Nýtt kvennablað - 01.03.1946, Blaðsíða 11

Nýtt kvennablað - 01.03.1946, Blaðsíða 11
móðir, eöa fullgildur þjóðfélagsborgari mcð þeim réttindum og þeim skyldum, er því fylgir. Alva Myrdal, rektor frá Svíþjóð harmaði það livað konur hefðu lítil pólitísk áhrif enn. Sér- staklega væri þetta tilfinnanlegt nú, þegar alls staðar væri þörf fyrir dugandi fólk, og væri þess ekki sist að leita meðal kvenna. Fyrir Danmörku tafaði Kirsten Goerfeldt- Tarp fólksþingsmaður af mikilli mælsku. Endaði hún ræðu sína með þessum orðum: „Mannkyn- ið hefur nú síður en nokkru sinni lyrr ráð á því, að hafna þáttöku og starfskröftum kvenna til að leysa þau miklu vandamál, sem heimurinn á nú við að stríða. Laugardag 23. febrúar byrjaði fundur kl. 9. Á dagskrá var menntun kvenna. Aðalræðuna hélt fil. mag. Karin Kihlmann frá Svíþjóð. Eftir hádeglsverðærhlé var launamáliðl til umræðu. Framsögu liafði aðalbókavörður mag. phil. Hella Kamila frá Finnlandi. Voru þar vitanlega allir á einu máli um að konur skyldu liafa sömu laun fyrir sömu vinnu og karlar. LFm kvöldið var fulltrúunum boðið í konunglega leikhúsið. Sunnudagsmorgun var fundur kl. 10. Til unr ræðu var: Markmið kvennréttindahreyfingarinn- ar. Framsöguræðu hélt cand. polit Lis Graes frá Danmörku. „Takmark okkar er“, sagði hún, „að þroska og mennta konur og fá þær til að taka virkann þátt í þjóðfélagsmálum. Að bæta kjör kvenna og barna með lagasetningu, og vinna að auknum skilningi þjóða á milli. Kl. 3 var móttaka hjá Dansk Kvindesamfund í „Kvindernes Bygning” vegna 75 ára afmælis félagsins. Frá Kvennréttindafélagi íslands var formanni D. K. afhend skrautritað ávarp, undið á útskorið kefli úr íslenzku birki. Um kvöldið var afmælisveisla D. K. og sátu liana um 300 manns og vantaði þó 6 ráðherra, sem sátu fastir hingað og þangað um landið vegna ófærðar. Mánudagsmorgun voru ræddar og samþykkt- ar tillögur og ályktanir, og síðan fundi slitið. 15. júní n.k. verður í fyrsta sinn veitt úr Menningar og minningarsjóði kvenna. Sjóðurinn nemur nú alls rúmlega 80.000 kr. Þar af hafa safnast rúmlega 32.000 kr. til minn- ingar um Laufeyju Valdimarsdóttur, og sú söfn- un stendur enn yfir. Auk þess hafa sjóðnum borist rausnarlegar minningargjafir um rnarg- ar aðrar merkiskonur. Frú Theresia Guðtnundsson skipud Vedurstofustjórí Frú Theresía" Guð- mundsson veður- fræðingur hefur nýskeð verið skip uð veðurstofu- stjóri, en því starfi hefur hún gengi síðan að Þorkell Þorkelsson lét af starfinu í vetur. Frú Theresía er norsk að ætt, en hefur verið búsett hér lengi og talar ágæta ísfenzku. Hún er mjög á- hugasöm í starfi sínu, er prýðilega menntuð í faginu og hefur ríkan hug á að hér verði kornið á fót fullkominni veðurþjónustu, eft- ir nútíma kröfum, ehda skilur lnin vel hve geysi- mikla þýðingu veðurathuganir og l'réttir hafa fyrir helzta atvinnuveg landsins, fiskiveiðar. í framtíðinni, þegar flugsamgöngur aukast, eykst jafnframt starf veðurstofunnar, þegar ríkið tek- ur að sér rekstur flugvallanna. Frú Theresía hefur um nokkur ár tekið veru- legan þátt í félagsskap kvenna. Hún er í mið- .stjórn Kvennréttindafélags íslands og í stjórn Menningar- og minningarsjóð kvenna. Við óskum henni til hamingju með hið á- byrgðarmikla starf. PÁ æsfca rjód. Þú æska rjóð, sem erfðir lundinn, ég ætti að muna brosin þín, þá aftur kemur óskastundin. — Nú er það bara hún dóttir mín. Þú hefur alltaf samæ svipinn, og seiðir nýja töfra heim. En andinn verður auðmýkt gripinn, — fá upp á nýtt að lifa’ í þeim. Guðrún Stefánsdóttir. NÝTT KVENNABLAÐ 9

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.