkað, skv. frétt sem birt hefur verið á heimasíðu utanríkisráðuneyt- isins um sparnaðaraðgerðir. Hefur verið ákveðið að selja embættisbú- staði í New York, London, Wash- ington, Ottawa og Tókíó. Nokkuð fækkar í hópi sendiherra og nýir verða ekki skipaðir í staðinn um sinn. Framlög til Varnarmálastofnunar verða skorin niður og er ætlunin að leggja stofnunina niður í núverandi mynd, „án þess þó að niðurskurður bitni á varnar- og öryggisskuldbind- ingum Íslendinga“. Framlög til þró- unarsamvinnu og friðargæslu verða verulega dregin saman. Ráðuneytið þarf að skera niður rekstrarútgjöld um 10% á næsta ári til viðbótar áður ákveðnum sparnaði. Einnig hefur verið ákveðinn 190 milljóna viðbót- arsparnaður á þessu ári. Sendiherr- um fækkað og bústaðir verða seldir FYRIR tæplega átta árum lenti Selma Halldóra Pálsdóttir í grjóthruni í Glymsgili með þeim afleiðingum að taka varð af henni hægri fót- inn miðja vegu milli ökkla og hnés. Hún á nú fimm gervifætur til skiptanna, kvartar ekki og horfir bjartsýn fram á veg. Útivist á fjöllum var hennar helsta tómstundagaman en eftir slysið hefur hún ekki farið á fjöll. Hún vill ekki hætta á að meiðast meira. „Ég held að fólk verði aldrei full- sátt við að missa útlim. En mér hefur tekist á þessum átta árum að lifa með þessu,“ segir hún. steinthor@mbl.is | 12 Með fimm fætur til skiptanna Bjartsýn Selma H. Pálsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.