Morgunblaðið - 01.07.2009, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.07.2009, Blaðsíða 23
Umræðan 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 2009 HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500 Öll helstu merkin í tjöldum: TNF, High Peak, Mountain Equipment og Fjallräven. ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 46 57 3 06 /0 9 High Peak Ancona 4 Rúmgott 4 manna fjölskyldutjald. Vatnsvörn 3.000 mm. Yfirlímdir saumar. Dúkur í fortjaldi. 2 inngangar. Hæð 190 cm. Verð 44.990 kr. Einnig fáanlegt 5 manna, verð 52.990 kr. High Peak Como 4 Tvískipt innratjald með fortjaldi á milli. Stöðugt í vindi. Vatnsvörn 2.000 mm. Yfirlímdir saumar. Hæð 190 cm. Verð 29.990 kr. Einnig fáanlegt 6 manna, verð 39.990 kr. High Peak Nevada Sígilt 3 manna kúlutjald með fortjaldi. Vatnsvörn 2.000 mm. Yfirlímdir saumar. Hæð 120 cm. Verð 16.990 kr. Tjaldaúrvalið er í Tjaldalandi SUÐURLAN DSBRAUT SUÐURLAN DSBRAUT GNOÐAR VOGUR GLÆSIBÆ R T B R 1 T B R 2 ÁL F H E IM A R Tjaldaland Uppsett tjöld til sýnis alla virka daga frá kl. 10-17. ÉG TÓK upp á því að telja hjá fjörutíu mælendum í sjónvarpi og útvarpi hvernig þeir bæru fram þágu- fall fleirtölu með greini, hvort þeir segðu skólunum eins og stafsetningin bend- ir á, eða skólonum eins og nærri allir Ís- lendingar hafa vanist um aldir. Nærri því allir, segi ég. Mér hefur nefnilega verið sagt að það hafi tíðkast, að minnsta kosti fram á síðustu öld, að ýmsir Vest- ur-Skaftfellingar notuðu unum- framburðinn. Svo fræddi mig til dæmis Magnús Bjarnfreðsson og gömul vinkona mín Margrét Auð- unsdóttir hafði sömu sögu að segja. Og Benedikt frá Hofteigi sagðist fyrst hafa heyrt þennan unum- talsmáta hjá barnakennara nokkr- um úr Mýrdal. En þetta er tæplega gamalt fyrirbæri i sýslunni; hefð- bundinn onum-framburður meist- arans Sigurbjörns biskups úr Með- allandinu er eindregið vitni um það. En nú orðið munu vera allmörg heimili á landinu þar sem fullorðna fólkið hefur ályktað að samkvæmt stafsetningunni sé „réttara“ að hafa unum-framburðinn. Það hefur vanið sig á hann og haft hann fyrir börnunum, þó að stundum gleymist sá góði ásetningur ef skipt er skapi: Ekki henda buxonum á gólf- ið. Útkoman af hlustuninni var þessi: 23 fréttamenn voru staðfastir í onum-framburði sínum. 10 virtust sjálfum sér sam- kvæmir í unum-framburði. 7 voru þeir sem reyndu oft að hafa stafsetningartalsmátann, -un- um, en eðlið sagði gjarnan til sín ef þeir urðu ákafir í tali, til dæmis um Suðurlandsskjálftann mikla og minntust þá skelfdir á „sprungur í vegonum.“ Þetta tómstundagaman mitt vek- ur óneitanlega til hugsunar um það hvert verði framhaldið í framburðarmálum fjölmiðlamanna. Fara þeir að laga framburð sinn fullkomlega eftir stafsetningunni? Hætta menn að segja lángur og laung og taka upp þann tals- máta sem Jón Baldvin og sýslumaðurinn á Selfossi hafa reyndar fullkominn vestfirskan rétt til að bera sér í munn: langur og löng? Hættir fólk að segja adlir og tekur upp framburðinn al-lir í staðinn. Verður bráðum enginn Gvuðmund- ur til í mæltu máli, heldur eintómir Guðmundar? Guð gefi að svo verði ekki. Hvernig sem svarið við þessum spurningum ræðst ættu kennarar, einkum í grunnskólum, að leggja meiri áherslu á hefðbundið talað mál og framsögn nemanda en nú er gert. Notkun talmáls er margfalt meiri en ritmáls og mótar mjög samskipti fóks og menningu þjóð- arinnar. Það ættu sjónvarps- og út- varpsmenn líka að hafa í huga. Sennilega hafa þeir meiri áhrif á málfar en kennararnir. Bókstaflegur fram- burður í fjölmiðlum Eftir Pál Bergþórsson Páll Bergþórsson » Verður bráðum eng- inn Gvuðmundur til í mæltu máli, heldur ein- tómir Guðmundar? Guð gefi að svo verði ekki. Höfundur er veðurfræðingur og rit- höfundur. Í MORGUN- BLAÐINU fimmtu- daginn 25. júní birtist yfirlýsing frá hópi fólks varðandi veitingu stöðu borgarlistamanns af hálfu Reykjavík- urborgar. Er þar lýst yfir stuðningi við Stein- unni Sigurðardóttur hönnuð sem hlotnaðist þessi heiður. Í sömu grein eru áheyrnarfulltrúar BÍL sem sátu fundinn, þau Áslaug Thorlacius og Ágúst Guðmundsson, úthrópaðir sem þröngsýnar smásálir. Lesendur góðir, þið megið trúa því að það er ekki öfundsvert verk að vinna að félagsmálum fyrir jafn sundurleitan hóp og félagsskapur Bandalags listamanna er. En ég verð að segja að yfirlýsing þessi sem birt- ist í Morgunblaðinu þann 25. júní er sú mesta lágkúra sem ég hef orðið vitni að og er ég nú ekki sérlega klígjugjarn. Í þessum hópi er bæði fólk sem unnið hefur að félagsmálum sinna stétta og eins þeir sem aldrei hafa komið að slíku starfi. Það er íslenskur háttur í deilum að þá er hlutverkunum fórnarlamb, of- sækjandi og vandlætari kastað á fyrstu æfingu. Síðan er öll deilan hrakin áfram með tilliti til þessara hlutverka. Skipta þá engu máli rök og staðreyndir, þeim flugum er ein- faldlegast bandað í burtu. En dokum aðeins við, á meðal vandlætaranna eru leikendur sem ekki hafa of góða samvisku. Má þar nefna ágætan rektor Listaháskólans, Hjálmar Ragnarsson. Sá dugnaðar- forkur vann gegn því að popparar fengju styrk úr tónskáldasjóði. Þarna er líka einn kollegi minn sem nýlega sá ljósið, hefur söðlað yf- ir í leikhúsbransann og er nú orðinn gagnrýnandi hjá Ríkisútvarpinu. Mér er spurn: er hann tilkominn í hóp vandlætaranna af sömu hvötum og hann telur sig þess umkominn að fjalla um leikhús í útvarpi og leggja þar í rúst vinnu annarra listamanna? Myndi hann vilja að leikari eða tannlæknir hefði þetta sama vald í Ríkisútvarpinu, að dæma myndlistar- sýningu eftir hann út af borðinu? Titillinn borg- arlistamaður var upp- haflega stofnaður til handa myndlist- armönnum. Var það gert til að koma til móts við þá og gefa þeim kost á að lifa af list sinni þó ekki væri nema eitt ár í senn, aðrar listgreinar höfðu sitt athvarf. Í gegnum árin hefur þessari sporslu frá borginni verið veitt til annarra listgreina. Titillinn borgarlistarmaður er þannig orðinn heiðurnafnbót frekar en hags- munatitill. Á Íslandi getur hver sem er tekið upp starfsheitið „listamaður“ og á það sérstaklega við um mína stétt, þannig getur þú, lesandi góður, hald- ið eina sýningu á Mokka, setið þar alla þína tíð og safnað tannstein og kallað þig listamann. Einhver spyrði: „er það ekki allt í lagi?“ Jú, það er í sjálfu sér í lagi enda hafa myndlistarmenn haft lítið um það að segja og hafa þeir jafn- fram horft upp á bitlinga, sem að þeim var rétt, renna til hverra þeirra sem tilkall gerðu. Allir þeir sem eru á þessum lista vandlætaranna eru þess fullkomlega meðvitaðir hvaða hópi þau tilheyra, og ég fullyrði að þau eru vakin og sofin að afmarka þann reit. Ég vil benda þessu ágæta fólki á það að hagur þess er tilkominn vegna starfa þeirra sem unnið hafa að félagsmálum í gegnum árin. Fólks sem af ósérhlífni og dugnaði lét sér annt um starf ykkar og vann heils- hugar að því að bæta ykkar hlut. Og gagnvart hverjum? Jú, ríki og borg, stærsta einstaka vinnuveit- anda okkar listamanna. Á þeim bæj- um vilja húsráðendur brúka lista- menn sem skraut, en aðallega til að bæta sinn eigin ilm. Hugmyndin um menningar- samfélag er ekki sprottin frá vald- höfum, sú hugmynd er komin frá okkur sjálfum sem vinnum þessa vinnu og hún er vörðuð endalausri baráttu fyrir réttlætingu. Lífið er ekki þannig að þið getið lagst út af á kvöldin með franskbrauðsneið í belgnum og ætlast til þess að hún sé orðin að vínarbrauði að morgni. Ég fæ ekki betur skilið af text- anum í yfirlýsingu vandlætaranna en að best væri að setja allt heila jukkið í blender, háæruverðugt skreytt æðruleysisbæninni, hrista sullið rækilega saman og drekka það síðan í gegnum strá, með diet coke. Er þetta ekki ofboðslega krútt- legt. Ef þið ætlið að stunda þær um- vandanir að úthrópa félaga ykkar sem þið kölluðuð til ábyrgðar, þá fyndist mér að þið ættuð sjálf að bjóða ykkur fram til að vinna að hagsmunamálum ykkar og nýta ykk- ur það málfrelsi sem enn hefur ekki gjaldfallið í þessu landi. Steinunni hefði verið meiri sómi sýndur ef borgin hefði virt hana að verðleikum og veitt henni viður- kenningu sem hæfir stöðu hennar sem framúrskarandi hönnuður á sínu sviði, í stað þess að kasta til bit- lingi vegna þess döngunarleysis að hafa ekki þegar stofnað til sambæri- legrar viðurkenningar fyrir hennar starfsgrein. Ef grunsemd mín er rétt að upp- hlaup þetta sé ættað úr húsum Listaháskóla Íslands þá harma ég það. Það er einfaldlega ekki hlutverk þessarar stofnunar að troða illsakir gegn einstökum fulltrúum okkar listamanna, jafnvel þó hugmyndir þeirra séu húsbændum þar ekki að skapi. Mér finnst að þetta ágæta fólk, þau Áslaug og Ágúst, eigi inni hjá ykkur afsökunarbeiðni. Athugasemd við yfirlýsingu listafólks Eftir Daníel Þorkel Magnússon » Það er íslenskur háttur í deilum að þá er hlutverkunum fórn- arlamb, ofsækjandi og vandlætari kastað á fyrstu æfingu Daníel Þorkell Magn- ússon Höfundur er myndlistarmaður sem vinnur nú sem trésmiður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.