Morgunblaðið - 01.07.2009, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.07.2009, Blaðsíða 16
16 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 2009 Í HNOTSKURN »Nýja Kaupþing leysti tilsín 45% hlut Bakkabraed- ur Holding í Exista. »Sem viðbragð við þeirriinnlausn var hlutafé í Ex- ista aukið og BBR ehf. skráði sig fyrir því öllu. Ágúst og Lýður Guðmundssynir eru eigendur BBR og tryggðu sér áframhaldandi yfirráð í Exista með aukningunni. Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is FYRIRTÆKJASKRÁ gerir alvar- legar athugasemdir við framgöngu lögmanna og endurskoðenda Exista við tilkynningu á hlutafjáraukningu í félaginu í desember í fyrra. Fyrirtækjaskrá úrskurðaði hana ólögmæta á mánudag. Sú niður- staða þýðir að hlutafé í Exista verð- ur bakfært í það horf sem það var áður en tilkynningin barst og hún setur allar ákvarðanir sem teknar hafa verið á grundvelli hlutafjár- aukningarinnar í uppnám. Í úrskurði Fyrirtækjaskrár, sem Morgunblaðið hefur undir höndum, segir að hún telji að gengið hafi ver- ið út fyrir ystu mörk í formi og framsetningu við að fá umrædda hlutafjárhækkun skráða. Er þá vís- að til fullyrðinga í tilkynningu um að hlutafé hafi verið greitt að fullu og framlagðrar sérfræðiskýrslu endurskoðanda því til sönnunar. Í gögnunum kemur fram að skýrslan sem vísað var til „hafi ekki verið samin í þeim tilgangi sem fullyrt er í tilkynningu.“ Lögmannsstofan Lo- gos sendi umrædda tilkynningu og Deloitte samdi sérfræðiskýrsluna. Gróflega brotið gegn lögum Ljóst er að handvömm hefur orð- ið hjá Fyrirtækjaskrá þegar um- rædd hlutafjáraukning var skráð, enda segir skýrt í lögum um hluta- félög að „greiðsla hlutar má ekki nema minna virði en nafnverði hans.“ BBR ehf., sem skráði sig fyr- ir nýja hlutafénu, greiddi einungis einn milljarð króna fyrir 50 millj- arða króna að nafnverði, sem þýðir að félagið greiddi einungis tvo aura fyrir hvern hlut. Í úrskurði Fyr- irtækjaskrár segir að „ekki verði annað séð en hér sé gróflega brotið gegn þessu grundvallaratriði hluta- félagalaganna.“ Þar segir einnig að formleg og efnisleg framsetning tilkynningar um hlutafjáraukninguna hafi „á all- an hátt vikið verulega frá því sem lög og venjur standa til[...]Það ber einnig að undirstrika að umrædd tilkynning berst frá einni af stærri lögmannsstofum landsins og með fylgir skýrsla endurskoðanda stórr- ar endurskoðandaskrifstofu, sem hefur allt yfirbragð vandaðrar sér- fræðiskýrslu. Hugsanlega stafar tiltrú starfsmanna Fyrirtækjaskrár af þeirri ástæðu að fagaðilar á borð við þá sem hér eiga í hlut fari ætíð að réttum reglum enda segir á heimasíðu Logos: „Í nútíma við- skiptaumhverfi eru það heiðarleiki, fagmennska og reynsla sem Logos hefur að leiðarljósi, sem gerir það bæði að leiðandi, sem og umsvifa- mestu lögmannstofu á Íslandi.““ Málið í forgangsskoðun Yfirtökutilboð sem BBR ehf. gerði öðrum hluthöfum Exista byggðist á umræddri hlutafjáraukn- ingu. Nýja Kaupþing, sem hafði leyst til sín hlut Ágústs og Lýðs Guðmundssona í Exista, seldi BBR sinn hlut þegar yfirtökutilboðið barst, enda hafði hlutafjáraukningin þynnt hlut bankans úr rúmum 45 prósentum niður í 10,4 prósent. Í ljósi þess að hlutafjáraukningin hef- ur verið úrskurðuð ólögmæt er alls óljóst hvort ákvarðanir sem teknar hafa verið á grundvelli hennar halda. Meðal annars hafa staðið yfir viðræður um endurskipulagningu félagsins við kröfuhafa og hluthafa- fundur hefur verið haldinn.Að sögn Finns Sveinbjörnssonar, banka- stjóra Nýja Kaupþings, er málið til skoðunar hjá lögfræðingum bank- ans. Þar verður málið látið njóta forgangs til að það fáist á hreint hver eigi hvað í Exista. Aukning í Exista ólögmæt  Fyrirtækjaskrá gerir miklar athugasemdir við framgöngu lögmanna og endur- skoðenda Exista í úrskurði sínum  Hlutafé Exista verður fært aftur í fyrra horf Morgunblaðið/Valdís Thor Endurskoðandi Deloitte samdi sérfræðiskýrslu sem fylgdi með tilkynning- unni um hlutafjáraukninguna. Fyrirtækjaskrá telur hana blekkjandi.                                               Eftir Helga Vífil Júlíusson helgivifill@mbl.is DRÆM mæting var á hluthafafundi Eimskipafélagsins, sé miðað við höfðatölu. Þar var tilkynnt að skipa- félagið hefði sokkið, enda drekkhlaðið skuldum. Enginn hluthafi steig í pontu og bölvaði slæmum ákvörðun- um í rekstrinum sem lauk með því að hlutaféð var þurrkað út. Hluthafarnir eiga ekkert í félaginu lengur. Saga Eimskipafélagsins mun hinsvegar halda áfram, starfsfólki til mikils létt- is og lánardrottnar fá þar með eitt- hvað fyrir sinn snúð. Stefnt er að því að ljúka fjárhagslegri endurskipu- lagningu í haust. Gylfi Sigfússon, forstjóri Eim- skipafélagsins, sagði í samtali við Morgunblaðið að ekki yrði gripið til uppsagna, aftur á móti yrði ráðist í skipulagsbreytingar. Líkt og Morgunblaðið greindi frá í gær mun félagið óska eftir nauða- samningum. Nýtt félag verður stofn- að um skiparekstur Eimskipa og mun The Yucaipa Companies, eigandi kæli- og fyrstigeymslufyrirtækisins Americold, eignast 32% hlut í því og leggja nýja félaginu til 15 milljónir evra. Það kaupir einnig 49% hlut í Atl- asVersacold, kæli- og frystigeymslu- félagi sem var að fullu í eigu Eim- skipafélagsins, og eiga forkaupsrétt að því sem eftir stendur. Gamli Landsbankinn mun eignast 40% og sá nýi um 5%. Ríflega fimmtíu aðrir lánardrottnar eignast 23% hlut í félaginu. Flestir þeirra eru íslenskir sjóðir og skuldabréfaeigendur, þ.m.t. nokkrir lífeyrissjóðir. Fall Eimskipafélagsins má m.a. reka til ársins 2006, þegar það ætlaði sér að verða leiðandi í hitastýrðum flutningum og geymslum á heimsvísu. Og hóf að fjárfesta í slíkum rekstri með lántökum. Sindri Sindrason, stjórnarformaður fyrirtækisins, sagði á fundinum að fyrrverandi stjórnend- ur félagsins hefðu ekki vandað vel til verka og fjárfestingarnar ekki verið nægilega vel ígrundaðar. Eimskipafélagið fær nýja kennitölu  Bandarískt fjárfestingafélag leggur til 15 milljónir evra í hlutafé Morgunblaðið/Eggert Formaður Sindri Sindrason óhress með fyrrverandi stjórnendur. ● Morgunblaðinu hefur borist eftir- farandi athugasemd frá Exista: „Í fréttaskýringu Þórðar Snæs Júl- íussonar sem birt [var] í Morgunblaðinu og á mbl.is í [gær] eru alvarlegar rang- færslur sem óskast leiðréttar. Blaðamaður heldur því fram að eign- arhlutur Ágústar og Lýðs Guðmunds- sona í Exista sé enginn eftir að fyr- irtækjaskrá ríkisskattstjóra afturkallaði ákvörðun um skráningu hlutafjáraukn- ingar í félaginu frá því í desember 2008. Jafnframt segir í fréttaskýringunni að Nýja Kaupþing haldi á 45% hlut í félag- inu eftir úrskurðinn, að eignarhald Exista sé í uppnámi og að óljóst sé hvort ákvarðanir sem teknar hafa verið í félag- inu frá hlutafjáraukningu þess séu gild- ar. Allar þessar staðhæfingar eru rangar og rétt er að taka það fram að nefndur blaðamaður leitaði engra upplýsinga hjá Exista til að sannreyna þær. Hið rétta er að gangi hlutafjáraukningin til baka mun eignarhlutur BBR ehf., sem er eign- arhaldsfélag í eigu þeirra Ágústar og Lýðs, verða um 52%. Aðrir hluthafar eiga 5% hlut í félaginu eða minna. Úr- skurður fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra veldur því sem slíkur engu uppnámi í eignarhaldi félagsins eða óvissu um stjórn þess. Eins og fram kemur í tilkynningu til Kauphallar er Exista ósammála úrskurði fyrirtækjaskrár. Tilkynning um hlutafjár- aukninguna var skráð hjá fyrirtækjaskrá án athugasemda í desember 2008. Fé- laginu bárust engar athugasemdir frá fyrirtækjaskrá fyrr en nú, rösklega sex mánuðum eftir skráningu Aths. ritstj. Í athugasemd frá Exista er gengið út frá því að BBR ehf. muni halda hlutum í Exista sem fengust í yfirtökutilboði til hluthafa. Gengi hlutabréfa Exista í yf- irtökutilboðinu var 0,2 kr og byggðist á gengi í hlutafjáraukningu félagsins 8. desember 2008. Fyrirtækjaskrá hefur úrskurðað að hlutafjáraukningin var ólögmæt og færa skuli hlutafjáreign í fé- laginu í fyrra horf. Í fréttaskýringu Morg- unblaðsins var gengið út frá því að for- sendur yfirtökutilboðsins væru brostnar. Fréttaskýringunni var ætlað að varpa ljósi á stöðu hluthafa í Exista og því vís- að á bug að þar sé alvarlegar rang- færslur að finna. Athugasemd frá Exista ● Lárus Finn- bogason hefur lát- ið af störfum í skilanefnd Lands- banka Íslands hf. að eigin ósk en hann hefur verið formaður nefnd- arinnar undanfarna níu mánuði. Ekki liggur fyrir hver tekur við af honum. Þetta kemur fram í tilkynningu. Ekki náðist í Lárus. Hann segir í tilkynning- unni að ástæður úrsagnarinnar séu ein- göngu persónulegar: Mikið álag fylgdi starfinu og hann gat ekki sinnt verk- efnum hjá Deloitte. helgivifill@mbl.is Hættir sem formaður Lárus Finnbogason Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is JÁKVÆÐI vöruskipti við útlönd ættu alla jafna að minnka þrýst- ing á gengi krónunnar og stuðla að styrkingu hennar, að sögn Jóns Bjarka Bentssonar, sérfræðings hjá Greiningu Íslandsbanka. Hann segir að ef allar gjaldeyr- istekjur af útflutningi á vörum og þjónustu á þessu ári væru að skila sér til landsins þá ætti það nokk- urn veginn að vega upp vaxta- greiðslur til útlanda. „En allt útlit er fyrir að gjaldeyristekjurnar séu enn ekki allar farnar að skila sér. Meðan sú er raunin er líklegt að jákvæð vöruskipti við útlönd dugi ekki til að stuðla að styrk- ingu krónunnar,“ segir Jón Bjarki. Hagstofa Íslands greindi frá því í gær að vöruskipti við útlönd í maí hefðu verið jákvæð um 7,4 milljarða króna. Fluttar voru út vörur fyrir 38,7 milljarða og inn fyrir 31,3 milljarða. Fyrstu fimm mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir 171,1 milljarð og inn fyrir 146,9 millj- arða. Afgangur var því á vöru- skiptum við útlönd á tímabilinu upp á 24,2 milljarða króna. Jákvæð vöruskipti duga ekki til EFTIR fund með Finni Sveinbjörnssyni, bankastjóra Nýja Kaupþings, í hádeginu í gær ákvað Helgi Sigurðs- son, yfirlögfræðingur bankans, að segja starfi sínu lausu frá og með gærdeginum. Hvorki Helgi né Finnur vildu upplýsa hver hefði átt frumkvæðið að fundinum í gær. Stjórnarmenn Nýja Kaupþings voru í kjölfarið upplýstir um forsendur ákvörðunarinnar. Í fréttatilkynningu frá Nýja Kaupþingi í gær er haft eftir Helga að hann hafi tekið þessa ákvörðun „í því skyni að skapa frið um bankann og enduruppbyggingu hans“. Fram kom m.a. í DV í gær, að Helgi hefði í júní 2006 skuldað bankanum 449 milljónir króna vegna hlutabréfa- kaupa. Helgi sagðist í samtali við blaðið hafa gefið stjórn bankans grænt ljós á það í september síðastliðnum, að fella niður persónulegar ábyrgðir starfsmanna út af lán- veitingum frá bankanum vegna kaupa á hlutabréfum. „Í ljósi síendurtekinnar og villandi umræðu um að- komu mína að ákvörðun um lán til starfsmanna gamla Kaupþings banka, tel ég ljóst að ekki geti skapast sá friður um störf mín fyrir bankann sem nauðsynlegt er,“ segir Helgi í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær. „Helgi Sigurðsson hefur ekki tekið þátt í störfum nú- verandi stjórnar þegar starfsmannalán hafa verið rædd og sat ekki fundi þar sem ákvarðanir um þau voru tekn- ar,“ segir í tilkynningu frá Nýja Kaupþingi. Einnig er ítrekað í tilkynningunni að samkvæmt lögfræðiáliti sé stjórn Nýja Kaupþings óheimilt að rifta þeirri ákvörðun stjórnar gamla bankans að fella niður persónulegar ábyrgðir starfsmanna. Hins vegar verði lánin ekki af- skrifuð á meðan kæra hluthafa vegna þessa máls séu til meðferðar hjá sérstökum saksóknara. thorbjorn@mbl.is, bjorgvin@mbl.is Helgi Sigurðsson hætti eftir fund með bankastjóra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.