Morgunblaðið - 01.07.2009, Page 41

Morgunblaðið - 01.07.2009, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 2009 „ÉG HEF EKKI SKEMMT MÉR BETUR Í BÍÓ SÍÐAN EINHVERN TÍMANN Á SÍÐUSTU ÖLD.“ „ÞÁ ER HANDRITIÐ MEINFYNDIÐ, UPPFULLT AF GEGGJUÐUM UPPÁKOMUM.“ „FLEST LEGGST Á EITT AÐ HALDA MANNI Í NÁNAST ÓSTÖÐVANDI HLÁTURSKASTI OG „GÓÐUM FÍLING“, ALLT FRÁ UPPHAFSMÍNÚTUNUM...“ S.V. - MBL SÝND MEÐÍSLENSKUTALI FRÁBÆR FJÖLSKYLDUSKEMMTUN SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND M EÐ ÍSLENS KU OG ENSKU TALI SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKASÝND Í ÁLFABAKKASÝND Í KRINGLUNNI MISSIÐ EKKI AF STÆRSTU OG SKEMMTILEGUSTU TEIKNIMYND ÁRSINS! OG NÚNA LÍKA Í 3-D STÆRSTA BÍÓOPNUN Á ÍSLANDI ÁRIÐ 2009 VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI ÁRIÐ 2009 41.000 MANNS FRÁ FRUMSÝNINGU! ATH: FYRSTA SÝNING ER KL. 13:30 Í ÁLFABAKKA / AKUREYRI TRANSFORMERS 2 kl. 8 - 11 10 THE HANGOVER kl. 8 - 10 12 / KEFLAVÍK TRANSFORMERS 2 kl. 8 - 11 Powers. kl. 11 10 ÍSÖLD m. ísl. tali kl. 8 L GHOSTS OF GIRLFRIENDS PAST kl. 10 7 / SELFOSSI TRANSFORMERS 2 kl. 8 - 11 Powersýn. kl. 11 10 YEAR ONE kl. 8 10 TERMINATOR SALVATION kl. 10 14 Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is ÞÆR sveitir sem höfnuðu í þremur efstu sætunum í liðnum Músíktil- raunum unnu sér inn, m.a., vist í hljóðsmiðju vestur á fjörðum, en um er að ræða snjalla þýðingu á enska hugtakinu „music workshop“. Þetta voru hljómsveitirnar Bróðir Svart- úlfs, Ljósvaki og The Vintage og var það tónlistarsjóðurinn Kraumur sem styrkti framtakið. Smiðjan fól það í sér að sveitirnar dvöldu saman í viku- tíma eða svo, 12.-18. júní, í hljóð- verinu Tankinum sem er staðsett á Flateyri við Önundarfjörð, unnu þar að tónlist og kynntust ýmsum hliðum á hljóðversvinnu og tónlistarbrans- anum almennt. Smiðjustjórar voru þeir Mugison, Páll Ragnar Pálsson, en hann er þekktur úr rokkinu sem gítarleikari Maus og nemur nú við Estonian Academy of Music og Önundur Hafsteinn Pálsson, eig- andi Tanksins. Maður er drullustressaður „Þetta var í fyrsta skipti sem við prófum þetta og vonandi verður framhald á, þar sem þetta heppnaðist frábærlega,“ segir Mugison. Hann segir að góður tími hafi verið tekinn í að kynnast innviðum hljóðversins og þeim möguleikum sem það býður upp á og hann hafi haldið óformlegt námskeið sem fólst mest í afslöppuðu spjalli. Hann segir sveitirnar hafa verið mjög forvitnar og áhugasamar og þær hafi nýtt þennan tíma til hins ýtrasta. Það er aðstandendum Músíktil- rauna til tekna að vinningssveitir eru ekki lengur skildar eftir í limbói eftir keppni, með hljóðverstíma sem nýt- ast svo kannski illa eða ekkert. Ræki- leg eftirfylgni er nú í kjölfar úr- slitanna, án þess þó að einhverjar skyldur séu lagðar á sveitirnar, og er það vel. „Maður hefði viljað eiga kost á ein- hverju svona þegar maður var yngri. Ég og fleiri fórum í hljóðver átján ára gamlir, búnir að vera að safna fyrir tímunum allt sumarið og svo var maður ein taugahrúga þegar inn var komið af því að maður vissi ekkert. Það er t.d. ekkert hlaupið að því að syngja í fyrsta skipti í hljóðveri, sam- anborið við bílskúrinn. Maður er drullustressaður.“ Lífsfylling Mugison segist hafa vandað sig við það að spóla aftur á bak í tíma og reyna að ímynda sér hvað hann hefði viljað vita þá, þegar að „kennslu kom“. „Strákarnir í Bróður Svartúlfs, sem ég hafði umsjón með, spurðu mikið og ég fékk mjög góð viðbrögð frá þeim, skemmtilegt „fídbakk“. Ég nam snemma að þeir eru í þessu af 100% ástríðu, og þetta er það sem gefur þeim lífsfyllingu. Ég lagði ríka áherslu á að þeir færu af stað sjálfir og kæmu hlutunum í gang sjálfir. Það gerist ekkert af sjálfu sér í þess- um bransa og það er enginn að fara að koma til þín. Þú ert þinn eigin gæfu „smiður“.“ Smiðjunni lauk svo með því að óvæntum tónleikum var svipt upp laugardagskvöldið 13. júní á Flateyri. Eigin gæfu smiðir BB/Birgir Reffilegir Tveir hljóðsmiðjustjórar, Mugison og Önundur H. Pálsson. Músíktilraunasveitir í hljóðsmiðju í Tankinum á Flateyri „Þetta er það skemmtilegasta sem ég hef upplifað á mínum ferli,“ segir Arnar Freyr Frostason, söngvari/rappari í Bróðir Svart- úlfs. „Við vissum ekkert hvað við vorum að fara út í en þetta átti eftir að reynast algerlega ómet- anlegur tími. Að fá að vinna með Mugison eins og hverjum öðrum hversdags-Jóa var frábært.“ Arnar segir að þeir félagarnir hafi þroskast heilan helling á þessum fimm dögum og þeir hafi dregið að sér mikinn lærdóm. „Við mættum með hugmyndir og lagagrunna og svo mótuðum við þetta saman. T.a.m. sömdum við eitt lag með Mugison sem verður lokalagið á plötunni okkar. Þá var eitt fullklárað og það hang- ir núna á myspace-setrinu okkar. Þetta nýttist alveg gríðarlega vel, gaf okkur byr undir vængi og blés okkur anda í brjóst. Þetta eru efa- laust praktískustu verðlaun sem hægt er að veita í hljóm- sveitakeppni.“ Bræðraböndin treyst www.tankurinn.com

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.