Morgunblaðið - 01.07.2009, Side 40

Morgunblaðið - 01.07.2009, Side 40
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 2009 SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI FLOTTASTA HASARMYND SUMARSINS Frá leikstjóranum Michael Bay ásamt stórleikurunum Shia LaBeouf, John Torturo og kynþokkafyllstu leikkonu heims Megan Fox „STÆRRI, FYNDNARI, FLOTTARI ... EF ÞÚ FÍLAÐIR FYRSTU MYNDINA, ÞÁ ÁTTU EFTIR AÐ DÝRKA ÞESSA!“ T.V. - KVIKMYNDIR.IS VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG! „KRAFTMIKIL ADRENALÍNSPRAUTA FRÁ UPPHAFI TIL ENDA.” „RÚSSÍBANAMYND SUMARSINS ...” S.V. HEIMSFRUMSÝNING! SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK ATH: FYRSTA SÝNING ER KL. 13:30 Í ÁLFABAKKA / ÁLFABAKKA / KRINGLUNNI TRANSFORMERS 2 kl. 4D - 7D - 10D POWERS. KL. 10 10 DIGITAL THE HANGOVER kl. 4 - 6D - 7 - 8D - 9:10- 10:20D 12 DIGITAL CORALINE 3D m. ísl. tali kl. 43D L 3D DIGTAL TRANSFORMERS 2 kl. 2 - 5:30 - 8D - 11D - Powersýning kl. 11 10 DIGTAL THE HANGOVER LÚXUS VIP kl. 3:40 - 5:50 TRANSFORMERS 2 kl. 8 - 11 - Powersýning kl. 11 LÚXUS VIP STAR TREK XI kl. 10:20 10 ÍSÖLD 3 m. ísl. tali kl. 1:303D - 3:403D - 5:503D L STÍGV. KÖTTURINN m. ísl. tali kl. 1:30 - 3:40 L ÍSÖLD 3 m. ísl. tali kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 L HANNAH MONTANA kl. 5:50 L THE HANGOVER kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 - 8:10 - 8:30 - 10:20 - 10:30 - 11 12 Sem áhugamaður um rithöf-undinn Philip Kindred Dickþótti mér fengur að því á sínum tíma að búið væri að kvik- mynda eina af hans bestu bókum, Do Androids Dream of Electric Sheep?, en myndinni var valið heit- ið Blade Runner.    Kvikmyndir lúta öðrum lög-málum en bókmenntir og snjallir kvikmyndagerðarmenn segja söguna á annan hátt og beita öðrum brellum en rithöfundar. Því verður ekki amast við því hér hve kvikmyndin Blade Runner er frá- brugðin bókinni Do Androids Dream of Electric Sheep? eða hafð- ir kveinstafir uppi um að hitt og þetta og vanti í myndina sem hafi skipt máli í skáldverkinu. Aftur á móti má velta því fyrir sér hvers vegna kvikmyndin Blade Runner 1982 er svo frábrugðin Blade Run- ner 1982 – hin fyrri til sýningar vestan hafs og seinni ætluð til sýn- inga utan Bandaríkjanna. Við þetta má svo bæta sérklipptri útgáfu fyr- ir sjónvarp frá 1986, klippta vinnu- eintakinu frá 1990-91, Ridley Scott samþykktu leikstjóraútgáfunni (Di- rector’s Cut) frá 1992 og lokaútgáf- unni frá 2007 sem Ridley Scott samþykkti einnig. Við ofangreint má svo bæta vinnuútgáfunni frá 1982 og útgáfunni sem sýnd var í San Diego í maí 1982 og svo aldrei aftur.    Allar eru þessar útgáfur mis-munandi, hver á sinn hátt, og misgóðar (ekki séð allar reyndar, en flestar). Málum er því svo komið að þegar maður heyrir einhvern lofa kvikmynd er rétt að spyrja um hvaða útgáfu hann sé eiginlega að tala, því vel má vera að það sem maður kann sjálfur svo vel að meta í einhverri kvikmynd sé gerbreytt eða hreinlega sleppt í næsta klippi.    Sumir leikstjórar hafa nefnileganýtt nýja klippingu til að búa til styttri útgáfur mynda sinn, hert á framvindunni eða klippt út það sem þeir voru ekki sáttir við. Aðrir virðast helst líta á það sem skyldu sína að lengja myndirnar sem mest, hrúga í þær atriðum sem ekki þóttu nógu góð á sínum tíma, en batna nú í skini gullsins. Dæmi um myndir sem hafa lengst verulega við það að komast í tæri við klipp- araskærin að nýju er langlokan Lord of the Rings; fyrsta myndin fór úr 178 mínútum í 208, önnur úr 179 í 223 og þriðja úr 201 mínútu í 251.    Vitanlega er allt þetta klippirífyrst og fremst markaðslegt; þeir sem þegar eru búnir að kaupa Blade Runner 1982 kaupa líka leik- stjóraútgáfuna frá 1992 og loka- útgáfuna frá 2007 og svo allar sam- an í einum pakka.    Stundum grípa aðdáendur líkatil sinna ráða, klippa mynd- irnar eins og þeim hugnast og það á örugglega eftir að verða algeng- ara. Gott dæmi um það er The Mat- rix Dezionized þar sem myndirnar skelfilegu Matrix Reloaded og Mat- rix Revolutions eru klipptar í eina mynd meðal annars með því að sleppa tilvísunum í borgina Zion, bardaganum mikla, hallæris- diskóinu og svo má lengi telja. Nið- urstaðan: miklu skemmtilegri mynd fyrir minn smekk. Kannski fara menn brátt að gefa út áhorf- endaútgáfur, ekki síður en leik- stjóraútgáfur. arnim@mbl.is Klipp, klipp og aftur klipp AF LISTUM Árni Matthíasson » Aðrir virðast líta áþað sem skyldu að hrúga í myndir atriðum sem ekki þóttu nógu góð á sínum tíma, en batna nú í skini gullsins. Klippa! Öll afbrigði kvikmyndarinnar Blade Runner eru augnakonfekt. Úr kvikmynd

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.