Morgunblaðið - 21.06.2009, Page 36
36 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 2009
ÉG NÆRIST á
sársauka annarra. Eft-
ir því sem þau finna
meira til þá líður mér
betur. Ég er lúmskari
en nokkur trúir og
veit hvernig ég næ
bestum árangri hvar
sem er, hvenær sem
er, hvernig ég næri
mig best. Ég þarf allt-
af meira og meira af
sársauka í kringum
mig til að fylla mig af þessari
dásamlegu tilfinningu sem fer um
mig þegar ég sé sársaukann og
heyri sársaukann í fórnarlömb-
unum mínum.
Ég veit ég á ekki að gera þetta
en þetta gefur mér ótrúlegt vald
yfir vinum mínum og fórn-
arlömbum. Það er dásamlegt að
kúga og ógna og þó svo að ég sé
staðinn að verki skiptir það ekki
svo miklu máli.
Ég þarf kannski að biðja fyr-
irgefningar og hlusta á tiltal en um
leið og ég biðst fyrirgefningar
sendi ég fórnarlambinu mínu svip-
inn sem það þekkir svo vel og brýt
það enn betur niður svo fer ég út
og held áfram.
Lífið er dásamlegt og stútfullt af
fórnarlömbum.
Ég er eineltisger-
andi, nærist á ofbeldi.
Í dag, 21. júní, er
nákvæmlega 1 ár síð-
an sonur minn dó, síð-
an baráttan hófst í
nafni Jerico.
Mig langar til að
segja ykkur frá því
hvernig nafnið á Sam-
tökum foreldra einelt-
isbarna og uppkom-
inna þolenda,
Liðsmenn Jerico er
tilkomið.
Jerico var notenda-
nafn Lárusar sonar míns á netinu.
Það síðasta sem hann hafði fyrir
augunum áður en hann tók líf sitt
hinn 21. júní síðasta sumar var
uppi á skjánum á tölvunni hans
undir notandanafni hans, Jerico.
Ljót og niðurlægjandi svör fólks við
spurningu sem hann setti inn á
spjallsíðu.
Það síðasta sem við vitum er að
hann setti inn ósk klukkan tæplega
tvö um nóttina þar sem hann bað
fólk að hætta að kommenta á staf-
setninguna sína en gefa sér frekar
ráð.
Svör fólksins til Jerico voru það
sem blasti við mér daginn eftir at-
burðinn. Svör sem ég gleymi aldrei,
tilfinning sem ég gleymi aldrei.
Þetta var það síðasta sem Lárus
sat við og las áður en hann tók líf
sitt. Þetta hefur sært okkur meira
en orð fá lýst.
Kaldhæðnin gat ekki verið meiri.
Drengur sem þurfti að þola ofbeldi
í sinni ljótu mynd í skóla, ofbeldi
sem braut sjálfsmynd hans í mola
og fylgdi honum eins og svartur
skuggi allt hans líf og felldi hann að
lokum.
Það sem gerðist svo í kjölfarið
gaf mér styrk og það var að á þess-
ari sömu spjallsíðu var opnuð síða
þar sem fólk gat heiðrað og minnst
Jerico.
Þangað inn fór ég oft á dag
næstu daga og vikur til að sækja
styrk því þar skrifaði fjöldinn allur
af fólki þá mestu fegurð sem ég
þurfti á að halda.
Í hans nafni starfa Liðsmenn
Jerico, Samtök foreldra einelt-
isbarna og uppkominna þolenda.
Fyrir alla þá sem þurfa að þjást
vegna eineltisofbeldis og skilnings-
leysis.
Með þær skelfilegu afleiðingar
sem ég held að fólk almennt geri
sér ekki grein fyrir, hversu mikil
heilsufarsleg áhrif það hefur í för
með sér fyrir þá allt þeirra líf, eða
fyrir tengslum eineltis og sjálfs-
víga. Hvernig afleiðingarnar leggj-
ast á alla fjölskylduna.
Umræðan um afleiðingar einelt-
isofbeldis hefur opnast, fræðsla og
upplýsingar hafa aukist. – For-
dómar eru á undanhaldi.
Netsamfélagið er órofa hluti af
samfélaginu, við þurfum öll að gera
okkur grein fyrir því að það er
veruleiki Íslands og það er líka
vegna þess sem við erum í þessari
baráttu núna.
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Fólk er farið að átta sig á að þol-
endur eineltisofbeldis eru ekki
aumingjar heldur er verið að gera
þá að aumingjum.
Kynnt var hugmynd 16.06.09 að
sérsveit/fagteymi á fundi hjá
menntamálaráðuneyti með ráðu-
neytum, stofnunum, samtökum og
félögum alls staðar að úr íslensku
samfélagi.
Fagteymi sem verður að hafa
fullt sjálfstæði í vinnubrögðum og
með hvaða hætti það velur að vinna
í málum enda sérhvert mál sérstakt
og útheimtir þar af leiðandi mis-
munandi útfærslur. (Sjá nánar inni
á jerico.is)
Ég vil sjá að í allri uppeldis-
menntun sé eineltisfræðsla í grunn-
námi skylduáfangi.
Ég vil sjá að barnavernd-
arnefndir um allt land fái verkfæri
til að vinna með gerendur í einelt-
ismálum og fjölskyldur þeirra, að
barnaverndarnefndir fái tilkynn-
ingar um gerendur og fjölskyldur
þeirra til að vinna með.
Gerendurnir eru vandamálið og
það þarf að hjálpa þeim að vinna á
sínum vanda.
Þetta tel ég vera forvörn.
Fullorðnir þolendur einelt-
isofbeldis eiga sér engan málsvara.
Það er enginn sem tekur að sér
einstakt mál sem berst til þeirra
stofnana sem fólki er þó bent á að
snúa sér til með úrlausn. Það batn-
ar ekki þegar þolandi telur í sig
kjark til að tilkynna einelti sem
hann verður fyrir og fær það svart
á hvítu fyrir framan sig að úrlausn-
araðilinn sem hann er sendur til
kemur til með að taka líka að sér
að verja gerandann. Hvert er rétt-
lætið þar? Hvar eru mannréttindin
þá?
Er hægt að niðurlægja fólk eitt-
hvað frekar? Já, með því að sann-
færa þolendurna um að þeir eigi
ekki möguleika á að vinna málið, til
þess sé sönnunarbyrði þeirra of
mikil.
Skiptu frekar um vinnustað eða
láttu þetta yfir þig ganga.
Ég bara skil ekki hvernig fólk
getur þagað yfir einelti sem það
verður vitni að, verður fyrir sjálft
eða börnin þess. Ég bara skil það
ekki hvernig fólk getur haft það á
samviskunni.
Talið, látið vita.
Einelti drepur.
Í minningu fallinna eineltisþolenda
Eftir Ingibjörgu H.
Baldursdóttur » Gerendurnir eru
vandamálið og það
þarf að hjálpa þeim að
vinna á sínum vanda.
Ingibjörg H.
Baldursdóttir
Höfundur er grunnskólakennari.
ÞAÐ var hárrétt
hjá Jóhönnu Sigurð-
ardóttur forsætisráð-
herra að ný sjálf-
stæðisbarátta
íslensku þjóðarinnar
stendur yfir eins og
kom fram í þjóðhátíð-
arræðu hennar. Ís-
lenska þjóðin var illa
blekkt og afleiðing-
arnar komu í ljós í
hruninu í haust. Þá komst þjóðin
að því að keisarinn var nakinn.
Abraham Lincoln vitnaði í fornan
orðskvið í kosningabaráttu sinni
til embættis forseta Bandaríkj-
anna og sagði:
„Þú getur blekkt alla þjóðina
um hríð og hluta hennar alltaf, en
þú getur ekki blekkt alla þjóðina
um aldur og ævi.“
Stóra spurningin á þjóðhátíðar-
daginn er hvort blekking-
arleiknum sé lokið. Er keisarinn
kannski ennþá nakinn? Dagar og
vikur verða að mánuðum og ennþá
hafa stjórnvöld ekki orðið við
skýrum óskum Evu Joly um
grundvallarþætti í rannsókninni á
bankahruninu. Ef einhver alvara
væri að baki rannsókn á efnahags-
brotum í tengslum við bankahrun-
ið þá væri fyrir löngu búið að
manna allar stöður hjá sérstökum
saksóknara, búið væri að koma á
tengslum við sérfræðingateymi er-
lendis, búið væri að koma á sjálf-
stæðum saksóknara (ekki sér-
stökum!) og rannsóknin væri hafin
af fullum krafti. Er nema von að
Evu Joly hafi misboðið?
Það er mikilvægt að þjóðin
hreinsi hugann og láti ekki einn
slæman afleik leiða til annars
verri afleiks, eins og vill gerast í
skákinni. Það er nefnilega ennþá
mögulegt að snúa taflinu við okk-
ur í hag. Við stöndum nú frammi
fyrir ákvörðun um hvernig eigi að
gera upp „sukktímabil“ útrás-
arliðsins, sem deildi og drottnaði í
þjóðfélaginu á undanförnum árum.
Stjórnvöld voru veik í hjánum fyr-
ir þessari yfirstétt, sem sann-
anlega má kalla því nafni. Þeir
sem féllu í ónáð fengu
að finna fyrir beittum
pennum hirðskálda yf-
irstéttarinnar í fjöl-
miðlum hennar.
Sjálfstæðisbarátta
dagsins í dag snýst
um það hvort við –
þjóðin – eigum að
borga gjaldfallna
reikninga útrásarliðs-
ins sem fékk að leika
sér á ábyrgð stjórn-
valda? Eigum við að
skrifa undir nauða-
samninga breska heimsveldisins,
sem dæmdi Íslendinga sem
hryðjuverkamenn á ögurstundu?
Icesave-samningarnir eru einhliða
þar sem „eignir“ þjóðarinnar eru
lagðar að veði. Við verðum þess
vegna að gera þá sanngjörnu
kröfu að fá samninga sem við get-
um í raun staðið við. Látum ekki
erlend ríki eða alþjóðleg stórfyrir-
tæki komast yfir auðlindir þjóðar-
innar, sem okkar kynslóð er treyst
fyrir. Þjóðin er beygð en hún má
ekki brotna.
Sjálfstæðisbaráttan snýst ein-
mitt um hvort við ætlum að
standa vörð um fullveldi og sjálf-
stæði þjóðarinnar með því að
segja NEI við ESB-aðild.
Miklu skiptir að stjórnvöldum
takist sáttargjörð sem sameinar
þjóðina að baki þeim. Það verður
ekki gert með því að ala á flokka-
dráttum og tortryggni meðal þjóð-
arinnar þar sem leyndarhyggjan
virðist enn svífa yfir vötnum.
Þjóðin er beygð
en má ekki brotna
Eftir Jón Baldur
Lorange
Jón Baldur Lorange
» Þú getur blekkt alla
þjóðina um hríð og
hluta hennar alltaf, en
þú getur ekki blekkt alla
þjóðina um aldur og
ævi.
Höfundur er stjórnmálafræðingur.
ÍSLENSKA þjóðin
er í vanda, miklum
vanda, ekki er um það
deilt. Vandinn er, að til-
tölulega fáum ein-
staklingum tókst með
glópsku og taumlausri
græðgi að fella íslenska
bankakerfið.
Hvað gerði þjóðin
þegar hrunið varð?
Hún krafðist aðgerða;
Afsagnar stjórnenda FME
(Fjármálaeftirlitsins)
Afsagnar Davíðs Oddssonar
seðlabankastjóra.
Kosninga.
Refsingar þeirra sem ollu
hruninu.
Fyrstu þrír liðirnir eru uppfylltir
og sá fjórði í framkvæmd.
Kosningar hafa farið fram og
meirihluti þjóðarinnar hefur valið sér
þing og ríkisstjórn, þing og rík-
isstjórn sem á að leiða þjóðina út úr
þeim ógöngum sem hún er komin í og
það á sem sársaukaminnstan hátt.
Hvað er ríkisstjórnin að gera?
Ríkisstjórnin hefur á 100 dögum
hrundið af stað fjölmörgum aðgerð-
um til að bæta hag verst stöddu
heimilanna í landinu, þó svo mörgum
þyki ekki nóg að gert og hægt gangi.
Stóru málin hafa gengið hægar og
mestur tími farið í stöðumat og
vangaveltur um hvernig hægt sé að
taka á helstu vandamálunum sem eru
ríkisfjármál, gjaldeyrismál, vaxta-
mál, fjármögnun atvinnulífsins. Ef
þessum atriðum er kippt í liðinn
munu önnur stór vandamál eins og
atvinnuleysi, landflótti og hagur
heimilanna byrja að lækna sig sjálf,
þó svo áfram um sinn þurfi inngrip
stjórnvalda til að hjálpa þeim verst
stöddu yfir erfiðasta tímabilið.
Ég persónulega tel enga útgöngu
frá Icesave-málinu nema að standa
við gerðan samning. Í framhaldi af
þessu virðist allur kraftur í ríkis-
stjórn og þingi snúast um hvort
vaxtagjöldin séu of há og hversu mik-
ils virði eignasafn Landsbankans í
London er. Peningalegar eignir LÍ í
London ganga væntanlega strax til
lækkunar Icesave-skuldarinnar (nú
630 milljarðar króna), þannig að brúa
þarf greiðslu upp á mis-
mun sem gæti verið 400
milljarðar. Ríkissjóður
tekur lán hjá seðla-
bönkum Englands og
Hollands fyrir mismun-
inum, 400 milljörðum,
ef eignasafn LÍ reynist
550 milljarða virði eftir
7 ár, gengur dæmið upp
og við sleppum með
skrekkinn, ef eigna-
safnið reynist verð-
minna er búið að gefa
út óútfyllta ávísun fyrir
mismuninum sem íslenskir skatt-
greiðendur þurfa að greiða.
Ef til dæmis eignasafnið reynist
250 milljarða virði en ekki 550 millj-
arða virði, stöndum við Íslendingar
uppi með 300 milljarða skuld (á 5,5%
vöxtum) eftir 7 ár. Þetta er óhugn-
anleg mynd, svo ekki sé meira sagt.
Fjárlagahallinn
Þegar er ljóst að 3 milljarðar fást
úr fyrstu aðgerð ríkisstjórnarinnar,
með hækkun skatta á bifreiðar,
áfengi, tóbak og sykur. Þegar er boð-
aður hátekjuskattur og nú stendur
ríkisstjórnin yfir heilbrigðis-,
mennta- og félagsmálum (feitustu
málaflokkunum) með brugðnum
brandi og boðar niðurskurð.
Ekki vil ég trúa því að ríkis-
stjórnin horfi til verklegra fram-
kvæmda til niðurskurðar, því jafnvel
vitlausustu framkvæmdir eru nauð-
synlegar núna til að halda uppi at-
vinnu eins og hægt er.
Samtök vinnumarkaðarins eru
með tillögur að atvinnuskapandi að-
gerðum upp á 230 milljarða, og ber
að taka þá upphæð með til lausnar
Icesave-málinu.
Er þá hægt að fara aðra leið út úr
vandanum? Já, ég tel svo vera og
bendi á grein mína í Morgunblaðinu
5. júní sl. (Hnípin þjóð í vanda). Þar
bendi ég á að þjóðin á í lífeyris-
sjóðum, ég giska á 1500 milljarða.
Úr þessum sjóð Íslendinga þarf nú
þegar að lána ríkissjóði 630 milljarða,
400 milljarða í lausafé til greiðslu á
Icesave-reikningnum og 230 millj-
arða í framkvæmdasjóð atvinnulífs-
ins.
Á móti gefur ríkissjóður út skulda-
bréf til lífeyrissjóðanna, geng-
istryggt lán með 5,5% ávöxtun til 40
ára (jafngreiðslur eins og Íbúðalána-
sjóðslán).
Þannig væri tryggt, að lífeyris-
þegar töpuðu engu, og vextirnir
rynnu til þjóðarinnar en ekki til
seðlabanka Englands og Hollands.
Ef lífeyrissjóðirnir draga lapp-
irnar í málinu, setur ríkisstjórnin á
neyðarlög, sem síðan yrðu lögð í
þjóðaratkvæði til staðfestingar eða
höfnunar.
Samtímis framanskráðu sam-
komulagi þarf ríkisstjórnin að losna
úr helböndum íslensku krónunnar
sem er að drepa allt í dróma hér-
lendis.
Vegna endalauss klúðurs með evr-
una, með viðeigandi höfnunum frá
Brussel, er dollar líklegastur til að
leysa gjaldeyrismálin, á einni nóttu
verði allt fjármálakerfið í landinu
dollaravætt og viðskipti til bráða-
birgða færð jafnt í IKR og USD og
gengi fest (t.d. 130 ISK= 1 USD).
Seðlabankinn skipti síðan út krónum
fyrir dollara þar til krónur hverfa úr
umferð.
Gjaldeyrishöft á inn- og útflutningi
verði aflétt (en tilkynningarskyld til
bráðabirgða), ferðagjaldeyrir
óbreyttur um sinn, og háar fjár-
magnsfærslur úr land leyfisskyldar.
Þegar slíkt samkomulag ríkisins
og lífeyrissjóðanna er í höfn, getur
seðlabankinn umsvifalaust hafið
lækkun stýrivaxta.
Ég spurði í fyrirsögn: „Er mark-
mið ríkisstjórnarinnar að níðast á
þegnunum? Svar mitt við þeirri
spurningu er „já“ ef ríkisstjórnin
heldur áfram þá braut sem hún hefur
markað, en það mun leiða þjóðina í
aukinn samdrátt, aukið atvinnuleysi,
fjöldagjaldþrot heimila og fyr-
irtækja, sem mun vara mjög lengi og
er sem sagt „örugg leið til örbirgð-
ar“.
Er markmið ríkisstjórnarinn-
ar að níðast á þegnunum?
Eftir Björn
Jóhannsson » Stóru málin hafa
gengið hægar og
mestur tími farið í
stöðumat og vangavelt-
ur um hvernig hægt sé
að taka á helstu vanda-
málunum …
Björn Jóhannsson
tæknifræðingur