Nýtt kvennablað - 01.03.1946, Blaðsíða 4

Nýtt kvennablað - 01.03.1946, Blaðsíða 4
MATTHILDUR SVEINSDÓTTIR: Húsmæðraskólífiti í Soro fímmíugur 1895 — 3» maí — 1945 Þegar við nú gamlir nemendur þessa skóla fáum að vita að skólinn átti fimmtugsafmæli í fyrra, þriðja maí, myndum við víst flestar hafa viljað geta sent skólanum og forstöðukonunni bestu hamingjuóskir í tilefni þessa merkisdags. í skólanum er nemendasamband, sem gefið hefur út blað síðan 1914, nemendaskrá er í hverju blaði, ég hef að gamni mínu talið saman íslenzku stúlkurnar og telst þær 68 í þeim blöð- um, sem ég hef undir höndum, vantar mig þó fimm fyrstu árg., auk áranna áður en farið er að gefa út blaðið, svo ekki er ósennilegt að þær fylli hundraðið, sem verið hafa þar, eða kannske meira; finnst mér því ekki úr vegi að minnast lians, með fáum orðum á þessum tímamótum, í íslenzku kvennablaði. Ég sé líka í litla blaðinu okkar að skólinn er móðurskóli danskra hússtjórnarskóla. Um 1890 fór að vakna áhugi hjá dönskum konum fyrir því að ungar stúlkur fengju skóla- menntun í hússtjórn, og hugsuðu þær sér fyrst skólann í sambandi við Landbúnaðarháskólann og að hann byggðist á vísindalegri þekkingu eins og hann. — Þetta varð þó ekki, en 1894 hélt félagsskapnr, sem kallaður er: „Dansk Kvinde- samfund", eins konar útbreiðslufund í Sorö, og árangurinn varð sá, að ekkjufrú Eline Eriksen og frú Magdalene Laurid- sen réðust í að koma skól- anum á stofn, fyrst í leiguíbúð, en strax ári síðar var stofnað hluta- félag um hann, og skól- inn byggður þar sem hann enn stendur. Frú M. Lauridsen var við skólann til 1906, hún er enn á lífi og hefur um áratugi stjórnað skóla í Ankerhus við Sorö, sem útskrifar kennslukonur. Frú Eriksen dó 1916. Henni er mjög hrósað fyr- ir útsjón, dugnað og gæði við stúlkurnar. Þegar hún féll frá tók frk. Elisabeth Vestergaard við 2 stjórn skólans, og hefur hana enn. Það er hjá henni, sem við höfum flestar verið, íslenzku stúlkurnar, sem verið höfum í þessum skóla. Frk. Vestergaard er, að því- er mér virðist, sköpuð til jjess að stjórna, persónuleikinn er mikill, henni liggur allt í augum uppi, sem starfinu viðvíkur, lnin er gáfuð og óvenju mælsk, danska fyndnin er henni alltaf tiltæk, því skapið er létt, en hún er ströng, og mann gat stundum sviðið undan aðfinnslum, en sæi hún það, kom hún strax með gamanyrði, sem dró úr broddinum, því hún er svo hjartagóð. Það var gaman að horfa á handtökin hennar við sýniskennsluna á morgnana, þar vorum við allar viðstaddar jafnt þasr, sem í svipinn voru þvottakonur eins og húsmæður, þá hélt hún eig- inlega fyrirlestur um leið, um það sem hún var að matreiða, og ýmislegt út frá því, aldrei fatað- ist henni samt verkið. í þessari stuttu grein er ekki rúm til að segja nánar frá kennslu í skólanum, eða fyrirkomu- lagi hans, en ég get ekki látið vera að undir- strika hér, að sýniskennsla í eldhúsinu þyrfti að komast á í öllum nýju hússtjórnarskólunum okkar, hún er þörf, og ætti að létta mikið til- sögnina í eldhúsinu á eftir. Frk. Vestergaard hefur stækkað skólann mikið, enda nemendafjöldi á hverju námsskeiði, nú orðin 95. I skólanum hafa þegar verið yfir 8000 nemendur. Lleldur finnst mér ókostur livað skólinn er fjölmennur, en mikið bætir það úr að liver „fjöl- skylda", sem í eru aðeins 6—8 stúlkur, hefur allt útaf fyrir sig, áhöld og annað. í snotru húsi (villu), sem frk. Vestergaard hefur keypt hinumegin við^ götuna, er vöggu- stofa skólans, sem komið var á 1927. Gaman er að koma á vöggustofuna og sjá hvað ungu stúlk- urnar eru mömmulegar við litlu börnin sín, lijúkrunarkona er þar með þeim til kennslu og aðstoðar. A blaðaummælum sé ég að þetta er eina vöggustofan í Sorö, og að bæjarbúar eru mjög þakklátir frk. Vestergaard fyrir hana. NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.