Morgunblaðið - 01.07.2009, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 01.07.2009, Blaðsíða 44
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 182. DAGUR ÁRSINS 2009 »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 295 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana Staksteinar: Rugl í ríminu Forystugreinar: Hýrnar yfir Hvíta húsinu | Félagslegar umbætur þýða aukin útgjöld ríkissjóðs Pistill: Hin mannkynssagan Ljósvakinn: Horft í sjónverpil fortíðarinnar            !  " # $ % % " &' ("' " ) *+,-.* +*/-00 */1-2. +0-/+* *1-.1. *,-3*1 **.-+1 *-4+*3 *1,-,. *.2-1* 5 675 4/# 89: +//1 *+.-/* +*/-13 **/-*1 +0-/1* *1-233 *,-3,. **.-,+ *-4+30 *1.-+, *.1-0* +4*-.**0 & ;< *+.-4* +**-0, **/-3* +0-*,* *1-1*4 *,-,*3 **.-13 *-4+14 *1.-23 *.1-1* Heitast 22°C | Kaldast 10°C Suðlæg átt, 3-10 m/s. Bjartviðri á N- og A-landi, rigning eða súld á SA-landi, annars skýjað en úrkomulítið. »10 Kammerkórinn Carmina og Nordic Affect flytja lög í Skálholti úr nótna- handriti frá árinu 1742. »36 LISTIR» Aldagömul lög sungin TÓNLIST» Mugison sá um hljóð- smiðju á Flateyri. »41 Árni Matthíasson fjallar um ótalmarg- ar útgáfur kvik- myndarinnar Blade Runner eftir Ridley Scott. »40 KVIKMYNDIR» Sama mynd, önnur klippa FÓLK» Fyrirlestrar um borð í hnattferðaskipi. »37 ÚTVARP» Bergur Ebbi með nýjan þátt á Rás 2. »42 Menning VEÐUR» 1. Barn fannst á lífi 2. Aðdáendur Jacksons svipta sig lífi 3. Vildi að Janet fengi börnin 4. Djarfur hrekkjalómur á Djúpavogi Íslenska krónan styrktist um 0,5% »MEST LESIÐ Á mbl.is GANGVERK Michelsen-fjölskyldunnar er úr- verk. Fjórir ættliðir hennar hafa helgað úrverk- inu krafta sína. Nýjasti ættarlaukurinn, Róbert F. Michelsen, útskrifaðist nýverið með hæstu ein- kunn úr einum frægasta úrsmiðaskóla heims, WOSTEP í Sviss. Róbert segir að alla sína ævi hafi sér verið það morgunljóst að úrsmíðar væru það sem hann vildi læra og helga krafta sína í líf- inu. Kornungur fór hann á samning hjá föður sínum í úrsmíðum og hófst strax handa við að sækja um inngöngu í WOSTEP. „Á hverju ári sótti ég um en fékk alltaf bréf um að ég væri of ungur.“ Loksins gáfust stjórnendur skólans upp fyrir þessum þrjóska barnunga Íslendingi og samþykktu að taka hann inn eftir stíft inntökupróf. Það er nokk- urt afrek því skólinn tekur einungis inn sex nem- endur, hvaðanæva úr heiminum, annað hvert ár. Lokaverkefni Róberts var að smíða glæsilegt vasaúr. „Það var byggt á gömlu kennsluúri í skól- anum. Ég endurhannaði allt úrið og smíðaði sam- kvæmt minni hönnun. Ég smíðaði frumgerðir sem ég vissi ekki einu sinni hvort myndu virka. Þannig að úrverkið er algjörlega einstakt og annað eins úr hefur satt að segja aldrei verið gert, þetta er mjög nýstárleg hönnun.“ Úrsmíðin tók tíma og þolinmæði og Róbert sat stíft við í þrjá og hálfan mánuð. Róbert og faðir hans eru nokkuð vissir um að þetta sé fyrsta íslenska handsmíðaða úrið. Vissulega hafi verið smíðaðar klukkur hér á árum áður en ekki úr. Ber væntanlega úrið á afmælisdaginn Róbert segist ekki búast við að smíða úr alveg í bráðina því til þess vanti hann ýmis tæki og tól sem séu fokdýr. „Hins vegar er þekkingin til stað- ar og ég ætla rétt að vona að ég sé ekki búinn að smíða mitt síðasta úr!“ Róbert segist ekki ganga með úrið nema við hátíðleg tækifæri. Það er spurning hvort hann beri ekki úrið í dag þar sem fjölskyldan fagnar 100 ára afmæli úrsmíðaversl- unarinnar við Laugaveg. Langafi Róberts, J. Frank Michelsen, danskur að uppruna frétti að á Íslandi vantaði úrsmið og stofnaði hér fyrirtæki sitt 1909. Sonur hans, Franch sem er nýlátinn, tók svo við og nú smíða og höndla þeir feðgar, Róbert og Frank Úlfar, með úrin. Öll fjölskyldan hjálpar svo til við rekstur fyrirtækisins. Viðtal við Róbert mun birtast á mbl.is í dag, þar sem hann sýnir úr- ið góða. svanbjorg@mbl.is Fjórir ættliðir úrsmiða Úrsmíðaverslunin F. Michelsen 100 ára í dag Yngsti úrsmiður fjölskyld- unnar smíðar fyrsta handgerða íslenska úrið Útskrifaðist með hæstu einkunn Sá yngsti Róbert F. Michelsen útskrifaðist ný- lega úr svissneskum úrsmiðaskóla með láði. „ÉG fór á Ólymp- íuleikana í Peking til að horfa á. Eft- ir ferðina var ég mjög uppveðruð og maður kom heim með stjörn- ur í augunum og ég sagði við Þráin [Hafsteinsson þjálfara] að mig langaði á næstu Ólympíuleika. Ég stefni þangað og við sjáum til hvernig ferðalagið geng- ur. Það er löng ferð en ég stefni í rétta átt,“ sagði frjálsíþróttakonan og lyfjafræðingurinn Jóhanna Ingadótt- ir sem vakið hefur athygli fyrir góðan árangur í langstökki og þrístökki að undanförnu. Jóhanna verður orðin þrítug þegar Ólympíuleikarnir í London fara fram árið 2012 en lætur það ekkert á sig fá enda gat hún ekki æft af fullum krafti á meðan hún var í námi. Nú er annað uppi á teningnum og hefur Jóhanna stórbætt sig í bæði þrístökki og lang- stökki upp á síðkastið og höggvið nærri Íslandsmetum. „Markmiðið er klárlega sett á að slá bæði þessi met og vonandi bara sem fyrst.“ | Íþróttir Ætlar þrí- tug á ÓL í London Jóhanna hefur tekið stór stökk Jóhanna Ingadóttir ÞAÐ var líf og fjör í vestari kvísl Elliðaánna í gær þeg- ar þær stöllur Berglind Ósk Halldórsdóttir og Guðrún María Pálsdóttir brugðu þar á leik með hundinum Brúnó. Brúnó kunni sér ekki læti enda ekki á hverjum degi sem hann fær að baða sig í þessari þekktu á. Vatn- ið var volgt eftir hlýindi síðustu daga. Morgunblaðið/Eggert BUSLAÐ Í ELLIÐAÁNUM Skoðanir fólksins ’Aukin alþjóðasamvinna fullvaldaríkja í gegnum stofnanir Samein-uðu þjóðanna og starf eins og það sem Íslendingar taka þátt í með öðrum Norðurlandaþjóðum er jákvæð og helst í hendur við kröfuna um lýð- ræði [...] » 22 BJARNI HARÐARSON ’Deilurnar undanfarið, um hver séhæfur til að hljóta titilinn borgar-listamaður, eiga einnig að vissu leytirót sína í skilgreiningarvanda. Nefnilega vandanum við að svara spurningunum: Hvað er list? Hvað er ekki list? » 22 GUÐRÚN EINARSDÓTTIR ’Það er sláandi, að síðan í októ-ber hefur enginn skipuleguráróður verið rekinn, engin skipulegáætlun verið í gangi um það hvernigeigi að tala máli okkar Íslendinga úti í heimi. » 22 BJÖRN JÓNASSON ’Steinunni hefði verið meiri sómisýndur ef borgin hefði virt hanaað verðleikum og veitt henni viður-kenningu sem hæfir stöðu hennarsem framúrskarandi hönnuður á sínu sviði, í stað þess að kasta til hennar bitlingi vegna þess döngunarleysis að hafa ekki þegar stofnað til sambæri- legrar viðurkenningar fyrir hennar starfsgrein. » 23 DANÍEL ÞORKELL MAGNÚSSON ’Þetta tómstundagaman mitt vek-ur óneitanlega til hugsunar umþað hvert verði framhaldið í fram-burðarmálum fjölmiðlamanna. Faraþeir að laga framburð sinn full- komlega eftir stafsetningunni? » 23 PÁLL BERGÞÓRSSON ’Eftir því sem þokunni hefur léttaf Icesave-samkomulaginu sýn-ist mér að þessi samningur sé á þess-ari stundu eina rétta leiðin út úrógöngunum. En vel að merkja, þessi leið er rétt að byrja, – hún verður löng og ströng, og það er ómögulegt að sjá fyrir enda leiðarinnar á þessari stundu. » 25 SIGURBJÖRG SIGURGEIRSDÓTTIR SKOÐANIR»

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.