Nýtt kvennablað - 01.07.1946, Blaðsíða 7

Nýtt kvennablað - 01.07.1946, Blaðsíða 7
Astu Gud'nadttir: DRENGURINN MINN Já, það var enginn eli á því, hann var kom- inn á stað, litli drengurinn. Hún fann það svo greinilega, og þau vissu það bæði. Faðirinn var ekki síður undrandi og fagnandi en hún. Hann varð svo alvarlegur, og vildi allt í einu láta hana fara svo vel með sig, ekki verða kalt eða reyna of mikið á sig. — Þau voru núna uppi í sveit, en ekki vildi hann lofa henni að mjólka kúna. Hún ætlaði bara að gera það af gamni sínu. F.n það var ekki við það komandi. T'að gæti verið vont fyrir drenginn. Hvernig gat hann vitað að það yrði drengur? Auðvitað vissi hann það ekki, en hann langaði kannske meira til þess. Henni var alveg sama. Það væri líka gaman að það yrði stúlka, helzt með gula lokka, sent hún gæti bundið í slaufur. og útbúið á fallega kjóla. — Það gæti líka verið gaman að eiga lítinn dreng; já, kannske v;ei i það ennþá betra. Bara að hann pabbi hans væri nú alltaf jafn nærgætinn við hana. En það var nú öðru nær. Stundum rifust þau, oft út af einhverjum smá munum, og oftast varð hún að láta undan, oft endaði það á því að hún fór að gráta. Hún vildi láta sem minnst á því bera, þá fór lnin ein upp á herbergið sitt, þar grét hún út. Hvernig gat hann verið svona vondur, fyrst hann vissi að hún átti von á drengnum? Hann hlaut að vita að hún var miklu meirlyndari og viðkvæmari en annars. Og hún vildi helzt hafa liann hjá sér sem oftast. En nú, nú ætlaði liann einmitt að lara. Að vísu ekki nema snöggvast. En samt var það ekki gott. Og ekki var hann sérstaklega nærgætinn. Hann hugsaði ekkert um það, að skórnir henn- ar voru sólalausir, og lnin átti bara eina aðra. Þau voru ekkert vel efnum búin, svo þau urðu að spara. Samt gleymdi liann að fara með skóna, eða lét sem þeir kæmu sér ekkert við. Hann lét næstum sem hún væri ekki til. Hugsaði aðeins um að búa sig, og flýtti sér af stað; já, hann kvaddi hana ekki einu sinni. Það þurfti nú líka alltaf að flýta sér til þess að ná í bílinn. Hún NÝTT KVENNABLAÐ stóð við gluggann. Hann brosti ekki; ypti ofur- lítið öxlum og leit hornauga til hennar. Hún harkaði af sér og hugsaði: Svona eru þeir, þeir láta sér stundum annt um okkur, en brátt kem- ur annað hljóð í strokkinn. Nú er hann víst al- veg búinn að gleyma drengnum. Annars hefði hann ekki talað svona kaldranalega við mig í gærkvöldi, og áreiðanlega hefði hann brosað til mín, ef hann hefði nokkuð munað eftir lionum. En ég man vel eftir honum, litla drengnun:. Honum líður vel þar sem hann er nú, honum er hlýtt, og hann fær næringu, og ég mun aldrei hugsa öðruvísi en vel til hans. Ég gleðst þegar ég finn hann fer að hreyfa sig. Og þó að mér líði ekki sem bezt, þá reyni ég að láta sem minnst á því bera. Svo fer ég að sauma og hekla fötin; en ég verð að vera mikið úti, svo að ég sé sæmilega frísk. — Stundum langar mig að fara út að skemmta mér, en ég veit ekki hvort pabbi lrans skilur það almennilega. — Stundum verð ég dá- lítið æst og ör í skapi, en það er bara eðlilegl. — Og mig langar svo í ávexti eða hráar rófut. Því berin eru ekki komin ennþá. F.g ætla að tína mikið af þeim í smnar. Ef ég verð þá svo frísk. Látli drenguriuu minn, bara að þér megi líða vel um æfina. Eftir að liafa hlustað á upplestur frú Önnu Borg Reumert: BERGLJÓT, eftir Björnstjerne Björnson, í þýðingu Matthíasar. A heimleiðinni var umtal um að reyna nú að gera sína vísuna hvor. En þetta er ávöxturinn: Töfrahreimar, tigna frú! tæpast líða úr minni. I lotning djúpri laut ég nú listatúlkun þinni. Liljn Björnsdóttir frá Þingeyri. Ifún kemur, eða hirtist, og loftið fyllist ljóði, því Ijóði, hetjulundar, og eigin hjartablóði. Þeim skilningi! sem helgreipar liana sjálfa Ijósti, — rn hitahylgja, hljóð, stígur upp frá hvers manns brjósti Gutjrún Stcjánsitóttlr. 5

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.