Morgunblaðið - 01.07.2009, Page 10

Morgunblaðið - 01.07.2009, Page 10
Á fimmtudag Fremur hæg suðlæg átt eða hafgola. Yfirleitt léttskýjað á Norður- og Austurlandi, annars lítilsháttar rigning með köflum. Hiti 12 til 22 stig, hlýjast norð- austantil. Á föstudag Austlæg átt með vætu um austanvert landið, annars þurrt að kalla og víða bjart. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast í innsveitum á Suður- og Vesturlandi. Á laugardag, sunnudag og mánudag Austlæg átt og rigning með köflum um sunnanvert landið, annars úrkomulítið. Hiti breyt- ist lítið. 10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 2009 Lamisil Once 1% húðlausn inniheldur 10 mg af terbínafíni (sem hýdróklóríð). Lamisil Once er einskammta meðferð við fótsvepp (tinea pedis).Ekki má nota Lamisil Once ef til staðar er ofnæmi fyrir terbínafíni eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins. Lamisil Once er eingöngu ætlað til útvortis notkunar. Lyfið er eingöngu ætlað til húðmeðferðar á fótum. Lamisil Once á ekki að nota á meðgöngu nema brýna nauðsyn beri til. Konur með barn á brjósti eiga ekki að nota Lamisil Once. Börn og unglingar undir 18 ára aldri eiga ekki að nota lyfið þar sem reynslu skortir af slíkri notkun. Lyfið á einungis að bera á einu sinni. Best er að bera Lamisil Once á húðina eftir sturtu eða bað. Lyfið verður að bera á báða fætur, jafnvel þótt einkenni sjáist einungis á öðrum fæti. Þetta tryggir eyðingu sveppsins. Hann getur leynst víðar á fótum þótt ekki sjáist nein merki um hann. Lamisil Once er mild lausn og ertir sjaldnast húðina. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið vandlega leiðbeiningarnar sem fylgja hverri pakkningu. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ. Drepur fótsveppinn - þarf aðeins að bera á einu sinni ½½ Notaðu alla Lamisil Once® túpuna á báða fæturna til að forðast að sýkingin taki sig upp á ný Berðu Lamisil Once® á: á milli tánna, bæði undir þær og ofan á bæði á iljar og jarka 24h Til að ná sem bestum árangri skal ekki þvo fæturna í sólarhring 1 32 Jón Bjarnason landbúnaðar- ogsjávarútvegsráðherra hefur áhyggjur af að Morgunblaðinu tak- ist að rugla þjóðina í ríminu, ef marka má grein hans hér í blaðinu í gær. Blaðinu varð það á í leiðara að minna ráðherrann á gildi frjálsra milliríkjaviðskipta með landbún- aðarvörur eins og aðrar vörur.     Jón skrifar: „Þaðer slæmt að svo þungbært högg sem núverandi kreppa er dugi Morgunblaðinu ekki til að skilja að þegar allt kemur til alls skipta sjávarútvegurinn og land- búnaðurinn þjóðina svo miklu máli.“     Morgunblaðið skilur vel mik-ilvægi beggja þessara greina – og telur að báðar eigi að búa við sem frjálsast viðskiptaumhverfi, þannig að þær taki þátt í alþjóðlegri sam- keppni.     Á samningafundum Heims-viðskiptastofnunarinnar á undanförnum árum hefur verið furðulegur tvískinnungur í málflutn- ingi íslenzku sendinefndarinnar.     Annars vegar berst Ísland gegntollum á fisk og ríkisstyrkjum til sjávarútvegs – af því að við viljum að sjávarafurðirnar okkar séu sam- keppnisfærar á alþjóðamörkuðum.     Hins vegar heimtar Ísland aðháum tollum á búvörur verði viðhaldið, svo og ríkisstyrkjum til landbúnaðar – af því að við viljum ekki að landbúnaðarvörur annarra séu samkeppnisfærar á okkar mark- aði.     Í sjávarútvegs- og landbúnaðar-ráðherranum koma saman í ein- um manni fulltrúar beggja þessara stefna! Getur verið að það rugli þjóð- ina í ríminu? Jón Bjarnason Rugl í ríminu Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 15 skýjað Lúxemborg 28 léttskýjað Algarve 25 léttskýjað Bolungarvík 12 rigning Brussel 28 léttskýjað Madríd 34 léttskýjað Akureyri 13 skýjað Dublin 20 skýjað Barcelona 28 léttskýjað Egilsstaðir 19 léttskýjað Glasgow 23 skýjað Mallorca 29 heiðskírt Kirkjubæjarkl. 14 alskýjað London 26 heiðskírt Róm 28 léttskýjað Nuuk 4 skúrir París 30 heiðskírt Aþena 27 léttskýjað Þórshöfn 19 heiðskírt Amsterdam 25 léttskýjað Winnipeg 17 léttskýjað Ósló 27 heiðskírt Hamborg 25 léttskýjað Montreal 24 skýjað Kaupmannahöfn 26 léttskýjað Berlín 27 léttskýjað New York 28 heiðskírt Stokkhólmur 25 heiðskírt Vín 28 léttskýjað Chicago 19 alskýjað Helsinki 20 heiðskírt Moskva 19 léttskýjað Orlando 24 þrumuveður Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 1. júlí Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 1.06 3,1 7.23 1,1 13.49 3,1 20.08 1,2 3:07 23:58 ÍSAFJÖRÐUR 3.06 1,8 9.32 0,7 16.07 1,8 22.22 0,8 1:37 25:37 SIGLUFJÖRÐUR 5.38 1,1 11.48 0,4 18.10 1,1 1:20 25:20 DJÚPIVOGUR 4.10 0,8 10.45 1,9 17.10 0,8 23.09 1,6 2:23 23:40 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðlæg átt, 3-10 m/s. Bjart- viðri á Norður- og Austurlandi, rigning eða súld á Suðaustur- landi, annars skýjað en úr- komulítið. Hiti 10 til 22 stig, hlýjast í innsveitum norðaust- anlands. Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur gag@mbl.is Í RÍKISKASSANUM gætu legið ríflega 235 millj- ónum krónum meira vegna hærri gjalda á bensíni, hefðu yfirvöld túlkað ný gjöld á eldsneyti með sama hætti og olíufélögin. Forsendurnar eru að þjóðin noti nú sama magn eldsneytis og hún gerði í fyrra, eða 209.552.534 lítra yfir árið. Olíufélögin voru gerð afturreka með tíu króna hækkun á bensínlítrann sem þau lögðu á 29. maí, daginn eftir að ríkisstjórnin tilkynnti um hærri álögur. Þeim er gert að setja hækkunina á nýjar birgðir og hefur hún ekki enn hækkað bensínverð, fyrir utan að Olís hækkaði verðið um 12,5 krónur, sem nemur hækkuninni og virðisaukaskatti ofan á hana, í einn dag, þann 23. júní. Olíuverslunin kláraði gömlu birgðirnar 18. júní og hefur, sé reiknað út frá bensínnotkuninni í fyrra og rúmlega 26% markaðs- hlutdeild, tapað um 1,5 milljónum króna á dag. Samúel Guðmundsson, framkvæmdastjóri vöru- stýringarsviðs Olís, vill hvorki hrekja né staðfesta upphæðina en segir ljóst að sú ákvörðun félagsins að bjóða viðskiptavinum sínum samkeppnishæft verð á við hin olíufélögin kosti drjúgan skilding. „Viðskiptavinir okkar geta áfram treyst því að fá hjá okkur samkeppnishæft verð og góða þjónustu,“ svarar hann spurður hve lengi Olís haldi út. Már Erlingsson, innkaupastjóri Skeljungs, segir hins vegar að Skeljungur hafi ekki getað haldið lengur út. Bensínlítrinn hækkaði um 12,5 krónur í gær. Verði Orkunnar verði haldið niðri. Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, segir að birgðastaðan sé ágæt og framhaldið fari eftir eftir- spurninni. „Við munum reyna að þrauka fram yfir næstu helgi – stærstu ferðahelgi sumarsins.“ Bíleigendur héldu 235 milljónum  Skeljungur hækkar  N1 reiknar með gamla verðinu fram yfir helgi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.