Morgunblaðið - 01.07.2009, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.07.2009, Blaðsíða 15
Fréttir 15INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 2009 SKRIFAÐ hefur verið undir sam- komulag milli Dalvíkurbyggðar og Símenntunarmiðstöðvar Eyja- fjarðar (SÍMEY) um rekstur náms- versins á Dalvík. Markmiðið með samningnum er að efla símenntun og bjóða upp á aðstöðu til fjarnáms fyrir einstaklinga og hópa. Ráðinn verður starfsmaður hjá SÍMEY í 50% starf við námsverið, en gert er ráð fyrir að það hlutfall geti vaxið vegna nýrra verkefna og/eða aukinnar starfsemi í náms- verinu. Námsverið er í Gamla skól- anum við Skíðabraut á Dalvík. Dal- víkurbyggð rekur húsnæðið og leggur til aðstöðu fyrir starfsmann. Samningur um námsver í Dalvík STUTT SENDINEFND forstjóra þróunar- miðstöðvar sjúkrahúsa í Shanghai í Kína og nokkurra forstjóra spít- alanna þar heimsótti Landspítalann í gær. Vildu Kínverjarnir kynna sér starfsemi háskólasjúkrahússins. Endurskipuleggja heilbrigðis- þjónustuna í Shanghai Skv. upplýsingum Landspítalans vinna Kínverjar að mótun svæð- isstjórnunar heilbrigðismála í Shanghai í tengslum við endur- skipulagningu heilbrigðisþjónust- unnar í Kína. Kínverska sendi- nefndin hafði áhuga á að kynna sér heilbrigðisþjónustu á Íslandi í heild en einkum stjórnun og skipulag spítalans, stefnumótun, gæða- stjórnun og árangursmælingar. Einnig kynntu þeir sér áform um byggingu nýs Landspítala. Að lok- inni kynningu á Landspítalanum í gær með fulltrúum framkvæmda- stjórnar spítalans skoðuðu gest- irnir frá Shanghai Barnaspítala Hringsins. Kínverjar kynntu sér skipulag Landspítala Heimsókn Kínversku forstjórarnir skoðuðu Barnaspítala Hringsins. GUÐRÚN Harðardóttir sagnfræð- ingur gengur með gestum um Nes- stofu á Seltjarnarnesi í dag kl. 15:30 og fjallar um byggingarsögu hússins. Nesstofa var byggð á ár- unum 1761-1767 sem embættisbú- staður landlæknis og er eitt af elstu húsum landsins. Hún er hluti af húsasafni Þjóðminjasafns Íslands og í umsjá Lækningaminjasafns Ís- lands. Guðrún er sérfræðingur í byggingarsögu á Þjóðminjasafni Ís- lands og tók virkan þátt í varð- veislu Nesstofu frá 2005 til 2008. Boðið er upp á leiðsagnir um Nes- stofu hvern miðvikudag kl. 15:30. Fjallar um bygging- arsögu Nesstofu BÆÐI fyrrverandi og núver- andi starfsmönnum Straums hefur boðist að kaupa tækja- búnað fyrirtækisins, sem ekki er lengur í notkun, gegn vægu gjaldi. Um og yfir tveggja ára gamlar borð- tölvur hafa verið seldar á um fjörutíu þúsund krónur, og álíka gamlir skjáir á allt niður í tutt- ugu þúsund krónur. Að sögn Georgs And- ersen, forstöðumanns sam- skiptasviðs Straums, er um að ræða fjörutíu vélar eða svo, sem flestar hafa verið afskrifaðar að fullu eða stóru leyti. Söluverðið hafi verið bókfært verð þeirra eða hærra. „Okkur fannst eðlilegt að bjóða starfsfólki þennan búnað til sölu frek- ar en að láta hann grotna niður í kjall- aranum,“ segir hann. „Yfirleitt er það fólkið sem hefur verið að vinna við tölvuna sem keypti, og við töldum rétt að starfsfólk hefði forgang.“ Georg segir einnig eitthvað hafa verið selt af stólum, en mikið af hús- næði fyrirtækisins sé nú leigt út með húsgögnum. Hjá Straumi störfuðu um 350 manns en nú starfa þar um 70 manns. halldorath@mbl.is Gamlar tölvur á vægu verði Straumur  Starfsmönnum Straums býðst að kaupa ónýttan tækja- búnað fyrirtækisins  Rétt að bjóða starfsfólki fyrst ATTAC eru alþjóðasamtök sem m.a. berjast gegn spilltu fjármálakerfi og hnattvæðingu. Samtökin eru með deildir í um 50 löndum og er Ísland að bætast í þeirra hóp. Árni Daníel Júlíusson einn talsmanna samtak- anna segir þau ekki andstæðinga hnattvæðingar en gagnrýna efna- hagslega hnattvæðingu nýfrjáls- hyggjunnar. Hins vegar styðji þau sjálfbæra og félagslega réttláta hnattvæðingu. „Markaðsvæðing heimsins er auglýst sem náttúrulög- mál og lýðræðislegt vald borgaranna er orðið lítið. Samtökin vilja fræða og virkja almenning til baráttu.“ Hann vill heimfæra slagorð hreyf- ingarinnar „Veröldin er ekki til sölu“ upp á Ísland: „Ísland er ekki til sölu.“ Samtökin verða með opinn kynningar- og fræðslufund í JL- húsinu á morgun 2. júlí þar sem for- maður Noregsdeildar samtakanna verða með framsögu um starf þeirra. „Ísland ekki til sölu“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.