Morgunblaðið - 01.07.2009, Page 12

Morgunblaðið - 01.07.2009, Page 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is „ÞVÍ er ekki að leyna að við höfum miklar áhyggjur af því að verk- efnaskortur verði mikið vandamál frá haustmánuðum. Það er raunveruleg hætta á því að verkefni verði lítil sem engin fyrir verkfræðistofur í landinu á síðari hluta ársins ef ekkert verður að gert,“ segir Magnús Baldursson, framkvæmdastjóri Félags ráð- gjafaverkfræðinga. Samtök iðnaðarins, Samtök at- vinnulífsins og forsvarsmenn fyr- irtækja í tækni- og iðngreinum hafa viðrað áhyggjur sínar við stjórnvöld, m.a. í viðræðum um stöðugleikasátt- mála, af því að verkefnastaða fyr- irtækja með þúsundir starfsmanna geti snarversnað á næstu mánuðum. Þetta á ekki síst við um verk- fræðistofur og aðra þá sem annast undirbúning framkvæmda, svo sem skipulagsvinnu fyrir sveitarfélög og hönnun vega. Á milli 3-4.000 verk- og tæknifræðingar eru skráðir í stétt- arfélag og regnhlífarsamtök hér á landi. Vegagerðin hefur ákveðið að skera niður útboð á þessu ári, umfram þau 12 sem þegar hafa farið fram. Þá ríkir óvissa um framhald verkefna á vegum sveitarfélaga þar sem fyrir- sjáanlegt er að þau þurfa að skera nið- ur og eftir atvikum fresta verkefnum. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði og formaður Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, segir vinnu marga sveitarfélaga við aðalskipulag ljúka á þessu ári. Upphaflega var áætlað að sveitarfélög myndu ljúka gerð aðalskipulags á síðasta ári en mörg þeirra eru enn að vinna að því, í samstarfi við verkfræðistofur og sjálf- stætt starfandi sérfræðinga. Halda þekkingu í landinu Halldór segir áherslu sveitarfélaga vera þá að verja grunnþjónustuna, þ.e. skólastarfið og félagsþjónustu. „Þetta kann að hljóma einfalt og sjálfsagt markmið. En í þessu felst að önnur verkefni, þar á meðal fjárfestingar vegna t.d. skipulagsvinnu, eru skorin niður eða þeim frestað. Ég hef heyrt af áhyggjum margra í þessari gríð- arlegu mikilvægu starfsstétt sem tækni- og sérfræðimenntað fólk er hluti af. Því miður verður nið- urskurður hins opinbera eflaust sárs- aukamikill fyrir þennan hóp, en það verður að búa þannig um hnútana að þekkingin fari ekki í stórum stíl úr landi.“ Þorbergur Karlsson, stjórnar- formaður VSÓ-ráðgjafar, segir hætt- una á því að „verkefnaskúffan tæmist“ vera fyrir hendi. „Við höfum orðið var- ir við það að stofnanir og sveitarfélög hafa verið að loka á það að úthýsa verkefnum og reynt þá frekar að vinna þau með eigin starfsmönnum. Þetta er ekki algilt, en óneitanlega kemur þetta illa við okkar geira. Það er nauðsynlegt í þessu samhengi að framtíðaráform sveitarfélaganna og hins opinbera, yfir næstu ár, verði ljós.“ Verkfræðistofur hafa á undan- förnum mánuðum, allt frá bankahruni, lagt mikið upp úr því að afla verkefna erlendis. Sérstaklega hafa stofur horft til Noregs og Kanada. A.m.k. á annan tug verkfræðinga eru að störfum í þessum löndum, samkvæmt upplýs- ingum frá Verkfræðingafélagi Ís- lands. Nokkurn tíma getur þó tekið að komast inn á erlenda markaði og taka þátt í útboðum vegna verkefna þar. Byggja þarf upp markaðsþekkingu áður en hægt er að sinna verkefnum. Hætta á að skúffan tæmist Morgunblaðið/Ómar Byggingar Vaxandi áhyggjur eru vegna erfiðrar stöðu á fasteignamarkaði.  Stjórnarformaður VSÓ-ráðgjafar segir raunverulega hættu á því að „verkefnaskúffan“ fyrir iðn- og verkfræðigeirann tæmist  Nauðsynlegt er að efla fasteignamarkaðinn með öllum tiltækum ráðum Verkfræðistofur sjá fram á erfiða tíma næstu mánuði vegna fyrir- sjáanlegs skorts á verkefnum. Það þarf að koma í veg fyrir að þekking fari í stórum stíl úr landi, segir Halldór Halldórsson. Byggingaverkfræði 3 11 24 31 52 64 68 69 Vélaverkfræði 6 14 20 24 36 40 38 38 Rafmagnsverkfræði 4 7 14 17 21 22 25 23 Efnaverkfræði 1 1 3 1 2 Matvælaverkfræði 1 1 Iðnaðar-,kerfis- og rekstrarverkfræði 6 68 57 63 66 65 78 81 Arkitekt 11 24 35 63 132 141 131 130 Innanhúsarkitekt 8 15 17 30 39 38 39 36 Landslagsarkitekt 1 8 11 8 10 11 Skipulagsarkitekt 1 1 1 1 1 1 Húsgagnaarkitekt 2 2 2 2 2 2 2 2 Byggingatæknifræði 4 12 27 37 62 68 78 78 Dagsetning: okt. nóv. des. jan. feb. mar. apr. maí 2008 2008 2008 2009 2009 2009 2009 2009 Fjöldi atvinnulausra eftir stéttum „Eitt af því sem verður að gera, til þess að efla fjárfestingu í landinu, er að koma meira lífi í fast- eignamarkaðinn,“ segir Þorbergur Karlsson, stjórnarformaður VSÓ- ráðgjafar. Hann segir vandamálin á fast- eignamarkaðnum vera mikil, eftir offjárfestingu víða. Hins vegar sé nauðsynlegt að grípa til aðgerða sem líklegar eru til þess að efla tiltrú þeirra sem eiga viðskipti á fasteignamarkaði. „Ég tel eina áhrifaríkustu leiðina til þess að efla efnahag landsins vera að út- færa nákvæmlega leiðir til þess að efla fjárfestingu á fasteignamark- aði. Bein störf er tengjast þeim markaði skipta þúsundum en það eru ekki síst óbeinu áhrifin sem horfa þarf til. Til framtíðar litið getur það verið mjög alvarlegt mál, fyrir næstum alla verslun í landinu, iðnað og sérfræðistörf, ef fasteignamarkaðurinn lifnar ekki við. Hann er svo gott sem frosinn í augnablikinu og erfitt að sjá að það breytist í bráð,“ segir Þor- bergur. Allt frá því í október, þegar bankakerfið hrundi, hafa atvinnu- horfur ýmissa stétta er tengjast sérfræði- og iðngreinum versnað til muna, eins og sést á tölunum hér að ofan. Sérstaklega hafa stéttir sem tengjast fast- eignamarkaðnum farið illa út úr því. Arkitektar hvað verst, en í heild voru um 180 arkitektar at- vinnulausir í lok maí samkvæmt tölum frá Vinnumálastofnun. Líf þarf að komast í fasteignamarkaðinn Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is TÆKNILEGIR erfiðleikar og uppákomur urðu þess valdandi að jarðvarmavirkjun HS Orku í Svartsengi tók meiri orku upp úr jörðinni á síðasta ári en gert var ráð fyrir samkvæmt forsendum starfsleyfis. Þetta varð hins vegar ekki til þess að orkuverið skilaði frá sér meira rafmagni en leyfið gerði ráð fyrir. Þetta segir Jón Júl- íusson, forstjóri HS Orku. Ekki hafi því verið um að ræða orkusölu í leyfisleysi. 26% aukning í orkunotkun Fyrirtækið hefur fengið frest til 15. júlí til að svara Orkustofnun (OS) um ástæður þess að orkunotk- unin jókst miklu meira en áætlanir gerðu ráð fyrir, eftir stækkun orku- versins um 30 megavött í byrjun síðasta árs. Samkvæmt skýrslu Vatnaskila fyrir árið 2008, sem OS vísaði til í bréfi sínu, var ráðgert að uppdæling orku myndi aukast um 3-7% við stækkun virkjunarinnar. Hins vegar jókst hún um 26% árið 2008, eða fimmtungi meira en gert var ráð fyrir. „Þetta er umfram þær forsendur sem lagðar voru til grundvallar leyfinu,“ segir Jón. „Við lentum í ákveðnum vandamálum með jarðsjó og svo hefur gufupúðinn ekki stað- ist alveg. Þetta er sambland af ýmsum þáttum,“ bætir hann við. Hann segir að fyrrnefnd aukning sé svokölluð hrávarmataka, það magn af gufu og jarðsjó sem dælt sé upp úr jörðinni. Sá massi hafi aukist umfram áætlanir. Niðurdæling tafðist á árinu Þá þarf fyrirtækið einnig að svara því hvort og þá hvers vegna affallslón virkjunarinnar séu stærri en heimilt er samkvæmt leyfi. Jón segir að niðurdæling hafi tafist nokkuð á síðasta ári en einnig þurfi að hafa það í huga að við slíka að- gerð þurfi menn að þreifa sig áfram. Ef farið sé of geyst í nið- urdælingu geti hún orðið til þess að kæla jarðhitasvæðið sem er verið að nýta. Hann leggur áherslu á að fyrrnefnd aukning í orkunotkun sé nefnd til lengri tíma litið, en OS telji ástæðu til að fá skýringar á þessu fráviki á síðasta ári. OS sendi afrit af bréfi sínu til Grindavíkurbæjar og Heilbrigð- iseftirlits Suðurnesja. Jón segir að unnið sé að greinargerð vegna þessa og að henni verði skilað tím- anlega, væntanlega fyrir vikulokin og fyrirspurnum OS þar svarað lið fyrir lið. HS Orka ekki selt raforku án leyfis  HS Orka hefur frest til 15. júlí að skýra of mikla orkunotkun fyrir Orkustofnun  Tæknilegir erfiðleikar ollu of mikilli varmatöku, segir Jón Júlíusson forstjóri Morgunblaðið/Brynjar Gauti Svartsengi Að sögn forstjórans voru tæknileg viðfangsefni þess valdandi að orkunotkunin jókst meira árið 2008 en leyfisveiting gerði ráð fyrir. Fyrirhuguð eigendaskipti að HS Orku myndu gera Geysi Green Energy og erlendan samstarfs- aðila þess, Magma Energy, að ráð- andi hluthöfum með 66% hlut. Á fimmtudag voru lögð fyrir bæj- arráð Reykjanesbæjar drög að samkomulagi bæjarins um sölu á 34,7 prósent hlut hans til þeirra. Greiða á þrettán milljarða króna fyrir hlutinn. Tæpir þrír milljarðar verða greiddir í reiðufé, sex millj- arðar króna með skuldabréfi til sjö ára, auk þess sem Reykjanesbær fær hlut GGE í HS Veitum. Magma er einnig talið áhuga- samt um að kaupa 15,6% hlut Orkuveitu Reykjavíkur í HS Orku. HS Orka á leið í hendur erlends fyrirtækis? STEFÁN B. Sigurðsson, nýr rektor Háskólans á Akureyri, tók í gær við lyklavöldum af forvera sínum, Þor- steini Gunnarssyni. Stefán tekur formlega til starfa í dag. Hann var forseti læknadeildar Háskóla Íslands en sagði upp pró- fessorsstöðu sinni. „Ég hefði getað sótt um launalaust leyfi og margir voru hissa á að ég skyldi segja upp stöðunni, en mér finnst það tákn- rænt; ég ætla heilshugar að hella mér út í þetta starf og ætla ekki að hafa varahjól fyrir sunnan,“ sagði Stefán við Morgunblaðið í gær. Hann á virðulegt forsetabréf, með innsigli Vigdísar Finnbogadóttur, frá því hann var skipaður í stöðu pró- fessors við HÍ. „Það er tákn gamalla tíma, þegar menn voru æviráðnir,“ sagði hann. „Mér er efst í huga þakklæti fyrir þessi 15 ár sem ég hef verið rektor,“ sagði Þorsteinn í gær. Vill ekki varahjól Glaðir Stefán B. Sigurðsson og Þor- steinn Gunnarsson við athöfnina. Sagði upp við HÍ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.