Morgunblaðið - 01.07.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.07.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 2009 Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Verð kr. 39.990 Netverð á mann. Flugsæti báðar leiðir með sköttum. Sértilboð 26. júní. Ath. aðeins örfá sæti á þessu sértilboði. Verð kr. 19.990 Netverð á mann. Flugsæti aðra leið með sköttum (KEF-BCN). Sértilboð 26. júní. Ath. aðeins örfá sæti á þessu sértilboði. Allra síðustu sætin! Barcelona 26. júní frá kr. 19.990 Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Heimsferðir bjóða frábær sértilboð á flugi til Barcelona 26. júní. Gríptu þetta frábæra tækifæri og njóttu þín í borginni sem býður frábært mannlíf og fjölbreytni í menn- ingu, afþreyingu að ógleymdu fjörugu strandlífi og endalausu úrvali veitingastaða og verslana. Eftir Andra Karl andri@mbl.is „ÞAÐ LIGGUR fyrir að Norður- löndin lána okkur ekki nema við ljúkum þessu máli. Lánafyrir- greiðsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) hangir á þessu máli. Efna- hagslegar afleiðingar eru því aug- ljósar,“ sagði fulltrúi úr íslensku Icesave-samninganefndinni eftir fund með fjölmiðlum í gær. Á fund- inum kynntu forsætisráðherra, fjár- málaráðherra og viðskiptaráðherra frumvarp um ríkisábyrgð vegna Ice- save-skuldanna. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra sagðist sjálf hafa óbilandi trú á því að meirihluti sé fyrir frum- varpinu á þinginu. „Það hvarflar ekki að mér að þetta verði fellt, ég hef fulla trú á því að þetta verði samþykkt.“ Spurð út í hvaða staða komi upp verði því hafnað sagði Jó- hanna: „Ef það kemur einhver slík spurning upp þá svörum við henni þegar þar að kemur.“ Hún bætti við að hún teldi sig ekki þurfa varaáætl- un. Við kynningu sína á frumvarpinu sagði Jóhanna að sér væri til efs að nokkurn tíma hefði trúnaði verið af- létt af eins mörgum skjölum í tengslum við einstakt mál. Hún sagði það til marks um að rík- isstjórnin leggi gríðarlega áherslu á að öll gögn verði opinberuð þannig að allir hafi kost á því að kynna sér Icesave-málið til hlítar. „Það er sannfæring mín að þegar farið hefur verið yfir þessi gögn muni það sýna að ríkisstjórninni var nauðugur einn kostur að gera þessa samninga. Það var ekki hægt að víkjast undan því.“ „Menn voru búnir að kyngja“ Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra sagði síðar að sjá mætti á gögnunum að aðrar leiðir en samningsleiðin voru lokaðar. Ekki aðeins það heldur hafi þær verið lokaðar síðan í nóvembermán- uði, mánuði eftir að bankakerfið ís- lenska – og þar með Icesave – hrundi. „Menn voru búnir að kyngja þeirri niðurstöðu að það væri ekki önnur lausn í boði en samn- ingalausn, pólitísk lausn,“ sagði Steingrímur og bætti við að dóm- stólaleiðin hefði endanlega lokast 7. janúar þegar frestur rann út til að stefna breskum stjórnvöldum vegna aðgerða þeirra. Hann sagði betri samning vera eina annan möguleikann, ef menn tryðu því þá að betri samning væri hægt að fá. Sjálfur benti ráðherrann á að samningurinn væri mun betri en sá sem stefndi í hjá fyrri rík- isstjórn. Ráðherrann tók svo fram að ekki væri hægt að gera mun á Lands- bankanum í London og Húsavík, enda hefði bankinn safnað inn á inn- lánsreikninga Icesave í gegnum útibú sitt en ekki dótturfélag. Hann sagði það svo vekja sérstaklega at- hygli að í maí 2008 hefði Lands- bankinn byrjað með Icesave í Hol- landi og fram að hruni hefði tekist að safna 1,67 milljörðum evra. Eina lausnin í boði  Fjármálaráðherra segir aðrar leiðir í Icesave-málinu hafa lokast í nóvember  Dómstólaleiðin endanlega í janúar SAMNINGAFERLIÐ vegna Icesave-skuldanna hefur tekið tæpa níu mán- uði. Fengnir hafa verið innlendir og erlendir sérfræðingar að málinu. Á fundinum í gær kom fram að samninganefndin hefði reynt sitt allra besta til að fá sem hagstæðastan samning. Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, sagði því fara fjarri að Ísland réði ekki við þessar skuldbindingar. Samkvæmt varfærnu mati eigi eignir Landsbankans að duga fyrir þremur fjórðu hlutum höfuðstólsins. Líklega standi eftir einn milljarður evra í höfuðstól og svo bætist við einn millj- arður að auki í vexti. Gjaldeyristekjur séu hins vegar um fimm milljarðar evra ár hvert og hafi aukist á undanförnum árum. Ráðum vel við skuldbindingarnar Morgunblaðið/Heiddi Kynning Gylfi Magnússon, Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon svöruðu spurningum fjölmiðla. Ekkert plan B www.mbl.is/sjonvarp mbl.is | SJÓNVARP FRÉTTASKÝRING Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is RÍKISSTJÓRNIN áætlar að höfuð- stóll Icesave-skuldarinnar, að teknu tilliti til vaxta, verði á bilinu 309 til 521 milljarður króna þegar íslenska ríkið tekur yfir ábyrgð á greiðslu lána vegna hennar árið 2016, eða eftir sjö ár. Þetta kemur fram í frumvarpi hennar til laga um ríkisábyrgð vegna skuldbindinganna. Upphæðin fer eft- ir því hversu mikið fæst upp í skuld- ina af eignum gamla Landsbankans. Besta áætlaða niðurstaða miðar við að 90 prósent endurheimtist af for- gangskröfum í bú hans, en sú versta við að 60 prósent fáist. Í frumvarpinu er því einnig haldið fram að núvirtar skuldbindingar vegna Icesave-lánanna séu um fjórð- ungur af skuldum ríkissjóðs, alls 373 milljarðar króna, þegar frá eru talin lán sem tengjast fyrirgreiðslu Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) og Norðurlandanna. Aðrar stórar skuld- ir ríkissjóðs eru vegna innlendra skuldabréfa (471 milljarður króna), erlend lán til að styrkja gjaldeyris- varaforða Seðlabankans (315 millj- arðar króna) og skuldir vegna tap- aðra veðlána Seðlabankans (296 milljarðar króna) sem ríkissjóður tók yfir. Alls eru skuldir ríkissjóðs án lána IMF og Norðurlandanna sagðar 1.455 milljarðar króna, sem er 102 prósent af vergri landsframleiðslu. Þá er eftir að taka með endurfjármögn- un nýju bankanna, en sá kostnaður er áætlaður 385 milljarðar króna. Ítrekaðar yfirlýsingar Í frumvarpinu er harmsaga Ice- save-málsins rakin nokkuð ítarlega frá stofnun útibúanna í Bretlandi og Hollandi og að samningaviðræðum við yfirvöld landanna tveggja um lausn á deilunni. Þar kemur meðal annars fram að íslenska viðskipta- ráðuneytið, sem þá var stýrt af Björg- vini G. Sigurðssyni, hafi tvívegis, þann 20. ágúst og 5. október 2008, sent bréf til breska fjármálaráðu- neytisins þar sem ítrekað var að ís- lensk stjórnvöld myndu standa við skuldbindingar sínar gagnvart þar- lendum innstæðueigendum. Í síðara bréfinu stendur orðrétt að „ef þörf krefur mun íslenska ríkisstjórnin styðja Tryggingasjóð innstæðueig- enda og fjárfesta við öflun nauðsyn- legs fjár til að sjóðurinn geti uppfyllt kröfur um lágmarkstryggingu, ef svo færi að Landsbankinn og útibú hans í Bretlandi gætu ekki staðið við skuld- bindingar sínar.“ Auk þess er minnst á frægt símtal Árna M. Mathiesen, þáverandi fjármálaráðherra, við starfsbróður sinn, Alistair Darling, þar sem Ární vísar í ofangreint bréf viðskiptaráðuneytisins. Þá er einnig rifjuð upp yfirlýsing Geirs H. Haarde frá 8. október þess efnis að ríkissjóð- ur muni styðja tryggingasjóðinn við öflun fjár til að standa við skuldbind- ingar hans. Icesave-skuld ríkisins 309 til 521 milljarður Frumvarp um ríkisábyrgð lagt fram Í frumvarpi vegna ríkisábyrgðar á Icesave-skuld er áætlað hver höf- uðstóll hennar verður þegar ríkið byrjar að greiða af henni. Þá eru yfirlýsingar ráðamanna um skuldbindingar Íslands raktar. Í FRUMVARPINU er rakið að til- raun hafi verið gerð á fundi í ráð- herraráði Evrópusambandsins, (ESB) skipuðu fjármálaráðherrum, þann 4. nóvember í fyrra til að ná samkomulagi um að leggja Icesave- deiluna í gerðardóm. Árni M. Mat- hiesen, þáverandi fjármálaráðherra, sat fundinn fyrir hönd íslenska rík- isins. Í kafla frumvarpsins sem kallast Dómstólaleiðin er það rakið að sam- komulag hafi náðst á þessum fundi um að skipa gerðardóm með fulltrú- um tilnefndum af ráðherraráði ESB, Framkvæmdastjórn ESB, Eftirlits- stofnun EFTA (ESA) og EFTA (sem væri tilnefndur af Íslandi) og Seðlabanka Evrópu. Árni samþykkti þessa niðurstöðu fyrir hönd Íslands. Hann hafði ekki umboð frá Alþingi til þess. Samkvæmt frumvarpinu kom síð- ar í ljós að umboð gerðardómsins átti að vera mjög víðtækt og að honum var ætl- aður afar skamm- ur tími til að kom- ast að niðurstöðu sem átti auk þess að vera bindandi. Ríkisstjórn Ís- lands mat stöðuna þá svo að Ísland gæti ekki fallist á þessa máls- meðferð. Gerðardómurinn kom samt sem áður saman, án þess fulltrúa sem Ísland átti að skipa, og gaf sam- dóma álit eftir sólarhringsskoðun um að íslenska ríkinu bæri að ábyrgjast greiðslu lágmarkstrygg- inga innstæðueigenda ef eignir Tryggingasjóðsins dygðu ekki til þess. Ísland hefur ekki viðurkennt þessa niðurstöðu. Í nóvember voru þrír lagaprófess- orar; Björg Thorarensen, Stefán Már Stefánsson og Viðar Már Matt- híasson, fengnir til að veita ráðgjöf um hugsanlega aðila sem gætu úr- skurðað í deilunni. Niðurstaða þeirra var sú að þrennur vettvangur kæmi helst til greina. Í fyrsta lagi dómstólar Evrópu- bandalaganna (EB), en dregið var í efa að heimilt væri samkvæmt ís- lenskri stjórnarskrá að nýta það ákvæði sem heimilaði slíka leið. Í annan stað kom EFTA-dómstóllinn til greina, en dómur í slíku máli myndi einungis slá því föstu hvort Ísland hefði brotið gegn EES- samningnum en ekki kveða upp dóm um bótaskyldu. Loks voru kannaðir gerðardómar og aðrir úrskurðarað- ilar. Þá þyrftu allir aðilar málsins að koma sér saman um þá leið, en það hefur reynst ómögulegt. Árni M. Mathiesen samþykkti að setja Icesave í gerðardóm Gerðardómur úrskurðaði samdóma um ábyrgð Íslands Árni M. Mathiesen Mikið hefur verið rætt um svo- kallað friðhelgisákvæði í lána- samningum Íslendinga við Breta og Hollendinga vegna Ice- save. Það hefur verið túlkað á þann veg að löndunum tveimur sé kleift að gera fjárnám í eign- um íslenska ríkisins ef það stendur ekki við samninginn. Í frumvarpinu segir að ákvæði sem þetta sé föst venja í lána- samningum milli ríkja og að dæmi um slíkt sé að finna í MTN lánaramma ríkissjóðs „en síðustu ár hafa flest erlend lán ríkissjóðs verið tekin á grund- velli þess samnings.“ Ákvæðið er sagt hafa engin áhrif á innan- landsrétt og það feli því ekki í sér sjálfstæðar heimildir til handa lánveitendum að ganga að eignum íslenska ríkisins á Ís- landi, einungis erlendis en hluti þeirra eigna sé þó einnig var- inn. Friðhelgisákvæðið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.