Nýtt kvennablað - 01.02.1946, Blaðsíða 11

Nýtt kvennablað - 01.02.1946, Blaðsíða 11
4. og síðasti kafli frumvarpsins fjallar um innflutning og skiptingu byggingarefnis og eftir- litsnefnd ríkisins með íbúðarbyggingum. Út- lilutun byggingarefnis miðist meðan skortur er byggingarefnis og vinnuafls við brýnustu þörf. Þeir aðilar, sem njóta hlunninda samkvæmt frumvarpi þessu, geta komið á fót innkaups- stofnun fyrir byggingarefni, og mundi það án efa verða mikil hlunnindi og draga mjög úr kostnaði við útvegun á efni. Það hefur komið í ljós, að skuldabréf sem byggingarfélag verkamanna hefur boðið út fyrir 3 millj., hafa ekki selzt nema fyrir 1 millj., og að beiðnir sem liggja fyrir frá byggihgarfélÖgum verkamanna víðsvegar um land nema 16 millj. króna — eða 15 millj. króna, sem ekki fáist við Irjálst útboð skuldabréfa. Það er því sýnilegt að það verði að tryggja byggingarfélögum verka- manna og samvinnubyggingarfélögum sölu á skuldabréfunum, ef frumvarpið á ekki að missa marks. Þegar er komin fram breytingartillaga varðandi þetta atriði frá Sigfúsi Sigurlijartar- syni og Sigurði Guðnasyni, sem gera Lancls- banka íslands að skyldu, að leysa inn skulda- bréf verkamannabústaða fyrir 20 milljónir. Að sjálfsögðu hefur ekki annað verið hægt í stuttri greinargerð, en að drepa á það helzta. Miklir erfiðleikar eru nú í byggingarmálum landsins, og þó einkum þar, sem aðstreymið hef- ur verið mezt. Það má því vænta þess að frum- varp þetta fái góðan og mikinn byr á þingi þjóð- arinnar, og að þær breytingar, sem á því 'tunna að verða gerðar, miði að því að gera það enn tryggara í framkvæmd. Afgreiðsla þessa máls varðar ekki hvað sízt okkur konurnar, þvi' heilbrigði og hamingja heimilis okkar er mikið undir góðum íbúðar- skilvrðum komin. Ástin mín var ósköp hrærð yfir fegurð þinni. — Nú er hún að vagga í vasrð vitleysunni minni. Magnús Gíslasori. Hún (konan) verður að vera svo sterk, að hún geti afsalað sér gleðinni, því að Guð ætlast líklega til þess. Kona rnarins. Köllun konunnar Allar konur hafa þegið sína náðargjöf frá guði. Og ætti engin sem komin er til vits og ára að vanrækja hana. Það er heilög skylda hverrar konu, fyrst og fremst að afla sér al- mennrar uppfræðingar og menntunar, eftir því sem ástæður og efni leyfa. Ef þessi mikilvægu atriði eru vanrækt, þá leið- ir a£ því óbætanlegt tjón fyrir framtíðina, og getur jafnvel leitt svo langt frá okkar réttu köllun að hin rétta finnist aldrei um æfina. Og þá er hætt við að sú kvenpersóna njóti sín aldrei til fulls. Engin kona ætti að setja það fyrir sig, hvort köllun hennar er há eða lág, umfangsmikil eða lítilmótleg, fyrir guði er ekkert hátt eða lágt. Æðsta staðan og lægsta eru báðar jafn góðar og nauðsynlegar, því allt er undir trúmennskunni komið. En allar erum við kallaðar í víngarðinn mikla, til að vinna þar eitthvað þarft verk. Þetta skyldi engin álíta neitt vafamál. Varla mun nokkur köllun vera æðri né há- leitari en sú er kona verður móður, að lifandi og rétt sköpuð lífsafkvæmi. Hvílík náð. Hvílík sælukennd. Þegar alveldi kærleikans blossar þá upp í sál hennar á þeirri sársælu alvöru stund, Þessi náð, að henni er trúað fyrir veru í guðsmynd, veitir mestan fögnuð, en leggur um leið á hana mestar skyldur og skuldbind- ingar. Engin mey eða kona getur gert sér full- komlega ljósar tilfinningar móðurinnar á ýms- um stundum lífsins, nema sú sem hefur verið eða er sjálf móðir. Því sjálfur brennipúnktur- inn í köllun konunnar er móðurelskan, enda er hún einn bezti og ágætasti hluturinn á jörð- inni. Hún, móðurástin, hlúir að mörgum veik- um vísir og hjúkrar svo mörgu smáu frækorni, •frjóvgar það og glæðir., Og í hverju hefur hún svona mikinn styrk? Hann hefur hún í nákvæmninni, glöggskygn- inni, þolinmæðinni og sjálfsafneituninni. Þessir kraftar bera mannlífið bezt áfram. Barnið, óvit- inn sem í heiminn fæðist, hversu áum vera er það, og ósjálfbjarga. Þessu er snarað inn í ver- öld, harða og kalda. En óvitanum er borgið þar sem móðurelskan er honum skjól og skjöldur, því kærleiksríkari sem móðirin er því betri börn mun hún ala upp, því kærleikurinn er sann- nefndur kraftur og á honum byggjast allar vonir framtiðarinnar. (Hulda Jónsdóttir). NÝTT KVENNABLAÐ 9

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.