Nýtt kvennablað - 01.04.1946, Síða 3

Nýtt kvennablað - 01.04.1946, Síða 3
NÝTT KVENNABLAD 7. drgangur. k. tölublað i9kG. ANNA BORG REUMERT Móðir Önnu Borg, Stefanía Guðmundsdóttir, virðist snemma liafa haft hugboð um leikhæfi- leika dóttur sinnar. Þegar á barnsaldri vakti Anna á sér athygli með upplestri smákvæða, sem móðir hennar kenndi henni, og snennna vand- ist hún leiksviðinu, hún er fyrsta Tóta í Fjalla- Eyvindi Jóhannes Sigurjónssonar, lék líka korn- unga litla telpu í Galdra-Lofti eftir sama höf- und. Árið 1916 lék Aanna „Óla samaldreng", sent Stefanía bjó á leiksvið af sinni meðfæddu sntekk- vísi. Leikurinn varsýndur til þessað styðja Lands- spítalasöfnunina. Vissi ég, að Stefanía hafði mikla ánægju af árangrinum, því að livort tveggja var að drjúgum bættist við sjóðinn og eins liitt, að leikurinn náði mikilli hylli. Allt voru það börn, sent fóru með hlutverkin, og Stefanía hafði kennt þeim öllum. Anna var bæði fallegur „Óli smaladrengur" og leikur hennar léttur og yndis- legur. Anna hafði því þegar hér var komið sögu not- ið tilsagnar móður sinnar í framsögn ljóða og meðferð smáleikhlutverka. Er enginn efi á því, að í þeirri samvinnu hefur Stefanía fundið og sannfærzt um, að dóttir hennar var efni í leik- konu. Á heimilinu var bókasafn ágætt, sem faðir Önnu, Borgþór Jósefsson átti, og var ntikið lesið þar af góðum bókum. Þegar börnin stálpuðust, tóku þau þátt í leikstarfi móður sipnar á þann hátt meðal annars, að lesa þati leikrit, sem hún lék í og skiptast á skoðunum um meðferð hlut- verka hennar í það og það skiptið. nýtt kvennablað Donna Isabella i „Don Ramido" eftir Holberg 1

x

Nýtt kvennablað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.