Morgunblaðið - 01.07.2009, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.07.2009, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 2009 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Söngvaseiður (Stóra sviðið) Sannleikurinn (Stóra sviðið) Söngvaseiður, vertu með í haust, tryggðu þér miða Við borgum ekki (Nýja sviðið) Uppsetning Nýja Íslands. Söngvaseiður. Sala hafin á sýningar í haust. Munið afslátt fyrir viðskiptavini Vodafone! Fös 3/7 kl. 19:00 Ö Lau 11/7 kl. 19:00 Fim 2/7 kl. 20:00 Ö Fös 3/7 kl. 20:00 Ö Fim 9/7 kl. 20:00 Fös 10/7 kl. 20:00 Fim 16/7 kl. 20:00 Fös 17/7 kl. 20:00 Fös 4/9 kl. 19:00 U Lau 5/9 kl. 19:00 Ö Sun 6/9 kl. 19:00 Ö Mið 9/9 kl. 19:00 U Fim 10/9 kl. 19:00 Ö Fös 11/9 kl. 19:00 Fös 18/9 kl. 19:00 Ö Lau 19/9 kl. 19:00 U Sun 20/9 kl. 14:00 Ö Lau 26/9 kl. 14:00 Ö Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÉG fór nú ekki alla hnattferðina, heldur sigldi ég frá Bergen til Reykjavíkur,“ segir rithöfundurinn Andri Snær Magnason sem flutti fimm fyrirlestra um borð í japanska hnattferðarskipinu Peace Boat dag- ana 12. til 18. júní. „Þeir tóku mikinn krók, sigldu norður með Noregi, upp að heimsskautsbaugi og svo þaðan til Íslands,“ segir Andri Snær. Skemmtiferða- og skólaskip Það eru japönsk friðarsamtök sem gera skipið út, en það hefur siglt um heimsins höf í rúman aldarfjórðung. „Þetta eru samtök sem voru stofn- uð í Japan upp úr síðari heimsstyrj- öld og er ætlað að standa vörð um ní- undu grein japönsku stjórnarskrár- innar sem bannar þeim að byggja upp her eða lýsa yfir stríði á hendur annarri þjóð,“ segir Andri Snær. „Í kringum 1980 voru kennslu- bækur í Japan kolrangar hvað varð- ar þátttöku Japana í stríðinu, og það var talað um að þeir hefðu frelsað Kínverja þegar raunin var sú að þar fóru fram einhver rosalegustu fjöldamorð mannkynssögunnar. Þannig að þessi samtök gerðu sína eigin kennslubók og keyptu svo skip sem þeir sigldu á til Kína til þeirra svæða sem höfðu orðið illa úti í stríði við Japani á sínum tíma,“ segir Andri Snær, en ævintýrið vatt upp á sig og frá árinu 1983 hefur skipið verið á nánast stöðugri siglingu. „Þeir eru þrjá mánuði í kringum hnöttinn og það eru yfirleitt á bilinu 500 til 1.000 manns um borð. Þannig að þetta er í rauninni mjög stórt skemmtiferðaskip, sem hefur verið breytt í hálfgert skólaskip. Og flestir um borð eru annaðhvort ellilífeyr- isþegar eða fólk undir þrítugu. Þar af eru svona 99% Japanir.“ Engin sjóveiki Aðspurður segir Andri Snær að sigling í kringum hnöttinn kosti tvær til þrjár milljónir króna og samtökin séu rekin fyrir það fé. „Svo eru stöðugir fyrirlestrar um borð, þeir bjóða nefnilega fyrirlesara frá hverju landi og sigla með hann ákveðinn legg,“ segir rithöfundurinn sem sjálfur flutti fimm fyrirlestra. „Blái hnötturinn er kominn út á japönsku og eitt kvöldið las ég upp úr honum fyrir svona 300 manns. Svo er Draumalandið líka að fara að koma út á japönsku, þannig að ég las upp úr henni. Svo flutti ég líka fyr- irlestur um vatn ásamt japönskum fræðimanni, auk fyrirlesturs um Ís- land, sögu landsins og menninguna.“ Hvað sjóveiki varðar segist Andri Snær ekkert hafa orðið var við hana. „Ég fór reyndar í fyrra líka og þá var fyrsti fyrirlesturinn í brjálaðu veðri. Þá var hálfur salurinn dofinn af sjóveikipillum, og ég sjálfur með sæmilega velgju í maganum. En núna gekk þetta miklu betur og þetta var bara mjög gaman, enda er þetta bara eins og fljótandi Japan – það er allt japanskt um borð, menn- ingin og maturinn.“ Skipið var í Reykjavíkurhöfn í einn dag og að sögn Andra Snæs fóru flestir hinna 1.000 farþega í land og kynntu sér land og þjóð. Messaði yfir Japönum  Andri Snær Magnason flutti fyrirlestra um borð í japönsku hnattferðarskipi  Blái hnötturinn er kominn út á japönsku og Draumalandið er á leiðinni Á sjó Andri Snær, sonur hans Hlynur Snær og fjórir Japanir um borð í Peace Boat. Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÉG er náttúrlega búinn að fá nóg, þetta eru orðin þrjú ár og 250 sýn- ingar. Minn helsti ótti núna er sá að Hilmir verði betri en ég, hann er náttúrlega líklegur til þess,“ segir Benedikt Erlingsson, leikari og höf- undur einleiksins Mr. Skalla- grímsson sem sýndur hefur verið í Landnámssetrinu í Borgarnesi við miklar vinsældir. Þegar verkið verð- ur tekið upp að nýju í haust tekur nýr leikari við af Benedikt – sjálfur Hilmir Snær Guðnason. „Þetta svo- kallaða frásagnarleikhús, sem kem- ur frá Dario Fo og evrópskum sagnamannakúltúr, ég varð eig- inlega fyrst vitni að því í leiklist- arskólanum þegar Hilmir var á þriðja ári og lék sögu eftir föður sinn, þar sem hann lék marga kar- aktera og sagði okkur sögur. Það varð mér innblástur að bæði Orms- tungu og Mr. Skallagrímsson. Þann- ig að við erum eiginlega að loka hringnum með því að fá Hilmi í þetta. Hann er meira að segja eig- inlega of réttur, það er ekkert sem hræðir leikara meira en að einhver verði betri en hann – og að hann gleymist,“ segir Benedikt og hlær. Aðspurður segist Benedikt óttast að þessar mannabreytingar verði til þess að auka aðsókn ungra kvenna að sýningunni. „Já, það verða önnur sárindin í mínu hjarta, þegar ungar konur streyma þarna upp eftir. Þannig að það er margt sem ég þarf að þola í þessu sambandi.“ En nú hefur Hilmir verið fastráð- inn í Borgarleikhúsið – hefur hann tíma fyrir þetta? „Já já, Himmi gerir þetta með annarri hendi.“ Óttast að konur streymi í Borgarnes til að sjá Hilmi Snæ Morgunblaðið/G.Rúnar Þjóðlegir Hilmir Snær Guðnason og Benedikt Erlingsson á góðri stund. Hilmir Snær Guðnason er hinn nýi Mr. Skallagrímsson Þegar Andri Snær er spurður út í sín næstu verkefni vill hann fremur lítið gefa upp. „Ég er reyndar að koma nýju verki af stað en ég get eiginlega ekkert sagt frá því eins og er, þótt það sé komið nokkuð vel á veg. En Draumalands-myndin tók töluvert meiri tíma en ég bjóst við þannig að núna er ég bara að reyna að setja kraft í nýtt verk. Þar fyrir utan er ég nú bara í sumarfríi,“ segir hann. Verk í bígerð  Það hefur farið víða mynd- skeiðið af Hermanni Hreiðarssyni þar sem hann stendur eins og illa gerður hlutur á sviði Nasa og reyn- ir af veikum mætti að syngja lag með Hjaltalín. Birtustig og hljóm- gæði myndbandsins eru að vísu með lakasta móti en þó sést í lokin þegar Hermann kastar sér út í sal- inn og lendir að því er virðist kylli- flatur á gólfinu. Minnti þetta marga á Árna Ben. um árið þegar hann stökk fram af sviðinu á Melarokks- tónleikunum 1982 í miðju setti Purrksins. Mun Árni, eins og Her- mann, hafa komið við ökklann á sér eftir harða lendinguna. Hann kom við ökklann á sér Fólk MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ úthlutaði á dögunum styrkjum úr Tónlistarsjóði fyrir seinni árshelming 2009. Samkvæmt heima- síðu ráðuneytisins barst 101 umsókn frá 93 aðilum en heildarfjárhæð umsókna nam tæplega 77 milljónum króna. Veittir voru styrkir til 68 verkefna að heildarupphæð 12.550 þúsunda króna. Hæsta styrkinn hlaut Íslensk tónverkamiðstöð vegna yfirfærslu tónverkasafns Íslensku tónverkamið- stöðvarinnar til handritadeildar Landsbókarsafns Íslands að upphæð 1,5 milljóna króna. Næsthæsta styrk- inn hlaut Þjóðlagahátíð á Siglufirði  Anna Mjöll Ólafsdóttir er ein þeirra fáu Íslendinga sem náði að hitta Michael Jackson meðan hann lifði. Hún sagði frá heimsókn sinni til Neverland um árið hér í Morgun- blaðinu um helgina og sagði Jack- son hafa verið afar elskulegan en mjög einmana. Og líkt og fleiri ætlar Anna Mjöll að heiðra minningu Jacksons með sínum hætti. Hún vinnur nú að nýrri plötu þar sem djasstónlist verður í aðalhlutverki. Áætlað er að platan komi út fyrir næstu jól og verður eitt laganna tileinkað Mich- ael Jackson. Billie Jean, Thriller, Bad? Það kemur víst allt í ljós. Anna Mjöll minnist Michaels Jackson www.peaceboat.org Sin Fang Bous Sindri Már Sigfús- son fékk styrk til tónleikaferðalags. sem hefst innan skamms og þriðja hæsta styrkinn hlaut Polarfonica classics ehf. vegna tónleikahalds tónlistarfélagsins Frón í samstarfi við ýmis sveitarfélög. Popptónlist- armenn voru þó ekki skildir út undan því Afkimi ehf. hlaut 400 þúsund kr. fyrir markaðssetningu á erlendri útgáfu og Sing Fang Bous og Sudden Weather Change hlutu 250 þúsund krónur hvor, svo dæmi sé tekið. 12,5 milljónir til tónlistarverkefna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.