Nýtt kvennablað - 01.04.1946, Blaðsíða 6

Nýtt kvennablað - 01.04.1946, Blaðsíða 6
Anna Boleyn i „Caul" cftir Kaj Munk eftir Strindberg, Fanny í „Den kære Blæk sprutte", Helene í „Jónsmessunæturdraum" eftir Shakespeare, Agnete í „Álfhól eftir Heiberg, Donna Isabella í „Don Ramido" eftir Holberg, þá Clöru í „Maria Magdalena" eftir Hebbel, loks Dyveke í „Kristian den Anden". 1943 lék ég Hilde í „Bygmester Solnæs" eftir Ibsen, þar næst Birgette í „Baaden" eftir Svend Borgberg, þá Gertrud í „Gudernes Gave" eftir Olaf Bang og loks Valborgu í „En Fallit" eftir Bj. Björnson. Nákvæmlega 16 árum eftir að ég fékk mitt fyrsta hlutverk við Konunglega leikhúsið, þ. e. 22. marz 1945 lék ég Guðrúnu Ósvífrsdóttur í „Kjartan og Gudrun" eftir Öhlenschláger, 1. september frú Gertrud í „Niels Ebbesen" eftir Kaj Munk og seinna Gabriele í „Nederlaget" eftir Nordahl Grieg. Þá hef ég getið flestra þeirra stærri hlutverka, sem ég hef leikið á leiksviði, en svo hef ég leik- ið mörg hlutverk í útvarpi, þeim hef ég ekki tölu á. Hingað til hef ég aðeins haft tvö hlut- verk við filmleik, það var í „Affæren Birthe" og „De kloge og vi gale". Svo lék ég Höllu á hátíða- sýningunni í „Fjalla-Eývindi" heima 1930". Hér lýkur kafla úr bréfi frá Önnu Borg, sem hún skrifaði mér. Hafði ég beðið hana um upp- lýsingar viðvíkjandi leikstarfi hennar. Það sést glöggt þegar maður les þessa hlut- verkaskrá, að hér er engin miðlungsleikkona að verki, enda er Anna Borg að verðleikum talin ein með fremstu leikkonum Dana. Milli 40 og 50 stór hlutverk á 16 árum auk ótal margra smærri hlutverka, það virðist nær ótrúlegt verk. Fjölhæfni hennar sést bezt á því, hvað hlutverk þau, sem henni hafa verið falin eru gjörólík. Sum krefjast léttleiks, æskuútlits og yndisþokka á hæsta stigi eins og t. d. Agnete, Margrét, Valborg, önnur kýmni, t. d. Toinette, Tatjana og Margot, og svo enn önnur stórbrot- innar skapgerðar og persónuleiks, t. d. Guðrún Ósvífursdóttir, Halla, Steinunn, Anne Boleyn, Salome, Hilde og Fanny. Þekktir gagnrýnendur Dana hafa iðulega lok- ið lofsorði á leik Önnu og ritað um hana í helztu dagblöð Kaupmarinahafnar. Hafa sumir þessir blaðadómar verið birtir í þýðingu í dagblöðum okkar hér heima, svo að almenningur hefur að nokkru leyti getað fylgzt með Ieikstarfi Önnu og því áliti, sem hún nýtur. Hér fer á eftir útdráttur úr nokkrum blaða- dómum: I tímaritið „Tilskueren" skrifar Poul Levin 1929: „Anna Borg er töfrandi innileg sem Marie í „Galgemanden". Síðan Anna Larsen hvarf ai' leiksviðinu hefur slíkur leikur ekki sézt". í „Aftenbladet" sama ár er grein um -150 ára afmæli Öhlenschager og er þar getið umleik Önnu í „Axel og Valborg": Anna Borg, þessi unga íslenzka stúlka, sem lék Valborgu, var lif- andi ímynd hinnar glæstu meyjar riddaratím- anna. Með yndisþokka ungrar stúlku og blæ- brigðaríkri rödd, sem gat túlkað allar hinar margvíslegu geðshræringar, innilegustu ást, kyr- láta gleði, sorg og örvæntingu, gerði hún fyllstu skil öllu því, sem liáfleygur skáldskapur leikrits- ins krafðist. Hún var í gærkvöldi sögð boðin og velkomin inn í musteri listanna". I „Politiken" 1930 skrifar Viggo Cavling rit- stjóri um „Galgemanden" á þessa leið: „Það er sönn ánægja að fá að hlusta aftur á Önnu Borg, þessa hæfileikamiklu listakonu. Hún er íslend- ingur, ,en hún talar þá hreinustu dönsku, sem hægt er að hugsa sér, og í hverri setningu, sem NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.