Morgunblaðið - 01.07.2009, Side 32

Morgunblaðið - 01.07.2009, Side 32
32 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 2009 Pönnuköku-amma var hún oft kölluð. Þegar við krakkarnir, aðrir ættingjar og vin- ir komum í heimsókn í kaffi var hún alltaf fljót að hræra deig og allir fengu pönnukök- ur eins og þeir gátu í sig látið. Amma var einnig mjög list- ræn. Það lék allt í höndunum á henni, hvort sem hún var með eitt- hvað á prjónunum, fékkst við út- saum eða sagaði sundur steina, slíp- aði og gerði úr þeim listaverk af ýmsu tagi. Við fórum margar skemmtilegar ferðir um landið, fyrst þegar ég var krakki og allt til þess að ég var komin með mína fjölskyldu. Ein ferðanna stendur upp úr í mínum huga. Þá fór ég með fjölskyldu minni og ömmu í steinaleiðangur í viku austur í Loðmundarfjörð, Norðfjarðarskriður og Vöðlavík í hreint yndislegu veðri. Þá voru bornir heilu bakpokarnir af steinum heim, sem hún fann. Mér fundust steinarnir ekkert sérstaklega falleg- ir, en í augum ömmu voru þeir hreinir gullmolar. Hún sagaði þá síðan og slípaði og gerði úr þeim marga gullfallega muni. Ég á marga fallega gripi sem hún gerði. Þeir eru mér mjög kærir og prýða heimili mitt. Ég kveð þig nú, elsku amma mín. Ég mun alltaf hugsa til þín með alla fallegu hlutina frá þér í kringum mig og rifja upp allar góðu stund- irnar sem við áttum saman. Ég votta öllum aðstandendum samúð mína. Guð vaki yfir ykkur öllum. Lilja Hákonardóttir og fjöl- skylda. Okkur mæðgurnar í Danmörku langar með nokkrum orðum að minnast þín, elsku amma okkar og langamma í Helgó. Nú ert þú farin til afa Trausta sem búinn er að bíða eftir þér árum saman og hefur hann örugglega verið glaður að sjá þig. Við erum að reyna að gleðjast yfir þessum endurfundum, elsku amma, en það er samt erfitt því helst af öllu vildum við óska þess að þú værir áfram hér hjá okkur. Allar yndis- legu minningarnar úr Helgamargra- strætinu skjótast nú upp í hugann, mannmörgu jólaboðin þar sem þú húsmóðirin sjálf sást um dýrindis veitingar, heimsóknirnar til þín með tóman maga en troðfullan þegar heim var haldið, að ógleymdum öll- um ævintýraferðunum þínum upp um fjöll og firnindi í leit að steinum. Alltaf þegar þú ætlaðir að koma í sveitina með mömmu eftir bæjar- ferð hjá henni þá kom mamma oft- ast ein keyrandi heim að bænum og upplýsti okkur um að þú hefðir orð- ið eftir á leiðinni. Þú komst svo ark- andi töluvert löngu seinna með alla vasa fulla af steinum. Ófáar steina- skreytingar hefur maður fengið hjá þér, hvoru tveggja til að eiga sjálfur og til gjafa til vina og kunningja. Áslaug Þorsteinsdóttir ✝ Áslaug Þorsteins-dóttir fæddist á Hálsi í Svarfaðardal 11. mars 1920. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 16. júní sl. Sérstaklega vænt þykir mér um mynd- ina sem þú gafst mér fyrir um það bil þrem- ur árum þegar ég fór að dást að henni í Helgamagrastrætinu. Myndina málaðir þú sjálf fyrir margt löngu og var ég sú fyrsta og eina sem fannst myndin falleg, eða svo sagðir þú. Myndin fékk strax sinn stað í Laufrimanum hjá okkur mæðgum og varst þú mér sammála um að stað- urinn færi henni vel eitt sinn er þú komst í heimsókn. Þessi mynd mun alltaf fylgja mér. Það var svo gott að koma í heim- sókn til þín um jólin og fá hjá þér súkkulaði og annað gotterí en þrátt fyrir að þú værir ekki lengur heima í Helgamarga þá hélstu áfram að tína til allar þær kræsingar sem þú áttir til hjá þér okkur til mikillar gleði. Því miður náðum við ekki að hitta þig aftur eftir heimsóknina um jólin en hugur okkar hefur verið hjá þér og ætluðum við okkur að hitta þig aftur í sumar þegar við kæmum frá Danmörkinni. En stundum fara hlutirnir ekki alveg eins og maður ætlar þeim að fara. Við reynum að hugga okkur við það að þú ert nú komin á stað sem þér líður vel á og hefur nú góða yfirsýn yfir þann stóra og fallega hóp sem þú lætur eftir þig. Amma, þú ert einstök kona. Við munum sakna þín. Elsku Inga, Jófý, mamma og amma Alda og Árni, hugur okkar er hjá ykkur. Árdís Ármannsdóttir og Eva Huld Halldórsdóttir. Mig langar að minnast Áslaugar móðursystur minnar með nokkrum orðum. Áslaug var heilsteypt og hreinskiptin manneskja. Hún hafði áhugaverða áru í kringum sig. Hvernig hún heilsaði fólki og hvern- ig hún sagði frá fannst mér alltaf töfrandi. Það þurfti ekki að vera merkilegt það sem hún sagði heldur frekar það hvernig það var sagt sem var tilkomumikið. Hún hafði þann eiginleika að gæða frásögn sína og tungumál lífi. Gat gert mikið úr litlu. Hún hafði skýrar skoðanir á mönnum og málefnum og því engin lognmolla þar sem hún var. Þetta gerði hana að kjarnakonu. Hún var iðin og eljusöm alla tíð og mikil úti- vistarkona á yngri árum. Hún hafði mikinn áhuga á öllu handverki, var hagleikskona og listhneigð. Það skipti ekki máli hvort hún saumaði út mynd, útbjó sessu á stól, málaði á gler eða bara skreytti smurbrauð- stertu, það var vandað til verks. Úti- vistina og listhneigðina sameinaði hún svo í merkilegu áhugamáli. Hún leitaði um fjöll og firnindi að stein- um og grjóti og flutti þá sem henni líkaði heim í Helgamagrastrætið. Í kjallaranum kom hún sér upp vélum og tækjum til að eiga frekar við grjótið og minnti á alkemista mið- alda sem reyndi að breyta grjóti í gull og gersemar. Henni tókst líka að ná fram innri fegurð steinanna með því að saga þá í þunnar skífur sem hver um sig varð opinberun í samspili við ljós. Á þennan hátt bjó hún til lampaskerma sem minna á steinda glugga. Ljósið kveikir þann- ig líf í hörðu grjótinu. Eins bjó hún til litlar fallegar vörður úr steinum sem hún hafði slípað og sagað til. Þetta gaf hún ættingjum og vinum. Eitt sinn bauð hún mér stein úr skálinni sinni. Ég valdi mér einn. Hún hélt síðan þessum steini lengi í greip sinni, kreisti hann, og velti á milli handa sér, kreisti aftur og sagði; „jú, þetta er góður steinn og gott val, það er kraftur í þessum steini“. Þannig var hún, kraftmikil og skapandi og líka gjafmild á lífs- teina sína og ljós. Ég, Heiða og dætur vottum börn- um hennar, tengdabörnum, afkom- endum og systkinum okkar dýpstu samúð. Við kveðjum þessa merku konu með virðingu og þökk. Blessuð sé minning hennar og megi hún lýsa og varða ykkar vegi. Daníel Guðjónsson. Elsku Áslaug mín. Þá er komið að kveðjustundinni og ég vil þakka þér fyrir allar þær yndislegu stundir sem ég fékk að njóta í návist þinni, sérstaklega á síðustu árum þar sem ég loksins fór að heimsækja minn uppáhaldsbæ, Akureyri. Þú varst ein af mínum bestu vin- konum. Þegar við sátum saman og byrjuðum að rifja upp lífið, til- veruna, sorgir og ástir vorum við báðar eins og ærslafullir unglingar því það var eitthvað svo notalegt og auðvelt að ræða við þig um allt milli himins og jarðar, nú er þetta allt „leyndó“ eins og krakkarnir segja. Það var dásamlegt að koma í Helgamagrastræti og skoða alla steinana þína og fá að vita allt um þá. Þú varst eins og þeir, björt og glitrandi. Sama er að segja um myndina með blómunum sem þú gafst mér. Alltaf var ilmurinn úr eldhúsinu þegar ég gisti. Ég var alltaf í því að borða á mig gat enda nóg af öllu eins og þín var von og vísa. Takk fyrir allt, Áslaug mín, hvíl þú í friði og megi allir englar vera með þér og þinni yndislegu fjöl- skyldu. Erna Stefánsdóttir. Jæja, Áslaug mín, þá ertu búin að yfirgefa okkur, en við vorum ákveð- in í að skreppa norður eftir Spán- arferðina. Það var alltaf svo gaman að geta gist á „Steinasafninu“ þínu sem er alveg einstakt og svo var það á svo góðum stað og stutt frá þar sem við vorum í gamla daga. En best hefði nú verið að þú værir þar líka en mér skilst að vel hafi farið um þig þar sem þú varst og það var fyrir mestu. Ég er oft að hugsa um hvernig hefði farið fyrir mér í gamla daga ef þið Trausti hefðuð ekki tekið mér eins og þið gerðuð þegar ég flutti til Akureyrar, 21 árs með eina litla stelpu og húsbóndinn alltaf úti á sjó svo langt í burtu að ekki var hægt að ná símasambandi nema einstaka sinnum. Svo kom að því að næsta stelpa var á leiðinni og þá var ég svo fávís að ég hélt að ég gæti bara farið inn á spítala til að eiga barnið. Það var nú öðru nær, svoleiðis var ekki hægt á þeim árum, 1953. Þú varst ekki í vandræðum því sparistofan sem var auðvitað eina stofan stóð mér til boða. Hún var á efri hæðinni en eldhús og salerni niðri. Þetta var ekkert mál, stofunni var breytt í „vöggustofu“ í viku eða 10 daga en þá fór maður nú ekki út að hlaupa daginn eftir eins og nú tíðkast. Ég var nú ekki sú eina sem naut góðs af því hvað þið voruð gestrisin, góð og með mikið hjartarúm. Stebbi var líka búinn að vera meira og minna hjá ykkur frá 15 ára aldri. Honum fannst alltaf þú og Trausti vera hálfgerðir fósturforeldrar sínir. Síðan fluttum við til Reykjavíkur og þá var samgangurinn minni enda tók vinnan og barnauppeldið sinn tíma. Við þökkum fyrir alla hlýjuna og góðvildina í okkar garð og minn- ingin um þig mun aldrei gleymast. Angela og Stefán. Kveðja frá Flataskóla Það er hverri upp- eldis- og menntastofn- un nauðsyn að eiga starfandi holl- vini í ýmsum stigum samfélagsins. Halldór Kristinn Vilhelmsson, völ- undur og tónlistarmaður, var einn þeirra. Hann var fremstur meðal jafningja í annars úrvalshópi traustra hollvina skólans. Halldór liðsinnti, gaf og auðgaði allt tónlist- arlíf og afkima þess í Flataskóla þegar til hans var leitað. Skólinn á Halldóri svo margt að þakka; vinnu- framlag, hvatningu, greiðvikni og stuðning. Þó Halldór hafi ekki verið opinber starfsmaður skólans þá er nafn hans samofið tónlistaruppeldi skólans í áraraðir. Skólinn var svo lánsamur að eiga þig að, Halldór, starfa með þér sól- armegin og rækta þann garð sem þér þótti hvað blómlegastur, sjálfan menningarreitinn. Eftir þig liggja margir nytja- og listmunir um skól- ann og víðar. Forláta hljóðfæra- standar, hillur, nótnapúlt, hljóðfæri og sviðsmyndir. Á vorönn 2008 hófst samstarf okkar í hljóðfærasmíði sem miklar vonir voru bundnar við, verkefni sem átti að stækka og verða viðameira með árunum. Verk- efnið hófst með heimsókn á heimili ykkar Áslaugar til að kynna nem- endum smíði íslenska langspilsins. Heimsóknin var ævintýri líkust þar sem nemendum og tilvonandi hljóð- færasmiðum voru kynntar smíðaað- ferðir, efnisval og handtök við gerð langspilsins. Smíðaverkstæðið þitt var ekki af þessum heimi, bar eig- anda sínum glöggt vitni. Þar var ástríðusafnari á ferð. Þessari góðu og fróðu heimsókn á smíðaverk- stæði völundar lauk með kaffisam- sæti í garði og sælureit ykkar Ás- laugar þar sem boðið var upp á heitt kakó og smákökur. Eftir heimsókn- ina í Furulundinn hófst mikil hug- mynda- og þróunarvinna. Það átti að smíða hljóðfæri sem vindurinn einn léki best á. Hljóðfærasmíði þar sem grundvallarhugmyndafræðin var jafnvægi. Þar sem fyrr komst þú að kjarna verkefnisins; efnisvali, sögun, borun og leiðsögn ýmiss kon- ar. Vindhörpurnar óma ekki eftir dyntum Kára, til þess þóttu þær of miklir smíðisgripir, heldur prýða hörpurnar anddyri og ganga skól- ans. Ómur vindharpnanna er minn- isvarði farsæls samstarfs og um leið hvati til áframhaldandi landvinn- inga. Skömmu eftir að samstarfi þessa áhugaverða verkefnis lauk mættir þú örlögum þínum. Nú rúmu ári síðar kveðjum við með trega góðan og traustan hollvin sem skipti sköpum og lét sig varða menningar- líf hverfisskólans í bænum. Sofinn er fífill fagr í haga, mús undir mosa, már á báru, lauf á limi, ljós í lofti, hjörtr á heiði, en í hafi fiskar. Við skulum gleyma grát og sorg; gott er heim að snúa. Láttu þig dreyma bjarta borg, búna þeim er trúa. (Jónas Hallgrímsson.) Kæra Áslaug og fjölskylda, megi okkar innilegustu samúðarkveðjur fylgja ykkur fram á veginn. Fyrir hönd starfsfólks Flataskóla, Hjördís Ástráðsdóttir. Halldór Kristinn Vilhelmsson ✝ Halldór KristinnVilhelmsson fæddist í Reykjavík 24. apríl 1938. Hann lést á líknardeild Landakotsspítala að- faranótt 17. júní og var jarðsunginn frá Vídalínskirkju í Garðabæ í 25. júní. Kveðja frá Félagi áhugamanna um tréskurð Á vorsýningu Fé- lags áhugamanna um tréskurð í maí mætti Halldór Vilhelmsson sem fyrr. Við vorum búin að heyra af veik- indum en ekki hversu alvarleg þau voru. En hann mætti og gladdi okkur með nærveru sinni. Halldór bar hag félagsins fyrir brjósti og það á honum mikið að þakka. Alltaf var hann boðinn og búinn að leggja hönd á plóg og vinna að fram- gangi tréskurðar á Íslandi. Síðastliðið ár var Halldór í stjórn félagsins og í sýningarnefnd. Á sínum tíma þegar efnt var til samkeppni um merki félagsins var teikning Halldórs valin. Teikningin, sem sýndi asklok, var þjóðleg, stíl- hrein og vel útfærð. Þó ekki væri fyrir annað þá mun merki félagsins halda minningu Halldórs á lofti. Halldór var ekki aðeins góður fé- lagi heldur völundur þegar kom að tréskurði. Gripir hans voru fagur- lega skornir og báru vott um mikinn hagleik. Það lék allt í höndum hans. Hann var tréskeri. Sendum fjölskyldu hans og vin- um, samúðarkveðjur. Við söknum Halldórs Vilhelmssonar. Sigurjón Gunnarsson, formaður Félags áhugamanna um tréskurð. Halldór Vilhelmsson kenndi um árabil söng við Tónlistarskólann í Reykjavík. Þannig atvikaðist það að fundum okkar bar fyrst saman haustið 1982, hann kennari, ég tenór sem þóttist vera bassi. Á fjórum fer- metrum opnaði hann fyrir okkur nemendum sínum heimsálfu söngs- ins; setti fyrir þjóðlagahefti Göggu Lund og útsetningar Brittens á enskum þjóðlögum, strekkti belti um kvið til þess að við fyndum til stuðnings og styrkti öndunarfærin með skringilegum æfingum (að okk- ur fannst) svo okkur lá við yfirliði. Halldór var þögull maður með mikil hljóð. Rödd hans var hlý og gat fyllt stóra sali; hann var á tíma- bili okkar helsti bass-baritón og átti stórkostleg tilþrif bæði á tónleikum og á sviði. Oft hef ég séð La Trav- íötu eftir Verdi en ég minnist þess ekki að hafa heyrt aríu Georgs Ger- mont jafn glæsilega sungna og í Ís- lensku óperunni á sínum tíma þegar Halldór var í hlutverki tengdaföður Víólettu. Hann hafði magnað tak á hlutverkinu sem rennur seint úr minni. Þrátt fyrir þessa miklu sönghæfi- leika var það Halldóri framandi að reyna að ota sér fram. Væri hann spurður að atvinnu sagðist hann vera trésmiður. Og það voru svo sem orð að sönnu. Hann smíðaði og skar listilega út í tré, t.d. nótnastatíf sem notuð eru daglega í Tónlistar- skólanum í Reykjavík. En hugur hans var alltaf í tónlistinni. Hann var óþreytandi allt fram á síðasta dag að taka þátt í söngstarfi, bæði í Hljómeyki og Kór Vídalínskirkju þar sem fundum okkar bar aftur saman fyrir fimmtán árum. Allt frá fyrstu kynnum hvatti hann okkur unga fólkið til dáða, gaf góð ráð og benti á hvað betur mætti fara. Þeg- ar við svo höfðum lokið námi og hann farinn að syngja hjá okkur nemendum sínum var viðmótið enn jafn ljúft og opið; það var eins og hann væri alltaf jafn þakklátur fyrir að mega vera með að yrkja akur tónlistarinnar, hvort heldur sem gefandi kennari og glæstur ein- söngvari eða sem óbreyttur kór- félagi kominn á efri ár. Fjölskyldu og ástvinum Halldórs eru sendar hugheilar samúðarkveðj- ur. Gunnsteinn Ólafsson. ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HALLDÓRU GUÐRÚNAR BJÖRNSDÓTTUR, Furugrund 60, Kópavogi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sunnuhlíðar fyrir einstaka umönnun og vináttu. Jóhanna Bogadóttir, Eiríkur Bogason, Guðbjörg Ólafsdóttir, Kristján Bogason, Jóhanna Emilía Andersen, Svava Bogadóttir, Kristján Bjarnason, Gunnar Bogason, Bergþóra Aradóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.