Morgunblaðið - 01.07.2009, Side 21

Morgunblaðið - 01.07.2009, Side 21
21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 2009 Eggert Páll Vilhjálmsson | 30. júní Risavaxin hagfræðitilraun Seðlabankar austan hafs og vestan gera hagfræðitilraun sem breytir skilningi manna á lögmálum hagfræðinnar ef hún tekst en steypir Vesturlöndum í efnahagslegt kviksyndi ef hún mistekst. Tilraunin felst í að stöðva lánsfjárkreppuna með nær óheftu peningaflæði úr seðlabönkum. Bandaríski seðlabankinn reið á vaðið en sá evrópski kemur í humátt á eft- ir … Allsendis óvíst er hvort tilraunin tekst og svo gæti farið að hún tækist í annarri álfunni en misheppnaðist í hinni. Líkurnar eru Bandaríkjamönnum í vil og njóta þeir þess að dollarinn er eina alþjóðlega myntin sem stendur undir nafni sem slík og að baki stendur ríkissjóður Bandaríkjanna. Evran er aftur með ótryggara bakland, þ.e. Evr- ópusambandið sem er samruna- samstarf þjóðríkja … Anatole Kaletsky dálkahöfundur Times dregur upp dökka mynd af Evr- ópska seðlabankanum og segir hann halda á floti gjaldþrota ríkjum eins og Írlandi, Grikklandi, Spáni og Austurríki með því að lána bönkum gegn hæpn- um veðum stórfé sem bankarnir lána aftur til gjaldþrota ríkissjóða. Veruleg hætta er á að eitthvað fari úrskeiðis í hagfræðitilrauninni. Lítill neisti gæti kveikt bál sem færi eins og eldur í sinu um þurra lánsfjárakra Evr- ópu. Þá er gott að standa álengdar á eyju út í miðju hafi og draga lærdóma af stóratburðum í útlöndum. Vel að merkja – án Icesave-samninga. Meira: pallvil.blog.is Jens Guð | 30. júní Ég festist í lyftu … Ég beið og beið í lyft- unni. Stóð þar aleinn og lyftan skilaði mér ekki á jarðhæð. Ég tók upp á því að raula íslensk dægurlög til að stytta mér stundir. Þegar mínútur liðu og ekkert gerðist fór ég að ókyrrast. Eftir 10 mínútur lokaður inni í lyftunni sljákkaði í söng mínum og ég fór að velta fyrir mér vandamálinu. Enda kominn með leið á ís- lensku dægurlögunum sem ég raulaði. Þá áttaði ég mig loks á að ég hafði aldrei ýtt á hnappinn í lyftunni sem átti að bera mig niður á jarðhæð. Ég brá við skjótt og ýtti á þann hnapp. Það var eins og við manninn mælt: Ég var á augabragði kominn á jarðhæðina … Meira: jensgud.blog.is Björgvin Guðmundsson | 30. júní Kauplækkun eldri borg- ara tekur gildi … Eldri borgarar og öryrkjar eru þeir einu í þjóðfélag- inu sem sæta kjaraskerð- ingu nú en sama daginn hækka laun launþega inn- an ASÍ um 6.750 kr. Rík- isstjórn Samfylkingar og VG sem áður kenndi sig við félagshyggju en getur það ekki lengur, þykir það sæmandi að lækka laun aldraðra og öryrkja um leið og aðrir í þjóðfélaginu fá kauphækkun Meira: gudmundsson.blog.is Í UMRÆÐU um Icesave- samninginn og skuldbindingar vegna hans hafa ýmsir haldið því fram að byrðarnar sem lagðar verða á ríkissjóð vegna samningsins verði slíkar að engin von sé til að hægt verði að standa undir þeim. Vissu- lega er ekkert fagnaðarefni að ís- lenska ríkið hafi lent í þessari stöðu og rétt og eðlilegt að hafa áhyggjur af henni. Því fer þó fjarri að byrð- arnar fyrir ríkið eða þjóðarbúið verði slíkar að ekki verði hægt að standa undir þeim. Byrðarnar verða engan veginn óbærilegar fyrir þjóðarbúið, þótt vissulega hefði verið mun betra að vera án þeirra. Nú liggur ekki fyrir hve mikið mun endur- heimtast af eignum Landsbankans gamla upp í forgangskröfur. Það verður ekki vitað með vissu fyrr en upp er staðið eftir allmörg ár. Hins vegar liggur fyrir mat skilanefndar Landsbankans á því hvað talið er líklegast, 83% af forgangskröfum. Í Icesave-samningnum var miðað við nokkuð lægra hlutfall, 75%. Það var talið lágmark, þ.e. mjög litl- ar líkur væri á að ekki fengist a.m.k. þetta hlutfall upp í forgangskröfur. Aðrir hafa nefnt hærri töl- ur, t.d. ráðlagði breska ráðgjafafyrirtækið CIPFA breskum sveitarfélögum sem áttu fé á þessum reikningum að miða við 95%. Endurgreiðsluhlutfallið skiptir vitaskuld miklu fyrir það hve mikið fellur á tryggingasjóðinn ís- lenska vegna Icesave. Einnig skiptir miklu hve hratt gengur að fá greitt af eignum gamla Lands- bankans og þar með greiða niður skuldir. Það hef- ur áhrif á vaxtakostnaðinn sem mun nær óhjá- kvæmilega á endanum lenda á tryggingasjóðnum íslenska. Í Icesave-samningnum er miðað við að eignir Landsbankans gamla dugi til að greiða 75% af forgangskröfum nokkuð jafnt og þétt á sjö ár- um. Skuldbindingar tryggingasjóðsins íslenska vegna Icesave eru annars vegar 2.350 milljónir punda, vegna Breta, og hins vegar 1.329 milljónir evra, vegna Hollendinga. Samtals gerir það rétt ríflega fjóra milljarða evra m.v. núverandi gengi. Hér eftir verður miðað við þá tölu til að nota ein- ungis eina mynt í útreikningum. Dugi eignir Landsbankans gamla til að greiða 75% af forgangskröfum fellur því rétt um millj- arður evra af höfuðstólnum á íslenska trygginga- sjóðinn. Því til viðbótar koma vextir sem væru einnig rétt um milljarður evra eða samtals um tveir milljarðar evra. Ef mat skilanefndar Lands- bankans er rétt (83% endurheimtur) myndu um 1.750 milljónir evra falla á tryggingasjóðinn að vöxtum meðtöldum. Hver svo sem niðurstaðan verður þá hefur tryggingasjóðurinn átta ár til að greiða það sem fellur á hann. Til að átta sig á því hver líkleg geta landsmanna til að greiða af þessu gæti verið er rétt að skoða annars vegar tekjur landsmanna af útflutn- ingi og hins vegar landsframleiðslu. Til að fá samanburðarhæfar tölur er einfaldast að reikna allt í evrum. Árin 2007 og 2008 voru tekjur landsmanna af útflutningi á vörum og þjónustu vel rúmir fimm milljarðar evra hvort ár. Því til viðbótar höfðum við einnig nokkrar tekjur af eignum og vinnu erlendis en hér verður ekki gert ráð fyrir þeim. Útflutningurinn vex alla jafna ár frá ári. Hann hefur t.d. meira en þrefaldast á sl. 15 árum, mælt í evrum, sem gerir um 8,4% vöxt á ári. 15 ár er líf- tími Icesave samningins. Raunvöxtur var nokkuð minni vegna verðbólgu á evrusvæðinu en það skiptir ekki máli fyrir okkar útreikninga. Lands- framleiðslan var að meðaltali um 14 milljarðar evra þessi sömu tvö ár. Hún hefur einnig aukist ár frá ári undanfarið, um 6,2% að meðaltali, mælt í evrum. Vegna gengisfalls krónunnar og samdráttar mælist landsframleiðslan þó talsvert minni í ár en árin á undan. Gengisfall krónunnar hefur hins vegar ekki sambærileg áhrif á útflutninginn. Raunar er við því að búast að hann aukist að öðru jöfnu ef gengið veikist. Fleira skiptir þó einnig máli, t.d. hvernig árar á helstu útflutningsmörk- uðum okkar. Þrátt fyrir talsverðan samdrátt í heimsverslun hafa útflutningstekjur Íslendinga, mældar í evrum, sáralítið dregist saman und- anfarið. Ekkert bendir til annars en að þær geti haldið áfram að vaxa á næstu árum. Geta lands- manna til að framleiða vörur og þjónustu til út- flutnings hefur að stofni til ekki minnkað vegna þess áfalls sem þjóðarbúið hefur orðið fyrir, þótt vissulega sé ekki útlit fyrir að mikið verði flutt út af þjónustu íslenskra fjármálafyrirtækja á næstu árum. Vitaskuld er þó talsverð óvissa um vöxt útflutn- ingstekna landsmanna á næstu árum. Óvarlegt er að gera ráð fyrir að vöxturinn verði sá sami og undanfarin 15 ár (8,4%) en óhætt ætti að vera að gera ráð fyrir að hann verði a.m.k. helmingur þess (4,2%). Gangi það eftir þá verða árlegar tekjur landsmanna af útflutningi um 7,5 milljarðar evra þegar fyrst kemur að því að greiða af Icesave- lánunum. Gangi jafnframt eftir að eignir Lands- bankans dugi til að greiða 75% af höfuðstól þá myndi þurfa að meðaltali rétt rúm 4% af útflutn- ingstekjum til að greiða lánið niður á átta árum. Vaxi landsframleiðslan helmingi hægar, mælt í evrum, en hún hefur gert undanfarin 15 ár, þá myndu greiðslurnar jafnframt samsvara tæpum 2% af landsframleiðslu á ári, að meðaltali, þau átta ár sem íslenski tryggingarsjóðurinn greiðir af lán- unum. Að ofan var miðað við mjög svartsýna spá um annars vegar endurheimtu eigna Landsbankans og hins vegar um vöxt útflutnings og landsfram- leiðslu. Sé miðað við enn svartsýnni spá, um eng- an vöxt útflutnings, verður greiðslubyrðin af Ice- save-láninu um 6,8% af útflutningstekjum á ári að jafnaði. Sé hins vegar miðað við nokkuð bjartsýna spá, t.d. um að eignir Landsbankans dugi fyrir 95% af höfuðstól og að vöxtur útflutnings, mældur í evrum, verði svipaður á næstu 15 árum og á síð- ustu 15 árum, þá duga um 1,6% af útflutnings- tekjum landsins til að greiða Icesave-lánið. Ein af þeim hugmyndum sem haldið hefur verið á lofti er að Íslendingar ættu að neita að greiða meira en 1% af vergri landsframleiðslu á ári vegna Icesave. Engin sérstök rök hafa verið færð fyrir þeirri tölu og því ekki ljóst hvers vegna ætti að miða við hana öðrum fremur. Það er hins vegar ljóst að miðað við eðlilegar forsendur um vöxt landsframleiðslu og útflutnings, í evrum, þá væri hægt innan ramma núverandi samkomulags að ná þessu viðmiði. Þá þyrfti hins vegar að byrja að greiða af láninu strax en ekki bíða í sjö ár með það. Þar með væri fórnað einum mikilvægasta kostinum sem fékkst með Icesave-samkomulag- inu, þeim að þurfa ekki að greiða af láninu á með- an unnið er úr núverandi bráðavanda. Ekki er því hægt að mæla með þeirri leið. Það er sama hvernig reiknað er. Ekkert bendir til annars en að landsmenn geti staðið undir skuldbindingum sínum vegna Icesave. Það verður að sönnu ekkert gleðiefni. Full ástæða er til að draga þá til ábyrgðar sem komu Íslandi í þessa stöðu, bæði fyrrverandi forsvarsmenn Lands- bankans og aðra. Það væri hins vegar hreint glap- ræði að stefna endurreisn Íslands og öllum okkar samskiptum við umheiminn í stórhættu með því að neita að gangast við skuldbindingum okkar vegna Icesave og byggja það á þeirri augljóslega röngu forsendu að við ráðum ekki við þær. Eftir Gylfa Magnússon » Það væri hins vegar hreint glapræði að stefna endur- reisn Íslands og öllum okkar samskiptum við umheiminn í stórhættu með því að neita að gangast við skuldbindingum okk- ar vegna Icesave … Gylfi Magnússon Höfundur er viðskiptaráðherra. Greiðslur vegna Icesave BLOG.IS Sæmundur Bjarnason | 30. júní 729 - Trúarjátning Skugga-Sveins Nítján kílómetrum vestan við Blönduós er trjálundur einn sem Ólafslundur heitir. Besti staðurinn á leiðinni norð- ur. Þar skar ég mig í lóf- ann á norðurleiðinni um daginn og sá mús eina þar á suðurleið- inni. Þetta með músina var eft- irminnilegt. Kom að henni á gangstígn- um inni í skóginum og var að furða mig á hve augun væru vel gerð á þessu leik- fangi. Ætlaði að ýta við því með fætinum en þegar hann var næstum kominn alla leið tók músin viðbragð og hentist í burtu. Meira: saemi7.blog.is Frjáls framlög Ætli þessi fata, sem var að finna á borgarafundi um Icesave skuldbindingarnar í Iðnó á mánudaginn, rúmi 705 milljarða króna?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.