Nýtt kvennablað - 01.04.1946, Blaðsíða 12

Nýtt kvennablað - 01.04.1946, Blaðsíða 12
19. ffini (Flutt i útvarp 19. júní 19k6). Kvenréttindafélag íslands heiir eins og undan- farin ár, fengið aðgang að útvarpinu til að minn- ast 19. júní,en þann dag fyrir 31 ári, eða árið 1915, fengu konur þessa lands með lögum kosn- ingarrétt og kjörgengi og hið lengi þráða jafn- rétti varð að veruleika — að minnsta kosti í orði kveðnu. Það varð að vísu ekki fyrr en 1918 að konur fengu að fullu kosningarétt miðað við sama aldurstakmark og karlar. Um allmörg ár var þessi dagur svo sannkallaður „Kvenna- dagur”, a. m. k. hér í höfuðstaðnum, með þeim gleðiblæ og hátíðahöldum sem honum sómdi og settu sinn sérstaka svip á bæinn, enda var dagur- inn að nokkru leyti frídagur. Verzlanir og skrif- stofur lokuðu frá hádegi, bærinn var fánum skreyttur og konur höfðu mikinn viðbúnað. Hélzt þetta meðan konur söfnuðu fé til Lands- spítalans, en dagurinn var jafnframt notaður til fjáröflunar handa því nauðsynja máli þjóðar- innar. Konurnar vildu gefa þjóðinni eitthvað stórt og fagurt til minningar um hið nýfengna Sjálfstæði sitt, og eins og oft endranær stóðu líknarmálin hjörtum þeirra næst. Eftir að Landspítalinn var svo fullgerður lögð- ust þessi hátíðahöld niður og dagurinn var aftur virkur dagur starfs og anna. Kvennréttindafélagið hefur þó ætíð minnst hans og gert hann að baráttudegi fyrir stefnu- málum sínum. í hugum okkar allra á 19. júní líka að halda áfram að vera hátíðisdagur, hann er vegmerki, sem bendir fram á leið en vekur okkur jafnframt til umhugsunar og íhygli. Við stöldrum við. Minnumst forvígiskvenna og brautryðjandanna, sem ótrauðar lögðu til bar- daga við hindurvitni og aldagamla hleypidóma, gagnteknar af uppreisnaranda og frelsis þrá. Og við gerum upp reikningana við sjálfa okk- ur. Hvað hefur unnist á? Hversu langt hefur okkur miðað áfram til fullkomnis jafnréttis? Við setjum okkur ný takmörk og endurnýjum göm- ul heit. Yfir heiminn hafa gengið margar blóðugar byltingar. Heimsveldi hrynja og harðstjórar tor- týmast, þjakaðar þjóðir heimta frelsi og kúguð alþýðan hristi af sér hlekki. Og byltingar lialda áfram að ske, á sviði tækni, vísinda, félagsmála og stjórnarfarslega. En það eru til svo hægfara byltingar að öllurn almenningi gengur illa að átta sig á hvað er að ske. Ein slík er jafnréttishreyfingin. Þegar fullur helmingur mannkynsins, konurnar sem frá ómunatíð voru ómyndugar og útilokaðar frá af- skiptum af þjóðiélagsmálum, risu upp hægt og hægt og gerðu kröfur til fullra mannréttinda, stjórnarfarslega, réttarlega og atvinnulega, þá var hafin bylting. Þessi bylting er ekki blóðug, hún verður ekki unnin með vítisvélum né dráp- tólum en hún er óstöðvandi eins og hinn síþungi straumur eflunnar. Það eru aðeins 40 ár frá því að finnskar kon- ur, sem fyrstar allra fengu kosningarétt og kjör- gengi, fengu þau réttindi. Konur hér á landi fengu þau fyrir 31 ári eins og áður er sagt. Síðan hafa fleiri og fleiri ríki bæzt við, og nú seinast eftir að friður komst á hafa konur í 4 löndum hlotið pólitískt jafn- rétt: í Frakklandi, Ítalíu, Juguslavíu og Japan. En það verður að segja söguna eins og hún er, enn eru nokkur lýðræðisríki álfunnar, sem ekki telja konur fullgilda borgara. t. d. Sviss, Belgia og Grikkland. í lífi þjóða eru 40 ár ekki langur tírni. Það er því ekki ástæða til svartsyni þótt okkur finnist róðurinn gangi hægt og bítandi, allra sízt að því athuguðu, að í flestum löndum er það aðeins fámennur hópur áhugakvenna; kvennréttinda- konurnar, sem berjast fyrir málinu. Allur þorr- inn sýnir afskiptaleysi og tómlæti. Þó hefur þetta nokkuð breyst í stríðslöndunum, þar, sem kon- urnar lögðu fram hinn mikla skerf til varnar fósturjörðinni og komu í stað karlmannanna við framleiðsluna. 10 NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.