Nýtt kvennablað - 01.03.1946, Blaðsíða 5

Nýtt kvennablað - 01.03.1946, Blaðsíða 5
Dáín, horfín — harmafregnl Hulda, Unnur Benediktsdóttir Bjarklind GuDtinna Jónsdóttir frá Hömrum Þessi nöfn geymum við allar í ást og þökk. Atgjörfi og yndisþokka áttu þessar þingeysku konur, og lönd og ríki í hugansheimi, sem þær græddu og vörðu. í ljóða íþróttinni náðu þær svo langt, að það lýsir af verkum þeirra, — „og börnin ung þar litu morgunljóma, og landsýn ellin grá? (Sælín fagra). Þjóðhátíðarkvæði Huldu, sem prentað er á fyrstu síðu, eigum við að læra, og syngja það við hvert tækifæri, t. d. á öllum kvenfélagsfund- um. Þið verðið að fá söngkennara eða organ- leikara, einu sinni eða tvisvar, á fundi til að kenna ykkur lag Emils Thoroddsen, sem er svo gullfallegt. Þetta er bezti þjóðsöngurinn sem við eigum. Og v.ið konurnar ættum ekki að verða síðastar til að kannast við það. Sorö er ekki stór bær, 5—6 þúsund íbúar, en þar er menntaskóli, „Akademiet", þar sem nemendurnir eru 7 eða 8 hundruð svo „húf- urnar“ setja svip sinn á bæinn. Menntaskólinn er rétt niður við vatnið, skarnmt frá hinni þekktu Absalonskirkju. Umhverfis menntaskólann er fagur garður, sem er opinn almenningi. Skógur- inn er svo mikill umhverfis Sorö að maður sakn- ar ekki eins mikið fjallanna, svo er vatnið til mikillar prýði; það er hefð í skólanum að ganga umhverfis það einhvern dag í byrjun námstímans, mig minnir að það sé um tveggja tíma gangur. Við fórum margar skemmtiferðir um ná- grennið, þegar ég var þar 1921. Frk. Vestergaard sá æfinlega um Jiessi ferðalög og gerði okkur þau sem ódýrust, lagði hún Jrá kennslukonuna alveg til hliðar og var hrókur alls fagnaðar. Frk. Vestergaard tókst að halda skólanum áfram öll stríðsárin, en Jjrautalaust gekk það ekki. Þjóðverjar komu hvað eftir annað síðasta árið til Joess að skoða skólann og töluðu um að taka hann fyrir hermenn. Frk. Vestergaard sagði hann vera einka eign, sem líka er, þó að hann ujóta ríkisstyrks. — Einu sinni komu 2 Hipo- °g 2 Gestapomenn vopnaðir vélbyssum og ætl- uðu að taka frk. Vestergard fasta, sökuðu hana nýtt kvennablað um að stjórna neðanjarðar starfsemi, sem hún, í blaðinu segist pvi miður ekki hafa getað haft, vegna stúlknanna. Við rannsókn fundu þeir auð- vitað ekkert Jressu til sönnunar. Öðru sinni fékk hún hótunarbréf um að verða dregin út í skóg, og drepin, eins og gert hefði verið við frú nokkra, sem nefnd er í bréfinu. í Jietta sinn er ásökunin sú að hún liafi brennt rit Andersen-Nexö, Jiað hafði henni aldrei til hugar komið. Nú hjálpaði merkur auglýsinga- stjóri henni og fékk „Ritzaus Bureau“ til þess að láta yfirlýsingu í öll blöð landsins, sem lneins- aði hana af þessari ásökun; viku síðar fékk hún afsökunarbréf, þar sem hún er beðin afsökunar á óþægindunum, fannst henni það einkennilega að orði komist um slíka framkomu. — „Ég var að verða taugaóstyrk", segir hún í blaðinu, og skyldi engan undra. Frk. Vestergaard hefur fengið tilmæli frá Stokkhólmi um að halda fyrirlestur á þingi svenskra „Yrkesskoler", og hefur hún hugsað sér að taka boðinu; og verður það fyrstu dagana í júlí. Þaðan hyggst hún svo að fljúga til íslands, veit ég, að við nemendur hennar, óskum þess allar af heilum hug að lnin megi liafa ánægju af þeirri ferð. 3

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.