Morgunblaðið - 01.07.2009, Síða 29

Morgunblaðið - 01.07.2009, Síða 29
Minningar 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 2009 svip. Það var ratvísi Rósu og glöggt auga fyrir umhverfinu sem varð til þess að við fundum fljótt leiðina. Hún hafði engu gleymt og þá skynj- aði ég vel þá vernd og það skjól sem ég hafði notið í fylgd hennar fyrr- um. Í þessari ferð var Rósa orðin veik og átti nokkrar erfiðar lyfja- meðferðir að baki. Hún bar sig samt svo ótrúlega vel að mér tókst að gleyma því að tíminn var að hlaupa frá okkur. Við Rósa fórum ólíkar leiðir í líf- inu og stundum liðu mörg ár á milli funda okkar. Það var þó alltaf auð- velt að taka upp þráðinn því hann var sterkur og traustur. Ég kveð að lokum vinkonu mína með litlu ljóði eftir Ingólf Jónsson frá Prest- bakka: Hvar sem þú ferð, er leið þín ljósi nær, er lýst af sól. Hvert blóm, er fegurst grær, er blómið þitt. Við ljúfan lífsins stig það lifir, dreymir, angar fyrir þig. Ég sendi eiginmanni Rósu, Sæ- mundi, börnum og barnabörnum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir. Það má segja að lífið sé ferðalag og þegar ég hugsa um ferðalagið sem ég fór í með Rósu þá kemur fyrst upp í hugann þegar ég sá hana í fyrsta skiptið. Það var um sumar í sólinni aust- ur á Vopnafirði. Ég man ekki hvaða ár það var en ég var bara krakki, kannski svona 12 ára. Sæmundur frændi minn var kominn í heimsókn með kærustuna sína til að sýna henni æskustöðvarnar. Þau eru inni í stofu í Hamrahlíðinni hjá mömmu og pabba þegar ég kem heim og ég fer inn til að heilsa þeim. Vá! Rósa situr í fanginu á Sæmundi og held- ur utan um hálsinn á honum. Ég man að ég hugsaði, þetta ætla ég sko að gera þegar ég eignast kær- asta, mér fannst þau svo falleg og Rósa var sú flottasta og fallegasta skvísa sem ég hafði séð. Ég man að hún var með mikið uppsett ljóst hár, augnskugga og bleikan varalit. Ég var mjög feimin þegar ég heils- aði þeim og þorði lítið að tala við þetta glæsilega par. Á þessum ár- um fannst mér Rósa vera kona og svo miklu eldri en ég. Á næstu árum þegar ég kom í höfuðborgina þá var ég alltaf vel- komin til þeirra og ég sóttist eftir því að gista hjá þeim. Þegar ég fór í framhaldsskóla þá varð Rósa eins- konar mamma mín í Reykjavík. Ég gat leitað með allt til hennar og átti alltaf athvarf hjá þeim Sæmundi. Hún var alltaf tilbúin að hlusta á mig, gefa mér ráð og líka að stytta buxurnar sem ég keypti mér í Faco. Þegar ég kynnti Hafstein fyrir þeim þá var ég álíka stressuð og þegar ég fór með hann í fyrsta skiptið til Vopnafjarðar. Ég lét líka Rósu vita á undan öllum þegar við trúlofuðum okkur. Allt í einu var Rósa ekki bara skvísan, mamman í Reykjavík heldur líka ein af bestu vinkonum mínum. Við vorum líkar í mörgu og höfðum svipaðar skoðanir enda báðar steingeitur. Margar góðar stundir áttum við í Melgerðinu. Það var grillað, setið og spjallað í sólinni á pallinum og alltaf var hægt að droppa inn í kaffisopa. Við deildum því litla í líf- inu jafnt og því sem var hjartakvöl okkar og það byggði upp okkar vin- áttu. Ég er svo óendanlega þakklát fyrir ferðalagið með Rósu. Við ætl- uðum okkur reyndar að fara saman í sólarferðalag þegar ég varð 50 ára og hún 60 ára en úr því gat ekki orðið. Við áttum nokkrar frábærar stundir saman á síðustu mánuðum. Humarveisla á Fjöruborðinu í til- efni af brúðkaupsafmælinu þeirra Sæmundar, heimsókn í sumarbú- staðinn á Þingvöllum og notalegar stundir í Krosshömrunum. Ein af þeim gjöfum sem Rósa fékk í lífinu var hugrekki og mun ég alltaf minnast hennar þannig ásamt allri vináttu hennar sem aldrei bar skugga á í 40 ár. Elsku fjölskylda, sækið kjark í lífið sjálft. Valdís. Albert Ólafsson ✝ Albert Ólafssonbakarameistari fæddist í Reykjavík 8. október 1924. Hann lést á Landspít- alanum í Fossvogi 13. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 23. júní. Meira: mbl.is/minningar Guðmundur Halldór Atlason ✝ Guðmundur Hall-dór Atlason fæddist í Reykjavík 2. janúar 1958. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Skógarbæ 18. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Háteigskirkju 29. júní. Meira: mbl.is/minningar Jón Stefánsson ✝ Jón Stefánssonfæddist á Hjalta- stöðum í Blönduhlíð í Skagafirði 28. apríl 1923. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks 15. júní 2009 og fór útför hans fram frá Sauðárkrókskirkju 20. júní. Meira: mbl/minningar Sirrý Hulda Jóhannsdóttir ✝ Sirrý Hulda Jó-hannsdóttir fæddist á Ísafirði 29. júní 1938. Hún lést í Reykjavík 5. maí 2009 og fór útför hennar fram frá Frí- kirkjunni í Reykjavík í kyrrþey. Meira: mbl.is/minningar Sæunn Jónsdóttir ✝ Sæunn Jóns-dóttir fæddist á Minna-Grindli í Fljót- um í Skagafirði 4. september 1917. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 31. maí og fór útför hennar fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði 11. júní. Meira: mbl.is/minningar Frá því ég man eft- ir mér fyrst hefur þú verið til staðar fyrir mig. Ef ég datt eða átti erfitt með að gera eitthvað komst þú mér til hjálpar með þínu hlýja brosi. Ekki man ég eftir því að þú hafir nokkurn tíma skammað mig heldur sagðir þú mér hvernig best væri að gera hlutina. Margar minningar koma upp í hugann þegar ég skrifa þessa grein og eflaust gæti ég fyllt heila síðu af skemmtilegum samræðum og atvik- um sem hafa komið upp um ævina, þessar minningar eru mér afar dýr- mætar og hjálpa mér í gegnum þessar erfiðu stundir. Þú varst kannski ekki alltaf sá þolinmóðasti en fyrir mér varstu það. Það sem þú nenntir að stjana í kringum litla afastelpu sem sagðist hafa afa sinn í rassvasanum og alveg þar til ég varð stór þegar við hjálpuðum hvort öðru. Ég áttaði mig kannski ekki á því áður, en núna veit ég það, þú varst einn minn besti vinur, einhver sem ég gat leitað til, ein- hver sem ég gat spjallað við, ein- hver sem ég gat treyst hundrað prósent og einhver sem tók alltaf á móti mér með sinni hlýju hendi. Mikið var ég heppin að eiga þig sem afa. Ég mun sakna svo mikið að sitja hér við eldhúsborðið mitt með ykkur ömmu og spjalla um ýmsa hluti. Sérstaklega mun ég sakna þess að hlusta á sögurnar þínar um hluti sem hafa gerst, eng- inn mun deila um það að á ferðinni var maður með mikla vitneskju og greind. Elsku afi minn, þrátt fyrir mikla sorg þá róar það huga minn að þú sért núna kominn til hennar ömmu, konunnar sem þú alltaf horfðir á eins og það væri í fyrsta skipti sem þú værir að sjá hana. Þið leiddust hönd í hönd í gegnum lífið, trú og traust hvort öðru og fjölskyldu ykk- ar. Aldrei gat ég séð ykkur fyrir mér hvort án annars enda var ekki langur tími á milli þess að þið fengjuð hvíldina löngu. Takk fyrir kærleikinn sem þú gafst mér og allt það sem þú kenndir mér. Sylvía Þóra. Elsku besti afi, við vitum að þér líður vel og þú ert búinn að hitta ömmu á ný. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Við þökkum allar góðar minn- ingar og frábærar stundir sem við áttum með þér, við munum ávallt varðveita þær. Þín barnabörn Gestína Þórunn, Andrea Dögg, Sara Björk, Óskar Andreas, Þóra Katrín og Soffía Karen. 26. maí síðastliðinn lést Þóra Er- lendsdóttir eiginkona Guðbrands Þorsteinssonar, móðurbróður míns. Guðbrandur Þorsteinsson ✝ Guðbrandur Þor-steinsson fæddist í Reykjavík 18. maí 1928. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 19. júní síðastliðinn og var jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju 25. júní. Hinn 19 júní lést síð- an Guðbrandur. Eftir fimmtíu og níu ára sambúð eru tuttugu og fjórir dagar á milli þess að þau létust. Guðbrandur var for- maður Félags ungra jafnaðarmanna um skeið og lagði mikla áherslu á öflugt fé- lagslíf. Var um að ræða leiksýningar, ferðalög félagsins og spilakvöld. Það var til nýbreytni í formanns- tíð hans að fenginn var norskur dá- valdur, sem gekk undir sviðsnafn- inu Valdosa til að skemmta í Austurbæjarbíói og fyllti hann hús nokkrum sinnum. Þegar keypt var íbúð í byggingu í Keflavík, þá er til glöggvunar nútímafólki, að allir hlutir voru skammtaðir á þessum árum, m.a. sement. Til þess að drýgja sementið með stærri möl, þá var möl sem heflaðist út fyrir mal- arvegi mokuð með handafli upp á litla vörubíla og sett með í steyp- una. Þannig var tæknistigið þegar þau fluttu suður, Guðbrandur og Þóra. Rétt fyrir 1960 kaupa þau svo aftur fokhelt á Faxabraut í raðhúsi á tveim hæðum. Það er heimilið sem börn þeirra muna sem upp- vaxtarheimilið, heimili umhyggju og hlýju. Þau voru mjög samrýnd Guð- brandur og Þóra og þau 59 ár, sem sambúð þeirra varði, bar ekki skugga á samband þeirra. Það var einkennandi fyrir þau bæði, að systkin þeirra voru flest í næsta ná- grenni. Það voru því til stórfjöl- skyldur til beggja átta fyrir börnin. Og þessar stórfjölskyldur voru samhentar. Heimili barna Guð- brands og Þóru var því ekki aðeins heimili hlýju og vináttu, heldur teygði það sig einnig út í stórfjöl- skyldurnar. Það tilheyrði að stór- fjölskyldurnar komu saman við skírnir og fermingar, og var oft margt um manninn á þeim sam- komum, sem alltaf var létt yfir og töluvert lagt í viðurgerning. Það voru ánægjustundir að koma saman á þeim árum. Og stundum var farið í veiðitúra, oft mörg saman úr stór- fjölskyldunni. Guðbrandur var góð- ur sögumaður og hafði gaman af að segja frá. En það var alltaf eitthvað af léttara taginu. Börnin og barna- börnin voru mjög hænd að þeim hjónum. Samheldni fjölskyldunnar kom fram í því, að það var vakað yfir þeim báðum alla banalegu þeirra. Ég sem nú kveð frænda minn naut þess að vera fyrsta barnabarn for- eldra Guðbrands og hann er ekki fullra átján ára þegar ég fæðist. Og frá því ég man eftir mér, þá vorum við Guðbrandur vinir og mér var alltaf vel tekið á heimili hans, og Þóra og eiginkona mín voru miklar vinkonur. Guðbrandur var orðinn heilsuveill, enda orðinn nokkuð við aldur, því gerði ég ekki ráð fyrir að hann þyldi lengi við að missa Þóru, en mig óraði ekki fyrir að svo stutt yrði á milli þeirra. En svo er hann farinn á eftir konu sinni, og það er besta hinsta ferð fyrir hann, þessi hinsta ferð sem fyrir okkur öllum liggur. Megi þau hjón njóta alls hins besta í annarri tilveru. Þorsteinn Hákonarson. Í dag er til grafar borinn vinur minn og frímúrarabróðir, Guð- brandur Þorsteinsson. Aðeins er liðinn tæpur mánuður síðan lífs- förunautur hans til 59 ára, Þóra Er- lendsdóttir, var borin til grafar. Þau hjón höfðu alla tíð verið mjög samrýnd svo eftir var tekið. Fyrstu kynni mín af Guðbrandi voru vegna starfa okkar á Keflavík- urflugvelli. Guðbrandur hóf störf sem lögregluþjónn, aðalbókari og síðar skrifstofustjóri hjá lögreglu- embættinu á Keflavíkurflugvelli. Keflavíkurflugvöllur var þá sérstakt lögsagnarumdæmi og starfsemi þess ákaflega umfangsmikil á sviði löggæslu og tollgæslu. Það var þó ekki fyrr en við báðir gengum í frí- múrarastúkuna Mími í Reykjavík, hann 1976 en ég ári síðar, sem kynni okkar hófust fyrir alvöru. Um leið gengum við líka í frímúrara- klúbbinn Norðurljós á Vellinum (Northern Lights Masonary Club) en hann var jafnt fyrir Íslendinga og Bandaríkjamenn. Voru margir æðstu yfirmenn Varnarliðsins oft virkir meðlimir í honum auk margra málsmetandi Íslendinga. Var starfsemi hans mjög blómleg á sviði félagsmála og velferðarmála mestallan tímann sem Varnarliðið var hér. Stóð hann oft fyrir ferðum um landið og fjölsóttum uppákom- um og samkomum og studdi ýmis velferðarmál bæði innan og utan Vallarins. Árið 1978 var stofnuð í Keflavík Jóhannesarstúkan Sindri. Vorum við Guðbrandur stofnfélagar í stúkunni. Þegar Guðbrandur lét af störfum í lögreglunni (samkvæmt 95 ára reglunni) árið 1988 eftir 36 ára starf (ég hætti 10 árum seinna) þá héldum við áfram að sækja fundi uppi á flugvelli. Guðbrandi þótti alltaf vænt um gamla vinnustaðinn sinn og var þá oft komið við á lögregluvarðstof- unni í Grænási til að heilsa upp á gömlu félagana. Guðbrandur var mikill jeppaáhugamaður, vildi ekk- ert nema úrvalsbíla og skipti reglu- lega á þriggja ára fresti. Það var stuttu fyrir andlát Þóru að ég sat í með honum og Óskari tengdasyni hans þegar hann var að prófa for- láta jeppa frá Sissa. Hann var sterklega að hugsa um að fá sér nýjan þó heilsan væri ekki upp á það besta. Guðbrandur og Þóra bjuggu fyrst á Faxabrautinni í Keflavík en keyptu síðar einbýlis- hús á Freyjuvöllum þar sem þau bjuggu sér glæsilegt heimili. Eftir að börnin voru farin að heiman seldu þau þar og keyptu Vatnsholt 12 og bjuggu þar til æviloka. 1980 keyptu þau sér sumarhús í Biskupstungum sem þau gerðu að miklum sælureit. Þar áttu þau og fjölskyldan margar unaðsstundir. Gaman var að sjá Guðbrand á stíg- vélum ofan í skurði, gleiðbrosandi með skóflu í hendinni. Guðbrandur lét sér ákaflega annt um fjölskyldu sína. Mestu gleðistundir hans og Þóru voru þegar börnin og barna- börnin komu í heimsókn. Ég og kona mín sendum börnum, barna- börnum og öðrum aðstandendum Guðbrands og Þóru okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Guðmundur Jóhannsson. Elsku besti langafi, við kveðjum þig með bæn sem þú heyrðir lang- ömmu kenna ömmum og mömmum okkar, og þær hafa síð- an kennt okkur. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Megi guð og allir englarnir passa þig og langömmu. Þín barnabarnabörn Sædís Ósk, Kamilla Birta, Ben- óný Einar, Viktoría Rose, Fjóla Dís og Ásdís Lilja. HINSTA KVEÐJA Minningar á mbl.is ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, SIGURÐAR RINGSTED. Hulda Haraldsdóttir, Sigurður G. Ringsted, Sigrún Skarphéðinsdóttir, Haraldur Ringsted, Guðmundur Ringsted, Anna Ringsted, Pétur Ringsted, Sigríður Þórólfsdóttir, Huld Ringsted, Hallgrímur Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.