Nýtt kvennablað - 01.03.1946, Blaðsíða 10

Nýtt kvennablað - 01.03.1946, Blaðsíða 10
SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR MAGNÚSSON: NORRÆNT KVENNAMÓT Norræna kvennamótið, sem „Nordiske Kvind- ers Samorganisation" hafði boðað til, liófst föstudaginn 22. febrúar með hádegisverði í „Kvindernes Bygning". Þátttakendur voru 73, frá Finnlandi 8, Svíþjóð 22, Neregi 13, Dan- mörku 28 og frá íslandi 2, undirrituð og frú Stefanía Arnórsdóttir frá Sauðarkróki. Klukkan tvö var mótið sett í ráðhúsinu. Auk fundarkvenna voru þar viðstödd hennar hátign drottning Alexandrine, var hún verndari mótsins, og yfirborgarstjórinn í Kaupmanna- höfn. Frú Bodil Begtrup formaður mótsins, setti fundinn, og nefndi m. a., að oft heyrðist talað um, að starf kvenréttindafélaganna væri orðið óþarft, vegna þess að hinir stórfeldu atburðir undanfarinna ára hefðu í mörgum löndum valdið hraðfara þróun á pólitískri og þjóðfélagslegri að- stöðu konunnar. Það væri gleðilegt hversu marg- ar konur gengdu nú ábyrgðar miklum störfum, og hefðu lilotið þau vegna menntunar sinnar og eigin verðleika, en ekki vegna þess, að þeim hefði verið ýtt inn í þau. Kvenréttindastarfs- semin ætti þó fullan rétt á sér enn, því mörg verkefni væru óleyst, og starfið í kvenréttinda- félögunum væri góður skóli fyrir þáttöku í þjóðfélagsmálum. Þá las leikkonan frú Ellen Malberg af mikilli snilld, hið fagra kvæði Seedorf-Pedersen um systursvanina fimm, sem flugu til norðurs og settust að, sinn í hvoru landi, en misstu þó aldrei hver af öðrum. Næst voru fluttar kveðjur. Fyrir Finnland talaði ríkisþingsmaður, mag. phil. Ebba Östen- son, fyrir ísland Sigríður J. Magnússon, fyrir Noreg Signe Svenson læknir og fyrir Svíþjóð Ingegerd Palme. Því næst las frú Malberg kvæði eftir Kai Munk. Þar með var þessum setningar- fundi lokið og gengið til dagskrár. Til umræðu var: Staða konunnar í fjölskyldunni. Aðalræð- una flutti Sigrid Stray málafærslumaður frá Noregi. Kom hún víða við, m. a. ræddi hún um fjárráð konnunnar og að kosta bæri kapps um, að hjón væru skattlögð sitt í hvoru lagi. 8 Var seinna samþykkt ályktun um það og sömu- leiðis, að einstæðar mæður með ung börn og lágar tekjur fengu styrk frá því opinbera. Uppástunga kom um, að stofnað yrði einskon- ar heimilisráð, sem hefði úrskurðarvald ef hjón- um kæmi ekki saman um fjármálin. Sú tillaga fékk þó ekki mikinn byr, lieldur ekki tillaga um, að eiginkonan skrifaði undir skattskýrslu mannsins, því þá fengi hún þó að vita einu sinni á ári hvað miklar tekjur hann hefði! Þótti mörgum ræðukonum, að kona gæti ekki — upp á æru og samvisku — skrifað undir plagg, sem hún hefði engar aðstæður til að dæma um hvort væri sannleikanum samkvæmt. Eftir klukkutíma hlé liófst opinn fundur í hinum mikla forsal ráðhússins og var hvert sæti skipað. Þarvoru, auk drottningarinnar, allir sendiherrar Norðurlanda í Danmörku, borgarstjórar og ann- að stórmenni. Fundarefni var: Staða konunnar í norrænum stjórnmálum. Frú Bodil Begtrup bauð fundar- gesti velkomna. Sagði hún, að þó norrænar kon- ur vildu halda hópinn, þýddi það ekki, að þær vildu einangra sig frá umheiminum, því væri öðru nær. Vænti hún þess, að þátttaka þeirra í friðarmálunum yrði ekki minni en hlutdeild Joeirra í stríðinu. Af Finnlands hálfu talaði frú Hedvig Gebh- art, sem er gömul og eldheit kvenréttindakona. Eins og kunnugt er, var Finnland fyrst allra Evrópulanda til að veita konum kosningarrétt, fyrir réttum 40 árum. Nefndi hún m. a., að þó að konur ltefðu aldrei verið fjölmargar í ríkis- Júnginu, hefðu þær þó iðulega fengið viðurkenn- ingu frá samþingmönnum meðal karla, íhalds- mönnum jafnt sem kommum og krötum, fyrir mikla starfshæfileika og lægni við að leysa þjóð- félagsleg vandamál. Fyrir ísland talaði Sigríður J. Magnússon. Gerði hún grein fyrir stöðu konunnar í Jajóð- félaginu á söguöld og livernig hún væri nú. Fyrir Noreg mælti fyrverandi ráðherra Kirsten Hansteen. Hún liélt langa og skemmtilega ræðu um aukinn Jjroska og þátttöku konunnar í jDjóðfélaginu síðan á dögum íbsen. Þegar Nóra yfirgefur brúðuheimili sitt reynir maður lienn- ar að aftra henni með því að minna hana á, að hún sé fyrst og fremst eiginkona og móðir. En Nóra svarar: „Ég trúi því ekki lengur. F.g lield að ég sé fyrst og fremst manneskja eins og þú, eða ég ætla að reyna að verða það. Krafa Noru í dag er þjóðfélag, þar sem hún Jjarf ekki að velja um, annað lwort að vera eiginkona og NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.