Morgunblaðið - 01.07.2009, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.07.2009, Blaðsíða 13
Fréttir 13INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 2009 FORSÆTISRÁÐHERRA hefur sett á fót starfshóp til endurskoðunar á upplýsingalögum. Starfshópnum er m.a. ætlað að skoða hvernig megi rýmka aðgengi almennings að upp- lýsingum í fórum stjórnvalda. Starfshópurinn skoði jafnframt hvort möguleiki sé á að víkka út gildissvið laganna, t.d. þannig að þau nái til einkaaðila, þ.e. hluta- félaga og sameignarfélaga sem eru alfarið í eign hins opinbera. Starfs- hópurinn taki mið af löggjöf í ná- grannalöndum og leiti eftir viðhorfi almennings og blaðamanna. Í starfshópnum sitja Trausti Fannar Valsson, lektor við Háskóla Íslands, Þórður Vilhjálmsson lög- fræðingur og Margrét Vala Krist- jánsdóttir, dósent við Háskólann í Reykjavík. Auki aðgang að upplýsingum STUTT FRIÐARHLAUPIÐ hringinn í kringum Ísland hefst í dag með opnunarathöfn í Laugardal kl 11. Þar mun Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra setja hlaupið á gervigrasvellinum. Því næst hlaupa fulltrúar ÍSÍ og UMFÍ ásamt 100 krökkum á leikj- anámskeiði og 30 manna al- þjóðlegu hlaupaliði frá 15 þjóð- löndum fyrsta spölinn í gegnum Laugardal. Friðarhlaupið (World Harmony Run) er alþjóðlegt kyndilboðhlaup og er tilgangur þess að efla frið, vináttu og skilning. Í ár verður hlaupið hringinn í kringum Ísland, 1.-16. júlí, en þá munu 30 hlaup- arar frá 15 þjóðlöndum hlaupa með Friðarkyndilinn. Talsmaður Friðarhlaupsins er nífaldur gull- verðlaunahafi Ólympíuleikanna, Carl Lewis. Meðal annarra sem stutt hafa hlaupið má nefna Nel- son Mandela og Móður Teresu. Friðarhlaupið hefst Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is HAFT hefur verið eftir Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra að Ice- save-samningarnir séu of flóknir fyrir þjóðaratkvæði. Í samtali við Morgun- blaðið segir hann hið rétta að hann telji vandkvæðum bundið að leggja fyrir skýra valkosti til að kjósa um, ekki að hann telji kjósendur ófæra um að mynda sér skoðun. „Ég hafna því algerlega að ég hafi tal- að niður til kjósenda með þessu,“ segir hann. Engu að síður virðist nokkur viðsnúningur hafa orðið hjá ráðherra, frá því að hann vildi þjóðaratkvæði um stóriðju á Austurlandi. Hinn ömurlegasti málflutningur „Ekki getur það verið vandinn að nokkrum manni í þessum sal, þingræðissinna, detti í hug að þjóðin sé ekki fullfær um að meta þetta mál sjálf og kjósa um það samhliða því að hún kýs sér þingmenn. Stundum heyrist að vísu einstaka hjáróma rödd um að sum mál séu svo flókin að þau henti ekki í þjóð- aratkvæði. Það er einhver allra ömurlegasti málflutningur sem ég heyri. Menn geta alveg eins haft ónefnd orð um gáfnafar þjóð- arinnar, og það ætla ég a.m.k. ekki að gera,“ sagði Steingrímur á Alþingi um fyrirhugað álver á Reyðarfirði, 4. mars 2003. Aðspurður segir Steingrímur að það mál hefði verið auðvelt að leggja í dóm þjóðar- innar. „Annað hvort vildirðu byggja álverið eða ekki. Icesave-vandinn verður hins vegar ekki úr sögunni ef við höfnum samningnum. Hvað tekur þá við? Þetta er mál af því tagi sem er mjög flókið að leggja fyrir. Ég verð að játa mig dálítið sigraðan í því hvernig ætti að leggja kostina fyrir kjósendur,“ segir hann. Hafin er undirskriftasöfnun á netinu til að skora á forseta Íslands að skrifa ekki undir lög um ríkisábyrgð vegna samninganna. Icesave erfitt í þjóðaratkvæði Var á allt öðru máli um stóriðju á Austurlandi Steingrímur J. Sigfússon Á borgarafundi í Iðnó í fyrradag, um Ice- save, sagðist Steingrímur hafa meiri áhyggjur af öðrum hlutum sem fást þyrfti við. Þar átti hann ekki síst við það verk- efni að ná jafnvægi í ríkisfjármálum og að fjármagna nýtt bankakerfi. Árið 2011 blasa hins vegar einnig við 200 milljarða króna gjalddagar á erlendum gjaldeyrisl- ánum. „Vissulega er þarna stór biti sem við munum þurfa að reyna að endurfjármagna og dreifa eitthvað. Ég held að öllum sé ljóst að það verður ekki auðvelt að borga það bara sisvona. Þetta er risavaxin súla árið 2011, sem slík, en það á að geta verið viðráðanlegt með þeim möguleikum sem við höfum til að dreifa því,“ segir hann. Risavaxinn gjalddagi 2011 ÞAU svör bárust frá embætti for- seta Íslands í gær að tekin yrði afstaða til beiðni frá sérstökum saksóknara, um aðstoð við að fá sjeikinn Al-Thani til yfirheyrslu, þegar og ef slík beiðni bærist. Embætti sérstaks saksóknara vinnur nú að því að boða sjeik Mohamed Bin Khalifa Al-Thani til yfirheyrslu í tengslum við rannsókn á hlutabréfakaupum hans í Kaup- þingi, en hann er bróðir emírsins af Katar. Grunur leikur á að um sýnd- arviðskipti hafi verið að ræða. Forsetinn var tvisvar á ferðinni í Katar á síðasta ári í opinberum er- indagjörðum. Emírinn af Katar er fjölkvænismaður og Sheikha Mozah sem er „aðal-eiginkona“ hans er góð vinkona Dorritar Moussaieff forsetafrúar. thorbjorn@mbl.is Aðstoðar forsetinn við rannsókn? Ólafur Ragnar Grímsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.