Morgunblaðið - 01.07.2009, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.07.2009, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 2009 HÓPUR vinnuskólanema í Þingeyj- arsveit vinna í sumar með fornleifa- fræðingum í uppgreftri. Sérstakur Fornleifaskóli barnanna hóf störf á ný í síðustu viku, annað árið í röð. Í skólanum gefst unglingum tækifæri til þess að vinna með fornleifafræð- ingum á vettvangi fornleifarann- sókna. Fræðslan er í beinum tengslum við fornleifarannsóknir í næsta nágrenni nemendanna – á svæði sem þeir þekkja og eiga auð- velt með að tengjast. Skólinn er samvinnuverkefni Litlulaugaskóla, Brooklyn College og Hunter College í New York, Fornleifastofnunar Íslands, Þing- eysks sagnagarðs, Hins þingeyska fornleifafélags og Ferðaþjónust- unnar á Narfastöðum. Þátttakendum er að þessu sinni boðið upp á dagskrá sem stendur í fimm daga. Alls taka fjórtán krakk- ar þátt í verkefninu að þessu sinni, nemendur úr Litlulaugaskóla og Hafralækjaskóla. Fyrsta daginn fer fram fræðsla um fornleifafræði og störf fornleifafræðinga í umsjá Þóru Pétursdóttur fornleifafræðings. Í þrjá daga starfa síðan krakkarnir með fornleifafræðingum á uppgraft- arstað sem er á Skútustöðum í Mý- vatnssveit, þar sem krakkarnir fá tækifæri til þess að spreyta sig á þeim störfum sem fornleifafræð- ingar vinna við á vettvangi, t.d. sýnatöku, gröft, skráningu mann- vistarlaga, sigtun, fleytingu. Þau fá kennslu í að greina jarðlög og hvernig þekkja má í sundur bein húsdýra, fugla og fiska svo dæmi séu nefnd. Ágústa Edwald stjórnar upp- greftinum á Skútustöðum og skipu- leggur starf krakkanna þar. Hópnum er skipt í tvennt og blandað saman þeim sem hafa reynslu og nýliðum. Þannig læra krakkarnir líka hvert af öðru. Nú hefur fyrri hópurinn lokið sinni þátttöku en seinni hópurinn er þessa dagana á Skútustöðum og á föstudaginn fara þau síðan í vett- vangsferð á minjastaði. Flokka bein og gripi Við upphaf námsins héldu forn- leifafræðingar, sérfræðingar í bein- um og gripum og fornleifa- fræðinemar stutta kynningu á störfum beinafræðinga og gripa- fræðinga. Störf þeirra leiða í ljós margvísleg atriði um fæði, heilsu, störf, stétt og stöðu forfeðranna. Krakkarnir fengu tækifæri til að flokka bein og gripi sem fundist hafa á Skútustöðum. Þeim var síðan skipt í 2-3 manna hópa sem skiptust á í hinum ýmsu verkefnum. Þeim gekk vel að tileinka sér störfin og voru einkar áhugasöm, skv. upplýs- ingum aðstandenda skólans. Fagleg með skeiðina Hópur nemenda vann með fornleifafræðingum við uppgröft á Skútustöðum í Mývatnssveit. Spreyta sig við fornleifa- rannsóknir á Skútustöðum Ungmenni við sýnatöku, gröft og skráningu í Mývatnssveit Pétur Stefánsson orti um ástandþjóðmála á leirnum, póstlista hagyrðinga: Ó mín skuldum þjáða þjóð, þín er framtíð ekki góð. Að því hníga allar spár. – Yfir landi liggur nauð, lítið er um daglegt brauð. Þetta verður erfitt ár. Helgi Zimsen gagnrýndi Pétur fyrir bjartsýni og setti á blað: Bjartsýnn Pétur bragarstef býður, vart þó glaður sef. Skelfur land við skuldahaf. Þyngist óðum ölduklyf, ekki gagnast nokkur lyf. Brátt fer allt á bólakaf. Sigrún Haraldsdóttir fór að dæmi Helga, engin bjartsýni þar: Þungt er lagt á bak oss bjarg að bera þvílíkt skuldafarg tæpast megnar þjóðarþol. Ónýt stjórnvöld lúta lágt, landsmenn eiga munu bágt. Hér fer allt í kaldakol. Þá Friðrik Steingrímsson: Dauðann súpa skal úr skel skuldum vafin bíða hel. Hraðan eftir hrunadans. Fátækt lengi fer með völd framundan er sultar öld, og allt á leið til andskotans. Loks Jón Arnljótsson: Sultar herðist sífellt ól. Sérhvert undir hamri ból. Heppinn sá er hefur mat. Klæðalítil kúrir þjóð. Af krafsi undir nöglum blóð. Efnahagur eintómt gat. VÍSNAHORNIÐ pebl@mbl.is Af gati og skuldafargi TILTÖLULEGA rótgróin hefð er fyrir því að fara ung og eftirlitslaus á bæjar- og útihátíðir og sumum foreldrum finnst því erfitt að segja „nei“ við börnin sín í því samhengi, annað hvort af hræðslu við hræsni (sbr. „hvað gerðir þú þegar þú varst sjálf[ur]16 ára?“) eða að vera ósanngjörn (sbr. „það mega allir hinir fara“). En ef foreldrar eru samtaka í afstöðu sinni verður smám saman hægt að breyta menn- ingunni sem gefur í skyn að það sé í lagi fyrir börn að vera ölvuð undir yfirskyni hátíða. Munum að þegar unglingarnir okkar segja „allir“ þýðir það oft bara „einhver“. 18 ára ábyrgð Ungmenni yngri en 18 ára eiga ekki að fara ein og eftirlitslaus á bæjar- eða útihátíð. Í flestum til- fellum gengur allt vel á slíkum há- tíðum en eins og reynslan hefur sýnt hafa komið upp tilvik þar sem ungt fólk hefur lent í vanda – sem væntanlega hefði mátt koma í veg fyrir hefðu foreldrar eða aðrir full- orðnir verið með í för. Reynslan og rannsóknir sýna jafnframt að þeim börnum farnast best sem verja sem mestum tíma með fjölskyldu sinni. Þau eru mun ólíklegri en önnur börn til að neyta vímuefna og tengsl þeirra við fjölskyldu sína og aðra eru yfirleitt mjög góð og já- kvæð. Nokkrar ráðleggingar til foreldra ungmenna í sumar ·Leyfið ekki ungmennum undir 18 ára aldri að fara eftirlitslaus á bæjar- eða útihátíð. ·Kaupið alls ekki áfengi handa unglingnum (það er mikill misskiln- ingur að það dragi úr ofdrykkju eða bæti drykkjusiði.) ·Hafið í huga að tímabilið frá 10. bekk og fram í fyrstu vikurnar af framhaldsskólanum er sérstaklega varasamar í þessu samhengi, en þá byrja mjög margir unglingar að drekka reglulega og illa. ·Útskýrum fyrir unglingum hvernig áfengisneysla getur hindr- að árangur í íþróttum, námi og líf- inu almennt. ·Gleymið ekki uppeldishlutverk- inu. Allir vilja vera vinir barna sinna – og þar sem það getur reynst erfiðara eftir því sem á líður er freistandi að láta eftir í sam- bandi við uppeldið. En það er spurning um að slaka á taumnum – en alls ekki sleppa. ·Verum góðar fyrirmyndir í sam- bandi við áfengi. ·Unglingar sem ekki drekka benda gjarnan á vini, foreldra og aðra fjölskyldumeðlimi sem helstu ástæður fyrir þeirri ákvörðun. Hvetjið því unglinginn til samskipta við jákvæðar fyrirmyndir, sama á hvaða aldri þær eru. Verum samtaka í að taka skref í rétta átt í sumar og styðjum við bakið á unga fólkinu okkar. Munum að samvera foreldra og barna er ein besta forvörnin og, eins og SAM- AN-hópurinn hvetur foreldra og börn, „höngum saman í sumar“. Hlutverk foreldra á útihátíðum hollráð um heilsuna Héðinn Svarfdal Björnssonverkefn- isstjóri fræðslumála hjá Lýð- heilsustöð. Það er 800 7000 • siminn.is *Streymi á erlendri tónlist um ADSL internetþjónustu flokkast sem erlent niðurhal, nánar á Tónlist.is. **Viðskiptavinir í GSM áskrift, Mínu Frelsi eða ADSL internetþjónustu. Takmarkaður fjöldi áskrifta. Í sumar býður Síminn viðskiptavinum sínum Sumaráskrift* að Tónlist.is fyrir 0 kr. aukalega.** Þar geta þeir hlustað á uppáhaldslögin sín í símanum eða tölvunni eins oft og þeir vilja. Þú færð ekki bara uppáhaldslagið þitt, heldur 2,5 milljónir íslenskra- og erlendra laga til viðbótar. Farðu á siminn.is, skráðu þig og njóttu þess að hlusta hvar og hvenær sem er. Milljónir laga í símann og tölvuna án þess að borga krónu aukalega! E N N E M M / S ÍA / N M 3 8 3 5 7 Skrá ðu þi g á simin n.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.