Nýtt kvennablað - 01.04.1946, Blaðsíða 3

Nýtt kvennablað - 01.04.1946, Blaðsíða 3
NYTT KVENNABLAD 7. árgangur. k. lölublað 19M. ANNA BORG REUMERT Móðir Önnu Borg, Stefanía Guðmundsdóttir, virðist snemma hafa haft hugboð um leikhæfi- leika dóttur sinnar. Þegar á barnsaldri vakti Anna á sér athygli með upplestri smákvæða, sem móðir liennar kenndi henni, og snemma vand- ist hún leiksviðinu, hún er fyrsta Tóta í Fjalla- Eyvindi Jóhannes Sigurjónssonar, lék líka korn- unga litla telpu í Galdra-Lofti eftir sama höf- und. Árið 1916 lék Aanna „Óla samaldreng", sem Stefanía bjó á leiksvið af sinni meðfæddu smekk- vísi. Leikurinn var sýndur til þess að styðja Lands- spítalasöfnunina. Vissi ég, að Stefanía hafði mikla ánægju af árangrinum, því að hvort tveggja var að drjúgum bættist við sjóðinn og eins hitt, að leikurinn náði mikilli hylli. Allt voru það börn, sem fóru með hlutverkin, og Stefanía hafði kennt þeim öllum. Anna var bæði fallegur ,,Óli smaladrengur" og leikur hennar léttúr og yndis- legur. Anna hafði því þegar hér var komið sögu not- ið tilsagnar móður sinnar í framsögn ljóða og meðferð smáleikhlutverka. Er enginn efi á því, að í þeirri samvinnu hefur Stefanfa fundið og sannfærzt um, að dóttir hennar var efni í leik- konu. Á heimilinu var bókasafn ágætt, sem faðir Önnu, Borgþór Jósefsson átti, og var mikið lesið þar af góðum bókum. Þegar börnin stálpuðust, tóku þau þátt í leikstarfi móður sinnar á þann hátt meðal annars, að lesa þau leikrit, sem hún lék í og skiptast á skoðunum um meðferð hlut- verka hennar í það og það skiptið. NÝTT KVENNABLAD 'i'&i.t2ts$. ¦£eti&Æ€mtz Donna habella i „Don Rarnido" eftir Holberg

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.