Morgunblaðið - 01.07.2009, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 01.07.2009, Blaðsíða 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 2009 Kanaríflakkarar 2009 Síðasta Kanaríhátíð í Árnesi Gnúpverjahreppi, 3.-5. júlí Harmonikkuball föstudagskvöld, húllumhæ. Hljómsveit Ingvars Hólmgeirssonar, Siggi Hannesar. Söngvari: Þorvaldur Skaptason. Laugardagur: Skoðunarferð um Þjórsárdal kl. 12.00 með leiðsögumanni. Bókun í síma 861 2645, 894 6167 og 898 5256. Hátíðarhlaðborð að hætti Begga kl. 19.00. Hinn frábæri Árni Johnsen skemmtir matargestum. Leynigestur – Lukkumiðar – Glæsilegir vinningar. Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar kl. 23.00. Mætum öll í síðustu Kanaríhátíð í Árnesi. Kanaríflakkarar Skil Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn „Senda inn efni“ veljið „Senda inn minningargrein“ þar sem fram koma nánari leiðbeiningar. Skilafrestur Minningargrein sem á að birta á útfarardegi verður að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Birting getur dregist þó greinin berist innan skilafrests þar sem pláss er takmarkað. Sami skilafrestur er á greinum vegna útfarar í kyrr- þey. Allar greinar birtast jafnframt á vefnum www.mbl.is/minningar Lengd Hámark 3.000 slög. Engin lengdarmörk eru á greinum sem birtast á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, „Hinstu kveðju“, 5–15 línur. Formáli Nánustu aðstandendur skulu rita formála og senda inn, skv. leið- beiningum á mbl.is Undirskrift Minningargreinahöfundar noti skírnarnöfn sín undir greinunum. Minningargreinar og skil Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skoðið leiðbeiningar á mbl.is Kringlunni • Simi 568 1822 og Smáralind • sími 564 1822 www.polarnopyret.is Útsalan er hafin í Kringlunni og Smáralind Bonito ehf. Friendtex, Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími 568 2870 – www.friendtex.is ÚTSALA Opið mán.-fös. frá kl. 11.00-18.00 laugardaga frá kl. 11.00-16.00 Nú er bara hægt að gera góð kaup Mikið úrval af eldri fatnaði á 1.000 og 2.000 kr. Sumarvörurnar frá LÍN DESIGN eru komnar Full búð af íslenskri hönnun. Allt að 30% kynningarafsláttur af völdum rúmfatnaði. Lín Design Laugavegi 176, gamla sjónvarpshúsið. Sími 533 2220 www.lindesign.is HREIN SNILLD Drjúgt, fjölhæft og þægilegt... Gott á: gler plast teppi flísar stein ryðfrítt stál fatnað áklæði tölvuskjái omfl. ATH. frábært á rauðvínsbletti og tússtöflur S. 544 5466 • www.kemi.is • kemi@kemi.is Laugaveg 53 • sími 552 3737 Opið virka daga 10-18 • laug. 10-17 Útsalan hefst í dag 20-70% afsláttur EFNAHAGSLÍFIÐ og áhrif þess á velferðarmálin voru í brennidepli á tveggja daga fundi norrænu félags- og heilbrigðisráðherranna í Reykja- vík sem lauk í gær. Stöðunni á Íslandi var gefinn sér- stakur gaumur í umræðunum því enda þótt kreppan skeki allan heim- inn gerir hún það „hvergi eins hrika- lega og á okkar landi,“ að sögn Ög- mundar Jónassonar heilbrigðis- ráðherra. Á fundinum deildu ráð- herrar Svíþjóðar og Finnlands reynslu sinna þjóða frá kreppunni á 10. áratugnum og bentu á ýmis víti til varnaðar enda eimir þar enn eftir af afleiðingum kreppunnar. Við lok fundarins lögðu norrænu ráðherrarnir áherslu á að efla enn frekar samstarf þjóðanna á milli, m.a. að kanna nánara samstarf í lyfjamálum s.s. með samræmingu rafrænna lyfseðla á milli landanna. Eitt stærsta verkefnið sem nú blasir við í velferðarmálum, ekki síst á Íslandi, er að draga úr atvinnu- leysi, fyrirbyggja langtímaatvinnu- leysi og styrkja velferðarkerfið. Í því sambandi benti Árni Páll Árnason heilbrigðisráðherra m.a. á að vegna stöðu ríkisfjármála hefðu Íslending- ar ekki tök á að beita sömu aðferðum til að berjast gegn atvinnuleysi og nágrannaþjóðirnar, með innspýtingu í opinberum framkvæmdum. Eftir sem áður væri það forgangs- atriði að styrkja velferðarmál með norrænu samstarfi. „Sú samfélags- gerð sem byggð hefur verið upp á Norðurlöndum er sú samfélagsgerð sem best hefur reynst fallin til þess að tryggja í senn efnahagslega vel- megun og félagslegt réttlæti.“ Norrænir ráðherrar snú- ast til varnar velferðinni Samstarf Norður- landa verði enn nánara í kreppunni Morgunblaðið/Golli Ráðherrar Árni Páll Árnason og Ögmundur Jónasson buðu til fundarins og sóttu hann fimm heilbrigðis- og félagsmálaráðherrar frá Norðurlöndunum. TOLLAR á íslenskum iðnaðarvörum og sjávarafurðum sem fluttar eru til Kanada falla niður í dag, með gild- istöku fríverslunarsamnings EFTA- ríkjanna við landið. Samhliða þeim samningi tekur gildi sérstakur tví- hliða samningur Íslands og Kanada um niðurfellingu tolla á ýmsum land- búnaðarvörum. Að sögn Bergþórs Magnússonar, lögfræðings hjá utanríkisráðuneyt- inu, er þessi samningur EFTA við Kanada einn mikilvægasti fríversl- unarsamningur sem Ísland hefur orðið aðili að, að frátöldum EES- samningnum og fríverslunarsamn- ingi við Færeyjar. Kanada er stórt viðskiptaland Íslands. Af sjávarafurðum sem fluttar eru í nokkru magni til Kanada má nefna humar, rækju, ufsa, síld og loðnu. Þá er flutt þangað nokkuð af vélum, kís- iljárni og tækjabúnaði og af landbún- aðarvörum sem þangað eru seldar má einna helst nefna lambakjöt og skyr, sem njóta tollfríðinda frá og með deginum í dag. onundur@mbl.is Fríverslun við Kanada tekur gildi Mjög mikilvægur frí- verslunarsamningur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.