Nýtt kvennablað - 01.07.1946, Blaðsíða 3

Nýtt kvennablað - 01.07.1946, Blaðsíða 3
NÝTT KVENNABLAD 7. árgangur. 5. tölublað Í9k6. Þegar presfurínn fcom (Brot úr æskuminningum) Kristín er eiginlega mjög merkileg kona, sagði háskólaborgari, en sveitungi hennar, fyrir mörg- um árum. Hún hefur staðið vcirð, þar sem öðrum þótti eríitt að standa, verið sveitakona við lítil efni. En við annir og fábreyttni sveitabústakpar- ins, liugsað og skrifað eins og nteistararnir. Hún gefur okkur innsýn í mannssálirnar, svo við ætt- um raunar, eltir lestur bóka hennar, sem auk þess eru hreinn skemmtilestur, að skilja hvert annað betur. — En með hverju ári hefur skáld- gengi hennar vaxið. Skáldkonan varð 70 ára 13. júlí s.l. Samtímis því að óska lienni góðra og langra líldaga og flytja henni alúðarkveðju, þakkar blaðið henni þann heiður að mega birta eftir- farandi smásögu úr endurminningum hennar, er skáldkonan grípur nú í að skrifa í tómstundum, en birtar verða í heildarútgáfu ritverka hennar. Sumarið 1882, þegar ég var 6 ára, kom nýr prestur í Saurbæ. Hann hét Guðjón Hálfdánar- son og var bróðir Helga lectors Hálfdánarsonar, dóttursonur séra Jóns lærða í Möðrufelli. Þetta sumar gengu mislingar víða um land og lögðust þungt á. Þá höfðu mislingar ekki gengið um nær 40 ára hil og á mörgum heimil- um voru allir undir þeim. Þá tóku margir bænd- ur í Eyjafirði sig saman um það að láta engan lara út af heimili sínu um sumarið, sem ætti á hættu að smitast af veikinni. Vörðust þannig mörg heimili, sem tóku ráð þetta í tíma. Eldri menn voru í kaupstaðarferðum, og méssuferðir og mannfundir féllu niður um nokkurt skeið, rneðan veikin gekk um garð. Unt gangnaleytið var brúðkaupsveizla mikil haldin í sveitinni. Mun það hafa verið fyrsta samkoman á því hausti. Þótti mönnum gott að mætast þar á gleðistund, og munu rnargir þar hafa séð nýja prestinn í fyrsta sinn, og geðjaðist NÝTT KVENNABLAÐ víst flestum vel að honum. Hann var glaður og léttur í máli, þótt aldraður væri. Byrjuðu nú einnig reglubundnar messur, en þegar fram á liaustið kom, fréttist að presturinn væri byrjaður að húsvitja og gengi skörulega eftir kunnáttu ntanna og athugaði bókaeign heimilanna. Hiigðu margir gamlir og guðhræddir menn gott til að honum ætlaði að kippa í kyn til Jóns lærða, afa síns, urn sálgæzluna, en öðru máli var að gegna um Jrá, sem lítið höfðu stundað lestur, og voru J)ví farnir að ryðga í því litla, sem Jteir höfðu lært í bernsku. Margar sögur voru })á rifjaðar upp frá J)eim dögum, J)egar prestarnir létu alla á heimilinu, nema luisbændurna, lesa og spurðu unga og gamla út úr barnalærdómnum. Það voru raunalegar sögur um vanrækt börn, sent ekki kunnu að lesa, svo heitið gæti, en breyttu sann- leika ritningarinnar í guðlast og vitleysu, og urðu Jress vegna að hlýða á umvandanir og á- minningar. Sumir hentu gaman að Jtessum sög- um, en hver mundi vilja standa í sporum þess-’ ara barna? Það var ekki hægt að gera börnum og unglingum meira hverft við, en að segja snöggt og ákveðið: „Nú fer presturinn að koma í húsvitjun". Og svo kom dagurinn, snemma vetrar, þegar fregnin barst inn í baðstofuna heima, að prest- urinn væri að korna með fylgdarmanni sínum. Það varð upþi fótur og fit. Menn fleygðu frá sér

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.