Morgunblaðið - 01.07.2009, Page 18

Morgunblaðið - 01.07.2009, Page 18
18 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 2009 Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is Við Grandagarð í Reykjavíkvex og dafnar afar merki-legt safn um íslenskansjávarútveg. Víkin – Sjó- minjasafnið í Reykjavík var form- lega stofnað árið 2004 og fyrsta sýn- ingin var haldin 2005. Á þeim tíma var safnið starfrækt í 300 fermetra húsnæði en í dag er sýningarplássið um 1.200 fermetrar. Brátt verður jafnframt opnað kaffihús í safninu með mögnuðu útsýni yfir gömlu höfnina í Reykjavík. Eftirmynd af farþega- skipinu Gullfossi 1 Nýjasta viðbótin er stór sýning- arsalur sem vígður var á Hátíð hafs- ins, sem haldin var í tilefni af sjó- mannadeginum, dagana 6.-7. júní. Á safninu kennir ýmissa grasa. Á neðri hæð safnsins er meðal annars salur sem er nákvæm eftirmynd af landganginum á Gullfossi 1, farþega- og flutningaskipi sem sjósett var ár- ið 1915, og gömlu höfninni í Reykja- vík. Þar geta gestir safnsins upplifað hvernig það var að ganga niður land- ganginn á skipinu og drukkið í sig stemmninguna sem ríkti niðri á höfn hér á árum áður þegar hún var mesta lífæð borgarinnar. Salurinn er nefndur Bryggjusalur og var opn- aður árið 2007 á 90 ára afmæli hafn- arinnar í Reykjavík. „Frá örbirgð til allsnægta“ Á efri hæð safnsins er að finna ýmsar sýningar. Þar er meðal ann- ars að finna sumarsýningu frá Ís- lenska bútasaumsfélaginu sem nefn- ist Hafið. Annar salur er tileinkaður seglinu og er ætlað að minna á mik- ilvægi þess hér á landi. Skútuöld hófst hér á landi árið 1870 og henni lauk þegar vélaöld tók við árið 1920. Stærsta sýningin á Sjóminjasafn- inu er vafalaust sú sem ber heitið „Frá örbirgð til allsnægta“ og veitir gestum innsýn í þróun fiskveiða hér á landi og ýmsar hliðar þeirra. Í þús- und ár glímdu Íslendingar við óblíð náttúruöfl og um aldir var fiskur sóttur á smáum árabátum. Þegar leið á síðari hluta 19. aldar breyttust aðstæður gífurlega og verulegur uppgangur varð í sjávarútvegi. Á sýningunni er þessi þróun rakin og gestir geta kynnt sér hefðbundnar vistarverur togarasjómannsins, hvers kyns togara og vélar tengdum fiskveiðum. Varðskipið Óðinn til sýnis Einn merkasti sýningargripur safnsins er varðskipið Óðinn sem liggur við bryggjuna og safngestir geta fengið leiðsögn um. Safnið tók skipið til varðveislu og sýninga á síð- asta ári. Að sögn aðstandenda Sjóminja- safnsins hefur aðsókn að því aukist til muna að undanförnu og eru gestir þegar orðnir 1.000 fleiri en allt árið í fyrra. Húsið sjálft var upphaflega reist árið 1947 undir starfsemi Fisk- iðjuvers ríkisins. Aðdraganda þess má rekja til ársins 1945 þegar Fiski- málanefnd ríkisins sótti um leyfi til að reisa hraðfrystihús á nýrri upp- fyllingu við Grandagarð og jafn- framt eins konar fisksölumiðstöð fyrir neyslufisk í Reykjavík. Þegar Ísbjörninn hf. og Bæjarútgerð Reykjavíkur sameinuðust í Granda hf. árið 1985 var frystingu hætt í húsinu og hafði það að mestu staðið autt fram að stofnun Sjóminjasafns. Morgunblaðið/Heiddi Höfnin Á Sjóminjasafninu geta gestir upplifað hvernig það var að ganga niður landganginn á farþega- og flutningaskipinu Gullfossi 1, sem sjósett var árið 1915, og stíga niður á gömlu bryggjuna í Reykjavík. Þar ríkti jafnan sérstök stemmning enda var höfnin á þeim tíma helsta lífæð Reykjavíkur. Fyrsta sýningin á Sjóminjasafninu var opnuð árið 2005 og safnið hefur vaxið ört síðan. Saga og þróun íslensks sjávarútvegs Vog Á safninu eru margvíslegar sýningar um allar hliðar fiskveiðanna. Þar eru til dæmis til sýnis gamaldags vistarverur togarasjómanna og einnig ýmis tæki og tól sem notuð voru við fiskiðju á landi og sjó. Í HNOTSKURN »Víkin – Sjóminjasafnið íReykjavík var formlega stofnað árið 2004. Þá var hús- næði safnsins um 300 fermetr- ar að stærð en í dag er sýning- arplássið á um 1.200 fermetra svæði. »Ýmsar sýningar eru settarupp á safninu. Ein þeirra er til að mynda tileinkuð sögu seglsins og einnig er sérstök sumarsýning í safninu um þessar mundir frá Íslenska bútasaumsfélaginu, sem ber yfirskriftina „Hafið“. » Í fyrra tók safnið varð-skipið Óðin til sýningar og gefst gestum kostur á að fá leiðsögn um skipið á daginn. »Sjóminjasafnið stendur viðGrandagarð í Reykjavík.  Víkin – Sjóminjasafnið í Reykjavík hefur stækkað ört undanfarin ár og aðsókn eykst jafnt og þétt  Fjölbreyttar sýningar um allar hliðar fiskveiðanna  Varðskipið Óðinn var til sýnis í fyrra Varðskipið Óðinn var smíðað í Álaborg í Danmörku árið 1959 og er 950 tonn. Það er 10 metra breitt og 63 metrar á lengd. Óðinn tók þátt í öllum þremur þorskastríðunum á 20. öld. Skipið er búið 57 mm fall- byssu en árangursríkasta og þekktasta vopnið voru þó tog- víraklippurnar sem sjá má á afturdekki skipsins. Óðinn dró alls tæplega 200 skip til lands eða í landvar vegna bilunar, veiðarfæra í skrúfu eða eldsvoða um borð. Einnig dró hann flutninga- og fiskiskip 14 sinnum úr strandi. Þá bjargaði skipið áhöfnum strandaðra skipa í þrjú skipti og tvisvar bjargaði það áhöfn- um sökkvandi skipa. Óðinn sinnti jafnframt al- mennu veiðieftirliti alla tíð sem beindist að innlendum skipum jafnt sem erlendum. Daglega er boðið upp á þrjár ferðir um skipið með leiðsögu- manni í Sjóminjasafninu. Varðskipið Óðinn Grandagarður Safnið er glæsilegt ásýndar við Grandagarð. Húsið var hálf- gert draugahús áður en starfsemin hófst en hefur nú verið gert upp. Óðinn Varðskipið Óðinn er einn merkasti sýningargripur safnsins. Þar getur fólk meðal annars skoðað „klippurnar“ frægu og farið upp í byssuturninn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.