Morgunblaðið - 21.06.2009, Side 20

Morgunblaðið - 21.06.2009, Side 20
20 Draumastarfið MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 2009 Eftir Valgerði Þ. Jónsdóttur vjon@mbl.is U ndirdjúpin eru heill heimur út af fyrir sig eins og flestir land- krabbar vita. Þeir hafa séð það í sjón- varpinu eða bíómyndum, rétt eins og Jónína Herdís Ólafsdóttir áður en hún vissi hvað hún vildi verða þegar hún yrði stór. Þá uppgötvun gerði hún – eða svo gott sem – í sumarfríinu sínu fyrir tveimur ár- um. „Ég var búin með þrjú ár á náttúrulífsbraut í Fjölbrautaskól- anum í Garðabæ og vann á Hrafn- istu þegar ég fór með mömmu til Krítar. Þar sem ég er ekkert fyrir að liggja í sólbaði kannaði ég hvað annað væri hægt að gera þarna. Boðið var upp á fjögurra daga kaf- aranámskeið, sem ég ákvað að skella mér á, en í því fólst talsvert bóklegt nám, nokkra stunda köfun í sundlaug og fjórar kafanir í sjó með og án gleraugna og önd- unarpípu, svokallaðs lunga,“ segir Jónína Herdís, sem sneri heim með byrjunarréttindi í köfun uppá vas- ann og draum um frekari dýfur. Dýrahirðir í Flórída Hún hélt þó sínu striki um haustið því hún hafði bókað sig til starfa á friðverndunarsvæði villi- katta í Tampa í Flórída. Þar fékk hún lærlingsstöðu og tók mörg námskeið í meðhöndlun og um- hirðu tígrisdýra, ljóna og annarra villtra dýra af kattarkyni. „Ég var dýrahirðir í þrjá mánuði eins og ráðningin hljóðaði uppá, kom þá heim og var hálf eirðarlaus, ennþá að hugsa um köfun, en hafði ekki hugmynd um hvað Ísland hefði uppá að bjóða í þeim efnum,“ segir Jónína Herdís. Hún komst fljótt að raun um að margir möguleikar voru í boði, fjöl- breytt námskeið fyrir byrjendur og lengra komna hjá þremur köfunar- skólum og mikil gróska í starfsemi allra, árið um kring. „Ég byrjaði á eins dags þurrbúningsnámskeiði hjá Kafari.is í Hafnarfirði, annað kom ekki til greina því hér er afar sjaldan kafað í blautbúningum eins og á námskeiðinu á Krít og yf- irleitt þar sem vatn er hlýtt. Ég er sannfærð um að þeir sem læra köf- un hérna heima verða betri kafarar en þeir sem læra erlendis, einfald- lega vegna þess að búnaðurinn og aðstæður eru talsvert meira krefj- andi,“ segir Jónína Herdís og út- skýrir muninn: „Þurrbúningur er miklu flóknari búnaður, hann er með loftslöngu til þess að kafarinn geti dælt lofti í og úr búningnum eftir því hvað kafað er á miklu dýpi. Við þrýsting þjappast loftið saman og því er stórhættulegt að kafa djúpt án þess að bæta lofti í búninginn. Að- stæður til köfunar á Íslandi geta verið býsna erfiðar, kuldi og oft á tíðum slæmt skyggni fela í sér mikla áskorun og reyna á vilja- styrkinn. Köfun er í rauninni jaðarsport, sem eykur adrenalínið í líkamanum, en getur jafnframt verið afslappandi og veitt mikla hugarró.“ Alls konar kafanir Jónína Herdís var fljót að átta sig á að hún var komin á rétta hillu í lífinu og stefndi ótrauð á köfunarkennaranám. Áður en til þess kæmi þurfti hún að eiga 100 kafanir að baki. Hún var fljót að ná þeim fjölda á ýmsum nám- skeiðum bæði í sjó og vatni; björg- unarköfun, skyndihjálp og kafara- meistaranámskeiði (divemaster), sem einnig byggist á bóklegu námi, t.d. eðlisfræði og markaðssetningu sportköfunar. „Ég tók ennfremur svokallað nitrox-námskeið, þar sem kennd er notkun gastegunda með hærra súrefnismagni en 21%, og ísköfun. Þá var mér ekkert að van- búnaði að hefja kennaranámið,“ Á bólakafi Morgunblaðið/Heiddi Köfun og ferðamennska Jónína Herdís Ólafsdóttir segir köfunaráhuga alltaf að aukast og hingað komi æ fleiri erlendir ferðamenn gagngert til að kafa, enda enda séu hér mörg svæði í sjó og vötnum ókönnuð og önnur rómuð fyrir fegurð. Gjárnar á Þingvöllum eru eitt vinsælasta köfunarsvæðið. Henni leiðist að liggja í sólbaði og þess vegna kaus hún að fara á stutt námskeið í köfun. Tveimur árum síðar stundar Jónína Herdís Ólafsdóttir köfun af kappi og kennir öðrum. Ljósmynd/Paul Heinerth Arnarhreiðrið Jónína Herdís kafar í Eagle’s Nest, stóru hellakerfi skammt frá Tampa í Flórída. Hún segir að Flórída sé mekka hellaköfunar. Ljósmynd/Paul Heinerth Framandi Í Flórída er köfun fjölbreytt. Hér er höfuðlaug Ginnie Springs. ‘‘KÖFUN ER Í RAUNINNIJAÐARSPORT, SEM EYK-UR ADRENALÍNIÐ Í LÍK-AMANUM, EN GETUR JAFNFRAMT VERIÐ AF- SLAPPANDI OG VEITT MIKLA HUGARRÓ.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.