Morgunblaðið - 01.07.2009, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 01.07.2009, Qupperneq 1
M I Ð V I K U D A G U R 1. J Ú L Í 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 176 . tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is «DAGLEGTLÍF SJÓMINJASAFNIÐ HEFUR STÆKKAÐ ÖRT «FÓLKIÐ Hilmir Snær verður Mr. Skallagrímsson HÆTTA er á því að verkefnaskort- ur fyrir iðn- og sérfræðimenntað fólk verði alvarlegt vandamál frá og með haustmánuðum. Forsvars- menn Samtaka iðnaðarins og Sam- taka atvinnulífsins hafa viðrað áhyggjur sínar við stjórnvöld vegna þessa. Þorbergur Karlsson, stjórnarfor- maður VSÓ-ráðgjafar, segir hætt- una á því að „verkefnaskúffan tæm- ist“ vera fyrir hendi. Atvinnuleysi meðal verkfræðinga hefur aukist mikið frá því sl. haust eins og hjá mörgum öðrum starfs- stéttum. Í lok maí voru 69 bygg- ingaverkfræðingar skráðir atvinnu- lausir en það er mikil breyting frá því sem áður var, þegar mikil eft- irspurn var eftir þeim. Samtals voru á þriðja hundrað verkfræðingar á atvinnuleysisskrá í lok maí. Þorbergur segir sérstaklega nauðsynlegt að koma lífi í fasteigna- markaðinn. Hann sé nokkurs konar „lífæð viðskipta“ bæði beint og óbeint. Vandamál vegna offjárfest- ingar á markaðnum séu stór en til þess að koma í veg fyrir enn dýpri vanda þurfi að grípa til aðgerða. | 12 69 byggingaverkfræðingar án atvinnu Verkefni klárast Eftir Andra Karl andri@mbl.is BRÉFASKRIFTIR Svavars Gests- sonar og Gary Roberts, formanns bresku Icesave-samninganefndar- innar, gefa góða mynd af þeirri hörku sem Bretar beittu við samn- ingsgerðina. Frumvarp um ríkis- ábyrgð vegna Icesave-skuldarinnar var lagt fram á Alþingi í gær. Um miðjan maí voru Bretar enn mjög á móti því að beita svonefndri „Landsbanka-aðferð“, en hún snýst um að Tryggingasjóður innstæðu- eigenda sé útgefandi skuldabréfs fyrir allri upphæðinni, Landsbank- inn beri ábyrgð á greiðslum sjóðsins og íslenska ríkið loks ábyrgð á greiðslum Landsbankans. Lagði Roberts til að Svavar skyldi skoða þær yfirlýsingar sem íslensk stjórnvöld gáfu út skömmu eftir hrunið í október. Roberts sagðist vona að Svavar kæmist brátt aftur á þá braut sem lagt var upp með í október og samþykkt af alþjóðasam- félaginu mánuði síðar. „Nefndir Breta og Hollendinga eru tilbúnar að ganga frá samkomulaginu 3.-4. júní, en munu notast við eigin uppköst sem upphafspunkt viðræðnanna,“ segir í bréfi Roberts. Bréf þeirra Svavars og Roberts eru meðal fjölmargra gagna sem trúnaði var létt af í gær. Forsætis- ráðherra sagði það gert til að allir gætu kynnt sér þetta stóra mál.  Eina lausnin í boði | 4 Bretar sýndu hörku þar til yfir lauk í viðræðunum  Lögðust gegn því um miðjan maí að „Landsbanka-aðferðinni“ yrði beitt EFTIR framhlaup Breiðamerkurjökuls, þar sem allt að 600- 700 metrar hafa brotnað úr honum á köflum, er Jökulsárlón orðið dýpsta vatn Íslands. Einar B. Einarsson, eigandi ferða- ist dýpst, 217 metrar. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstof- unni hafa mælingar á jöklinum áður gefið til kynna að hann nái svona djúpt en eftir framhlaup er vatnið dýpra en áður. þjónustunnar Jökulsárlóns, komst nýverið lengra inn að jökl- inum en áður og dýptarmældi við hinn nýja jaðar. Reyndust vera 284 metrar niður á botn. Hingað til hefur Öskjuvatn tal- JÖKULSÁRLÓN TEKIÐ VIÐ SEM DÝPSTA VATN ÍSLANDS Morgunblaðið/RAX  SKELJUNGUR hækkaði bensín- verð í gær um 12,50 krónur, úr 176,80 á lítrann í 189,30. Olíufélögin hafa beðið þess að N1 hækkaði bens- ínverð um sem svarar þeim gjöldum sem ríkisstjórnin lagði á nýjar birgð- ir, en N1 átti mestar birgðir. Olís kláraði til að mynda gömlu birgð- irnar sínar 18. júní án þess að hækka verðið nema í einn dag. Miðað við markaðshlutdeild og bensínnotkun í fyrra má áætla að tap þess á bensín- sölunni dag hvern síðan – fyrir utan 23. júní – hafi numið um 1,5 millj- ónum króna. Líklegt er að N1 þurfi að hækka verðið í næstu viku. »10 Bensínlítrinn hækkaði um 12,50 krónur hjá Skeljungi  BEIÐNUM til hjálparsamtaka um aðstoð með mat, lyf, lækn- iskostnað, fatnað og aðrar þarfir, t.d. er varða skólagöngu barna, hefur fjölgað gríðarlega. Mest áberandi er fjölgunin í hópi er- lendra verkamanna, sem eiga hvergi höfði að halla eða kunna einfaldlega ekki á kerfið. Þeim fjölgar þó einnig „venjulegu fjöl- skyldunum“ sem í fyrsta sinn leita eftir aðstoð, sem þær héldu að þær myndu aldrei þurfa á að halda. »8 Beiðnum til hjálparsamtaka hefur fjölgað gríðarlega Framsækinn háskóli lægri leiga Á Bifröst hefur leiga á stúdentagörðum verið lækkuð um 20% í því skyni að bæta kjör íslenskra háskólanema. Bifröst er framsækinn háskóli sem leggur áherslu á þarfir og aðstöðu nemenda sinna. Sjá nánar á bifrost.is. stúdentagarðar á bifröst E N N E M M / S ÍA / N M 3 8 3 17 umsóknar-fresturertil10. júlí

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.