Morgunblaðið - 21.06.2009, Síða 6

Morgunblaðið - 21.06.2009, Síða 6
6 FréttirVIKUSPEGILL MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 2009 LAGERSALA LÍN DESIGN www.lindesign.is/lagersala Úrval rúmteppa, púða, dúka, rúmfatnaðar ásamt ýmsu öðru. Sýniseintök og lítillega útlitsgallaðar vörur með allt að 80% afslætti. Lagersalan er á Malarhöfða 8, í brekkunni fyrir aftan Ingvar Helgason. Opið í dag, sunnudag, 10–16. AÐEINS ÞESSA EINU HELGI. FRÉTTASKÝRING Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is Hollensku lagaprófessorarnir Adrienne de Moor-van Vugt og Efgar du Perron skiluðu í byrjun vikunnar skýrslu til neðri deildar hollenska þingsins um vöxt Ice- save-reikninganna þar í landi. Niðurstaða skýrslunnar er af- dráttarlaus á þann veg að hol- lenski seðlabankinn (DNB), sem hollenska fjármálaeftirlitið heyrir undir, gat lítið sem ekkert beitt sér til að stöðva vöxt reikning- anna. Slíkt hefði verið í andstöðu við lög og reglugerðir Evrópu- sambandsins (ESB) og hefði auk þess nær örugglega orsakað áhlaup á Landsbankann, ekki bara í Hollandi, heldur hvar sem hann starfaði. Í skýrslunni er til- tekið að eftirlit með og ábyrgð á starfsemi Landsbankans hefði hvílt á íslenska Fjármálaeftirlit- inu (FME). Bankinn sjálfur og FME báru því fulla ábyrgð á vextinum og þeim afleiðingum sem af honum leiddu. Í skýrslu hinnar óháðu rann- sóknarnefndar eru staðhæfingar hollenskra ráðamanna um að DNB hefði fengið rangar upplýs- ingar um stöðu Landsbankans og greiðsluþol íslensku bankanna í septembermánuði 2008 endur- teknar. Ennfremur er vitnað í símtöl, bréfaskriftir, símbréf og fundi sem eiga að staðfesta þenn- an skilning. 90 milljarðar lenda á Hollandi Þegar Icesave-reikningunum í Hollandi var lokað í október síð- astliðnum voru viðskiptavinir þeirra orðnir 114.136 talsins. Heildarinnistæður voru 1.674 milljónir evra, eða um 300 millj- arðar króna. Þeim hafði fækkað töluvert á síðustu dögunum fyrir fall Landsbankans þegar forsjálir viðskiptavinir fluttu sparifé sitt annað. Samkvæmt samkomulagi sem íslenska ríkið gerði við það hollenska fyrir skemmstu mun Tryggingasjóður innstæðueigenda á Íslandi greiða 71 prósent af þeirri upphæð. Ef hann getur ekki greitt upphæðina mun ís- lenska ríkið greiða það sem upp á vantar. Restin, um 90 milljarðar króna, mun falla á hollenska inni- stæðutryggingakerfið. Icesave-hamfarirnar í Hollandi  Skýrsla óháðrar rannsóknarnefndar um vöxt Icesave-reikninganna skilað til hollenska þingsins í vikunni  Niðurstaða sú að ábyrgðin hafi hvílt hjá Landsbankanum og FME  Hollendingar gátu ekki stöðvað vöxtinn 31. mars 2006 Hollenska seðlabankanum (DNB) tilkynnt að Landsbankinn hyggist hefja útlánastarfsemi í Hollandi. Byrjun árs 2007 Landsbankinn fær leyfi til að taka við innlánum í Hollandi í gegnum útibú en nýtir það leyfi ekki fyrr en í maí árið eftir. 28. febrúar 2008 Landsbankinn skrifar bréf til DNB og kvartar yfir því að það gangi of hægt fyrir bankann að fá leyfi til að hefja starf- semi. Þar segir að DNB hafi engar forsendur til að neita bankanum um starfsleyfi. 16. maí Háttsettur starfsmaður DNB sendir frá sér minnisblað þar sem hann bendir á þá áhættu sem fylgi innlánatöku Landsbankans í landinu í gegnum útibú. Þar kemur fram að mikill vafi leiki á stöðugleika íslenska efna- hagskerfisins og íslenskra fjármálafyrirtækja. Fjölmörg teikn hafi verið á lofti um að vöxtur þeirra hefði verið óábyrgur. Niðurstaða hans var hins vegar sú að samkvæmt reglum Evr- ópusambandsins (ESB) gæti DNB ekkert gert til að stöðva starfsemi Icesave-reikninganna í Hollandi. 23. maí Landsbankinn fær leyfi til að hefja inn- lánatöku í gegnum Icesave-reikninganna. . Samkvæmt samkomulaginu myndi hinn ís- lenski tryggingasjóður innstæðueigenda tryggja innstæður á Icesave-reikningunum upp að 20.887 evrur, líkt og tilskipun ESB um lágmarkstryggingar sagði til um. 29. maí Icesave- reikningar Landsbankans opnaðir sem útibú í Hollandi. Yfirlýst markmið stjórnenda Landsbankans var að ná inn 500 milljónum evra í gegnum reikningana fyrir árslok 2008. Til þess að ná þessu takmarki buðu Icesave-reikningarnir upp á mun hærri innlánsvexti en önnur fjármálafyrirtæki á hol- lenska markaðinum. Því flykktust Hollend- ingar með sparifé sitt inn á Icesave-reikning- anna. Alls voru fjórtán þúsund slíkir reikningar stofnaðir fyrstu vikuna. 7. júní Hollenskur hagfræðiprófessor, Jaap Koelewijn, skrifar grein í hollenskt dagblað þar sem hann varar við því að íslenskir bankar séu að færa sig yfir í innlánasöfnun erlendis vegna áhrifa lánsfjárkreppunnar á þá. Hann bendir á að innstæður þeirra sem leggja fé sitt inn á Icesave-reikningana séu ekki tryggðar af hollenska innstæðutryggingakerfinu. 9. júní Minnisblað unnið innan DNB. Umfjöll- unarefni þess er staða útibúa íslensku bank- anna á erlendri grundu og þau miklu áhrif sem hin alþjóðlega lánsfjárkreppa hefur á íslensku bankana. Þar kemur fram að samkvæmt Blo- omberg séu íslensku bankarnir „áhættusækn- ustu banka í heiminum.“ 3. júlí Hollenski seðlabankinn sendir Fjár- málaeftirlitinu (FME) bréf þar sem farið er fram á viðræður vegna áhættusækni íslensku bankanna og þeirrar áhættu sem fylgir net- reikningum þeirra. 12. ágúst Stjórn hollenska Seðlabankans ákveður að bregðast við vexti Icesave- reikninganna í Hollandi og ákveður að frekari vöxtur sé ekki ásættanlegur. Á þessum tíma höfðu verið stofnaðir 85 þúsund reikningar og innstæður þeirra námu um einum milljarði evra. 14. ágúst Sendinefnd frá hollenska fjármála- eftirlitinu, sem heyrir undir DNB, kemur til Íslands til að funda með FME og forsvars- mönnum Landsbankans. FME kynnir fyrir sendinefndinni að ellefu milljarðar króna séu í hinum íslenska tryggingasjóði innstæðueig- enda og auk þess séu um sex milljarðar króna til í tryggingum. Óháða rannsóknarnefndin vísar í skýrslu þar sem FME segir íslenska hagkerfið ekki eiga í neinum vandræðum og að enginn sjáanleg vandræði fylgi örum vexti bankanna. Þeir gætu vaxið enn frekar. Hol- lendingarnir fara fram á að Icesave-innlánin verði stöðvuð en Landsbankinn vill ekki verða við því. FME varar enn fremur við því að það gæti leitt til áhlaups á bankann. Landsbankinn býðst í staðinn til þess að grípa til þríþættra aðgerða: a) að draga úr auglýsingum og annarri markaðssetningu Ice- save til að auka ekki eftirspurn, b) að hleypa ekki af stokkunum nýjum tegundum Icesave- reikninga í byrjun september líkt og stefnt var að, c) að ein evra yrði lögð inn í hollenska seðlabankann fyrir hverja evru sem kæmi inn á Icesave-reikninganna umfram 1.150 millj- ónir evra í nokkurs konar varasjóð. Ekki er tekin afstaða til þessa tilboðs. 15. ágúst FME sendir DNB tölvupóst þar sem lýst er undrun yfir því að vilji sé til að stöðva innlánatöku Landsbankans í Hollandi. Engin ástæða sé til þess, enda sé staða Landsbank- ans heilbrigð. Auk þess sé takmörkun á útlán- um í andstöðu við Evrópureglur. 19. ágúst Icesave-reikningarnir í Hollandi orðnir rúmlega 90 þúsund talsins og innstæður á þeim nema um 1,2 milljörðum evra. 21.-22. ágúst Tölvupóstsamskipti eiga sér stað milli DNB og Landsbankans. Landsbankinn leggur fram ýmis gögn, meðal annars „Confi- dence Crisis Manual“ og „Liquidity Conti- gency Plan.“ DNB fer fram á að sjá nið- urstöður álagsprófa Landsbankans. 25. ágúst Nout Wellink, seðlabankastjóri Hol- lands, tilkynnir Wouter Bos, fjármálaráðherra land ins áhyggjur sínar af Icesave reikning- unum. 27. ágúst Forsvarsmenn Landsbankans fara til Amsterdam á fund Nout Wellink þar sem hann lýsir yfir miklum áhyggjum sínum af hröðum vexti Icesave-reikninganna. Wellink átti einnig í samskiptum við FME þennan sama dag af sömu ástæðu. Landsbankamenn endurtaka tilboð sitt um þríþættar aðgerðir. Engin afstaða tekin til tilboðsins um innlagnir í hollenska seðlabankann, sem segir þó að til- lögurnar séu skref í rétta átt. Þær taki þó ekki á þeim grundvallarvanda sem íslenskt efna- hagskerfi og íslensku bankarnir standi frammi fyrir. Niðurstaða fundanna verður sú að Lands- bankinn hættir við nýju Icesave-reikningana og dregur mjög úr auglýsingum. Samþykkt að halda áfram viðræðum um með hvaða hætti starfsemi bankans í Hollandi geti haldið áfram. Meðal annars ákveðið að vinna að því að flytja Icesave-reikningana inn í dótturfélag, og þar með undir hollenska innstæðutrygg- ingakerfið. Ef þetta hefði verið gert þá hefði Ísland ekki borið neina ábyrgð á Icesave- innstæðunum í Hollandi. 2. september Hollenski seðlabankastjórinn hefur samband við FME símleiðis og lýsir yfir miklum áhyggjum sínum. Hann segir að það verði að frysta starfsemi bankans í landinu. Ef eitthvað fari úrskeiðis þá séu hvorki hollenski seðlabankinn né Íslendingarnir nægilega undirbúnir til að takast á við það. Svipaðar að- stæður gætu skapast og þegar hollenski bank- inn Van der Hoop varð gjaldþrota, en þá þurftu fjölmargir innstæðueigendur að leita til hollenska innstæðutryggingakerfisins til að fá lágmarkstryggingar greiddar. 10. september Yfir 100 þúsund Icesave- reikningar hafa verið stofnaðir í Hollandi og innstæður á þeim nema meira en 1,5 millj- örðum evra. 22. september Landsbankinn svarar spurn- ingum hollenska seðlabankans um áhrif gjald- þrots Lehman Brothers á bankann. 23. september Landsbankinn sendir bréf til FME og DNB þar sem brugðist er við kröfu um frystingu. Bankinn hafði leitað liðsinnis þekktrar lögmannsstofu og komist að þeirri niðurstöðu að Evrópulög heimiluðu DNB ekki að bregðast við innlánasöfnun bankans með frystingu. Bankinn ítrekar fyrra tilboð sitt um að leggja inn eina evru fyrir hverja sem þeir taka í innlán yfir 1.150 milljónum evra. 29. september Yfir 130 þúsund Icesave- reikningar hafa verið stofnaðir í Hollandi og innstæður á þeim nema meira en 1,7 millj- örðum evra. 7. október FME tekur yfir Landsbankann og Icesave-reikningunum er lokað. DNB telur að Landsbankinn og FME hafi veitt sér rangar og ófullnægjandi upplýsingar um stöðu bank- ans. 9. október Fjármálaráðherra Hollands, Wou- ter Bos, ákveður að tryggja allar innstæður upp að 100 þúsund evrum og ákvörðunin er afturvirk að falli Landsbankans. Hann hótar auk þess að draga íslensk stjórnvöld fyrir dómstóla og segir við tímaritið Elsevier að „ef í ljós kemur að rangar upplýsingar hafi verið veittar er ljóst að framundan eru málaferli við íslensk stjórnvöld.“ 11. október Tilkynnt að samkomulag hafi náðst milli íslenskra og hollenskra stjórnvalda vegna Icesave á heimasíðu íslenska forsætisráðu- neytisins. Samkvæmt því myndu hollensk yfir- völd lána Íslendingum 1,1 milljarð evra til að mæta skuldbindingum sínum vegna Icesave. Lánið átti að vera til tíu ára á 6,7 prósent vöxt- um og lántakandinn átti að vera íslenska ríkið. 14. október Wouter Bos kemur fram í hol- lenska sjónvarpinu og segir að íslensk yfirvöld hafi talið þeim hollensku trú um það á fundum í ágúst að íslensku bankarnir væru stöðugir og að þeir væru ekki að falla. 4. desember Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að leiða til lykta samninga við við- eigandi stjórnvöld vegna innstæðna í útibúum íslenskra banka á EES-svæðinu, þar með tald- ar Icesave-innstæður. 11. desember Hollendingar hefja útgreiðslu til þeirra sem áttu fé inni á Icesave-reikning- unum. 5. júní Samkomulag næst milli íslensku Ice- save-samninganefndarinnar annars vegar og Hollendinga og Breta hinsvegar um að ríkis- sjóðir landanna tveggja láni íslenska trygg- ingasjóði innstæðueigenda samtals um 700 milljarða króna í evrum og pundum. Vextir lánanna eru 5,5 prósent, þau eru til fimmtán ára. Fyrstu sjö árin þarf ekki að greiða af lán- inu en eignir gamla Landsbankans eiga þó að notast til að ganga upp í það á þeim tíma. Síðan á að greiða lánið í 32 ársfjórðungslegum af- borgunum. Íslenska ríkið er í ábyrgð fyrir lán- inu og það skýrist árið 2016 hvort, og þá hversu mikið, íslenskir skattgreiðendur þurfa að greiða vegna þess. 16. júní Óháð rannsóknarnefnd skilar inn skýrslu til neðri deildar hollenska þingsins þar sem fram kemur að hollenski seðlabankinn gat lítið sem ekkert beitt sér til að stöðva vöxt Ice- save-reikninganna þar í landi. Eftirlit með þeim, og Landsbankanum, heyrði undir FME.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.