Nýtt kvennablað - 01.04.1946, Qupperneq 9

Nýtt kvennablað - 01.04.1946, Qupperneq 9
** _ CTOIELi á. bernsk\ih.einii]l mlriTj. t 6..B Vikublaðið „Vore Damer“ mœltist til pess árið 1930 við nokkra pekkta danska leikara, p. á. m. Önnu Borg, að peir segðu lesendum blaðsins frá endurminningum um jól á bernsku heimilum sinum. Eftirfarandi grein, er lýsing Önnu Borg á jólunum á sínu ástkcera æskuheimili Laufásveg 5. Þegar ég ætla að reyna að lýsa með orðum, jólunum á æskuheimili mínu, þá verð ég gripin undarlegri viðkvæmni, það kemur kökkur í hálsinn á mér, og mig langar helst að gráta — en orðin hverfa mér. Samt get ég ekki ímyndað mér, að neinn hafi getað átt yndislegri jól en við á heimili okkar. Jólin á íslandi eru sjálfsagt alveg eins og jólin í Danmörku, nema hvað við borðum rjúpur í stað gæsa. Börnin þar hlakka til jólanna á sama hátt, og hugurinn snýst um jólatré og ljúffengan mat, en fyrst og fremst um jólagjafirnar. Við erum 6 systkinin, og við vorum vissulega ekkert frábrugðin öðrum börnum, hvað þetta snertir, og ég fyrir mitt leyti verð að játa, að mér fanzt það hámark jólagleðinnar, þegar gjöf- um mannkosti Önnu og framkomu hennar við landa sína hvar og hvenær sem hún nær til þeirra. Frægð sú sem hún hefur hlotið hjá frænd- þjóðum okkar, hefur ekki orsakað dramb né stærilæti, í hug hennar, hún er trúuð kona og hógvær, og alltaf jafn aðlaðandi og elskuleg í allri framkomu. Eftir nokkra daga fær hún vonandi ósk sína uppfyllta; að komast heim til Islands, og liitta ástvini og kunningja, fá að dvelja liér í nokkra daga, njóta íslenzkrar náttúrufegurðar. Það veit ég að lienni finnst yndislegt. 19. júní 1946. Anna Ásmxindsdóttir. NÝTT KVENNABLAÐ unum var útbýtt — en það gerði eldri bróðir minn, og alltaf á nýjan og nýjan og óvæntan hátt. En þrátt fyrir þetta, er það samt allt annað, sem hefur haft dýpst og varanlegust áhrif á mig. Annað var faðir minn. Pabbi fór alltaf í kirkju kl. 5 á aðfangadags- kvöld, en mamma var heima hjá okkur krökk- unum, og við kepptumst við að skreyta stofurnar og punta okkur, því það var kappsmál okkar að vera búin að öllu þegar pabbi kæmi lieim. Við krakkarnir vorum á verði til skiptis, til að gá, hvenær sæist til pabba. ... og loksins glumdi um allt húsið; „Pabbi er að koma”. Svo opnaðist hurðin og pabbi kom inn með hátíðlegt bros á vörum og glampa í augum og sagði: „Gleðileg jól”. Hið furðulega hafði gerst, allt var gjörbreytt; jólin voru komin, því pabbi hafi komið með jólin inn í hjörtu okkar.------ Hitt var móðir mín. Aftur brestur mig orð — því hvernig ætti ég að geta lýst því, hvað mamma var. Mamma hafði það við sig, sem ekki verður skýrt né skilið, er gerði það að verkum, að allir, sem kynntust henni, hlutu að elska hana og ekki gleyma henni síðan. Engum var lagið sem henni að gera jólalegt í kringum sig. En það, sem mér er minnistæðast er þetta: Við vorum búin að borða, við höfðmn dansað í kringum jólatréð, og við vorurn búin að fá jólagjafirnar; ég sat á gólfinu og sinnti engu nema leikföngum mínum. Samt tók ég eftir því, að mamma gekk til eldra bróður míns — sem var orðinn stúdent og átti að sigla til Hafnar til frekara nárns — leiddi hann í dyrnar rnilli stofanna og sagði: „Óskar minn, nú átt þú bráð- um að fara í burtu og dvelja að heirnan næstu jól, taktu nú vel eftir, hvernig hér er umhorfs, og geymdu þá minningu alltaf og ævinlega”. Þá skyldi ég í fyrsta sinn, þó ég væri ekki nema barn, hina mikilvægu þýðingu jólanna; þetta fagra og angurblíða, sem veldur klökkvanum. Aldrei hafa nein jól liðið svo, að ég liafi ekki minnst þessa, sem nú var frá sagt, og ég hefi

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.