Nýtt kvennablað - 01.04.1946, Blaðsíða 7

Nýtt kvennablað - 01.04.1946, Blaðsíða 7
hún segir, er sá innileiki, sem dregur úr hrolli hins finnska leikrits og gerir áheyrendum hlýtt um hjartarætur“. í „Berlingske Tidende“ stendur meðal annars: „Vér höfum áður sagt það, sem sagt verður um leik Önnu Borg, svo að þar er ekki miklu við að bæta. Hin sanna list er þannig, að hver mað- ur getur skilið hana, svo að ekki þarf að orð- lengja það. Vér vitum <">11, að list Önnu Borg er hrein, og hin lneinasta fegurð“. Tómas Guðmundsson skáld segir um hátíða- sýninguna á „Fjalla-Eyvindi" 27. júní 1930 í „Morgunblaðinu“: „Hins vegar dylst engum, að það er leikur Önnu Borg, sem langsamlega mest- ur ljómi stafar af. Öll framkoma hennar á leik- sviðinu ber þess vitni, að hún hefur tekið að erfðum dýrmæta, listræna menningu, sem glæsilegar gáfur og yndisþokki standa í verðugu samræmi við. — List hennar er bæði í senn, tær og máttug —---------“. Að mínum dómi er það engin tilviljun eða Agnet'e i „Áljhóll“ eftir Heiberg NÝTT KVENNABLAÐ snögg atvik í lífi Önnu, senr valda því, að hún verður leikkona, heldur áhrif lrá æskuheimili hennar. Þess vegna hef ég í byrjun greinarinnar dregið upp mynd af samlífi og samstarfi hennar við móður sína, föður og systkini. Efnahagur var lengst af þröngur á heimili forefdra hennar, svo að sýnt var, að Anna þurfti af sjálfsdáðum að komast áfrarn í lífinu. Og til þess lrafði hún hug- rekki og kraft. — Heiður sá, sem henni hefur hlotnazt hjá Dön- um, er okkur mikils virði, en henni sjállri óður til ættjarðarinnar. Þannig er það auðvitað um flestar göfugar konur og menn, sem ávinna sér hylli annara þjóða, að ættjarðarástin er þeint uppsprettulindin. Viðurkenningu liefur Anna Borg hlotið héðan að heiman, þegar lnin var særnd stórriddara- krossi Fálkaorðunnar og frá konungi Dana Kristjáni X., er konungurinn sjálfur færði henni heiðurspeninginn „Ingenio et Arti“ og frá Gustaf Svíakonungi, er konungur afhenti henni sænska heiðurspeninginn „Litteris et Artibus“. “ B K ^ - , P **"’ HÚSMÓÐIR, EIGINKONA OG MÓÐIR. Arið 1934 komu Anna Borg og Poul Reumert hingað heim og giftust liér í Reykjavík 3. ágúst. Eins og fleistum er kunnugt er Reumert hinn viðurkenndi snillingsleikari Dana. Það er því ekki að efa, að hugðarefni hjónanna eru sam- eiginleg. Bæði eru þau með afbrigðum gestrisin og skemmtileg og heimilisbragur allur glæsilegur lijá þeint. Þau eiga tvo ljómandi efnilega og fallega syni, Stefán og Þorstein. Er yndi að kynn- ast sambúð foreldranna við þá. Anna hefur al- drei svo mikið að gera, að hún hafi ekki tírna til þess daglega að lesa með drengjunum sínum og leika við þá. Síðustu 5 árin, hernámsár Dana, hefur Anna unnið ótrúlega mikið í frelsisbaráttunni. Hún hefur ásamt manni sínum haldið ótal skemmt- anir og allur ágóði runnið til bágstaddra. Hún hefur tekizt á hendur hættuleg ferðalög, dul- búin, til þess að bjarga gyðingum frá bráðum dauða. Sjálf hefur hún og maður hennar haft nazistasverðið ylir höfði sér. Hún hefur }>olað margar raunir, af völdum stríðsins, einmitt í sambandi við leikstarfið. Ég ætla að taka hér upp kafla úr bréfi til mín, þar sem Anna lýsir nokkrum slíkum skelfingar- augnablikum, og hefur orðið að láta skyldustörf- in við leikhúsið sitja í fyrirrúmi fyrir heimili

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.