Nýtt kvennablað - 01.04.1946, Blaðsíða 4

Nýtt kvennablað - 01.04.1946, Blaðsíða 4
Systkini Önnu, Óskar, Emilía, Þóra, Áslaug og Geir höfðu einnig öll á virkan hátt tekið þátt í leikstörfum hér í Reykjavík. Árið 1920 ákvað Stefanía að fara til Ameríku og sýna með aðstoð Óskars, Emilíu og Önnu leikritin „Kinnarhvolssystur", „Heimilið", „ímyndunarveikina", „Sumargleðina" og ýms smærri leikrit. Þau léku í íslendingabyggðum á íslenzku og fór glæsilegur orðstír af leik Stefaníu þar eins og hér heima. Á meðan þau mæðginin voru við leiksýningar í Ameríku fekk ég eitt af mörgum bréfum frá Stefaníu, þarsem hún harmar að geta ekki leik- ið á ensku, hún vissi af dómum og ummælum málsmetandi fólks, að leikur hennar var það góð- ur, að henni hefði verið viss hylli hinnar ensku- mælandi þjóðar, ef hún liefði haft vald á mál- inu. Þegar Stefanía sneri heim aftur með syni sín- um Óskari, varð það að ráði, að systurnar Emilía og Anna yrðu eftir — fyrst og fremst til þess að læra málið og svo að vinna fyrir ferðinni heim aftur, með viðkomu í Evrópu. Tæpt ár dvöldu þær í Winnipeg, höfðu þar kynni af góðu fólki og vistuðu sig, Anna við hússtörf. Samtímis tóku þær þátt í leikstarfsemi meðal Vestur-íslend- inga og léku þær í leikritinu „Þjónninn á heimil- inu". Þaðan fóru þær systur til New York og dvöldu þar í 1]/^ &c. Þær sóttu mikíð leíkhús og sáu marga fræga leikara og komust í kynni við filmleikarafélag, sem bauð þeim að leika með sér, en bæði var það, að heimþrá var farin að gera vart við sig, og eins að heilsu Stefaníu fór hnignandi, svo að þær neituðu því boði og tóku sér far um haustið 1923 frá New York til París- ar, voru þar í nokkrar vikur og komu heim rétt fyrir jólin. Um þetta leyti hafði Stefanía leikstjórn á hendi við „Veizluna á Sólhaugum", og fékk Anna hlutverk „Signýjar". Það er fyrsta hlutverk, sem hún leikur á íslenzku leiksviði sem fulltíða stúlka. Nokkru seinna kemur Adam Poulsen til Reykjavík á vegum Leikfélags Reykjavíkur og leikur „Einu sinni var —". Anna lék prnizess- una og naut tilsagnar hans. Upp úr þeirri sam- vinnu spratt hvatning Adams Poulsen til þess að Anna sækti um upptöku við leikskóla Kon- unglega leikhúsins í Kaupmannahöfn. Hét hann Önnu liðveizlu sinni og reyndist henni vel. Anna fer til Kaupmanna hafnar í ágúst 1925 og kemst á skólann. Ég tek hér kafla úr bréfi frá Önnu til mín, skrifuðu 29. ágúst 1925. Hún er nýkomin til Kaupmannahafnar: „Ég var að tala við Norrie (leikhússtjóra) í dag, hann var afskaplega indæll, Poul Reumert kom þangað meðan ég var þar og Norrie kynnti mig fyrir honum. Reumert er yndislegur, þó að hann sé Halla i 2. þœlti i Fjalla- Eyvindi Jóhanns ^igur- jónssonar (1930). Halla i 1. pœtti (1930). NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.