Nýtt kvennablað - 01.04.1946, Blaðsíða 11

Nýtt kvennablað - 01.04.1946, Blaðsíða 11
GUÐRÚN STEFÁNSDÓTTIR: ILEITIN Sumarsólin heita! Þú ert fjöllum fjœr. Ég er að leita, leita að geislanum frá i gœr. Hann skein ur vestri yfir voginn, úr nausti ég bátinn bar, en of stutt voru áratogin, hann óðar horfinn var. Segðu mér, sólin heita! dvelst hann í djúpunum ennf Ég er að leita, leita og alli.r rninir menri. Sumarsólin heita! Þú ert fjöllum fjœr. Ég er að leita, leita að geislanum frá i gær. Ó! pú næturþeirinn þíður, þegar raddir vorsins óma. Anda mins þinn unaðskliður örmum timans leysir dróma. Héludöggin hjúpar svörðinn, himinn sveiþast óttuslœðum, glúþna örþyrst bleiku börðin, bergja lif af vorsins gœðum. Vorblið nótt! þitt mál og myndir munarheimi unað veita, grœnkar hlið, og glaðar lindir gönguna að ósi þreyta. Vegleysingjar vekja hljóma vinarþiða, um loft og sundin, vorsins skœrstu unaðsóma, undra máttum jörðu bundin. Óskir manns þú vor umvefur, vonarblóma-kransinn glœsta fyrir þinu heiti hefur hjartað teygað fylling stærsta. J. S. NÝTT KVENNABLAÐ 9

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.