Nýtt kvennablað - 01.07.1946, Blaðsíða 10

Nýtt kvennablað - 01.07.1946, Blaðsíða 10
Solveigu og vilcli kyssa hana, en hún sló hann í andlitið. Hann reyndi aftur, en í því kom ég. „Viltu sleppa stúlkunni?" sagði ég í byrstum róm. „Ég meinti ekkert með því“, sagði hann. „Nei, það veit ég líka, en þannig getur enginn hagað sér hér“. — „Þú vilt kannske sjálfur kyssa hana“, sagði hann spottandi. Ég varð reið- ur af stríðni lians, og gaf honum svo vel úti lát- ið högg, að hann lá. Hann greip um byssu sína, en í sama bili kom Óli. „Hvað á þetta að þýða?“ sagði hann, og er hann fékk að vita, hvað hafði skeð, sagði hann byrstur: „Heyrðu mig ókunni maður, nú ferð þú burtu héðan nteð þína hunda, og farðu strax, heyrirðu það“. Maðurinn fór. Þetta atvik varð til þess að Óli og Solveig urðu enn sannfærðari um trúfesti mína. Einn dag hafði veiðimannaflokkur kornið til næstu stöðvar og Óli kom með þá heim nteð sér, einn þeirra starði á mig eins og afturgöngu. „Það ert þú, Georg! Hvers vegna hefur þú ekki skrifað? Faðir þinn og allir hafa haldið að þú værir dauður“. Seinna sagði liann mér að félagar mínir liefðu fundið bátinn og böggnlinn og hefðu búizt við að ég liefði drukknað. Þetta var Erling Hörby, vinur ininn. Helena hafði syrgt mig mest af öllum. Hún hafði sagt föður mínum að hún hefði alltaf elskað mig, en þegar hún hefði rek- ið mig burtu frá sér, hefði það verið í von um að ég myndi sjá að mér, og verða að betri manni. „Vesalings Helena, hún hefur elskað þig mik- ið“, sagði Hörby, „því ég veit um marga, sem liafa beðið hennar, en hún hefur neitað þeim öllum og liugsar víst ekki til að gifta sig“. Við orð hans rann það upp fyrir mér, að ég hafði einnig elskað hana. En nú var ég bundinn ann- ari konu, yndislegu, litlu fjallablómi, sem elsk- aði mig einnig af hreinu hjarta, og hversu ó- mannlegt hefði það ekki verið af mér að særa og traðka á þessu saklausa blómi. Ég fékk Hör- by til að þegja um iortíð mína, og í nóvember vorum við Solveig gefin saman í heilagt hjóna- band í litlu þorpskirkjunni. En samfundir okk- ar Hörby urðu til þess að mig fór að langa til félaga minna og foreldra í Osló, en vilcli dylja það fyrir Solveigu. Stundum fannst mér hún þó vita meira heldur en ég vildi. Næsta haust kom sqrgin inn á litla heimilið okkar. Faðir Solveigar særðist, er hann var að fella tré. Hann dó eftir tvo tíma. Áður en hann dó, sagði hann við ntig. „Þú ætlar alltaf að vernda litlu stúlkuna mína. Það er allt, sem ég bið þig um“. 8 Sorgin knýtti okkur Solveigu enn fastari bönd- um, hennar sorg var einnig mín sorg. Ég hafði lært svo margt gott af að kynnast liinum hrein- hjartaða og góða Óla, og nú fannst mér ég elska hina yndisfögru Solveigu af öllu hjarta. En þeg- ar fyrsti snjórinn féll, á þessu sama hausti, kom sendiboði með bréf til mín frá Erling Hörby, vini mínum. Það hafði þær fréttir að færa mér, að faðir minn lægi fyrir dauðanum. Hörby hafði sagt föður mínum, að ég væri á líl'i og liann vissi hvar ég dvelcli. Solveig kom,að í þessu. „Hvað er að, vinur minn?“ Eg sagði lienni um veikindi föður míns, og hún vildi að ég legði strax af stað til hans. „En vina mín“, sagði ég. „Ég læt þig ekki búa hér eina“. — „Taktu mig með, Georg, við skulum bæði fara“. Ég kom nógu snemma til að sjá föður minn lilandi og þrýsta liönd lians, áður en hann dó. Fólkið rnitt heilsaði mér með sorg og gleði, sorg yfir dáuða föður míns, og gleði yfir að sjá mig á lífi. Þegar ég kynnti Solveigu fyrir þeim, tók móðir mín hana í faðm sinn, þær grétu báðar. — Svo mætti ég Helenu, og á því augnabliki fannst mér hinn niðurbældi kærleiki til hennar streyma fram, ég gat ekki annað; ég þrýsti henni upp að mér og kyssti hana, og ég fann að hún titraði. Kvöldið eftir jarðarförina, þegar Solveig var sofnuð, kom móðir mín til mín, lagði hend- urnar á axlir mér og sagði: „Georg! Af hverju gerðir þú þetta, hún er yndisleg kona, en son- ur minn, hún er ekki af okkar stétt. Hún verður aldrei neitt fyrir þig“. „Það var ég heldur ekki fyrir hana, fyrst þeg- ar ég sá hana“, svaraði ég. „Ég veit að hún er ekki fyrir ykkur hér, og verður aldrei neitt fyr- ir ykkur. Ég vil heldur ekki setja hana í þá eldraun. Við förum aftur til fjallanna, þangað sem hún á heima, og þar á ég einnig heima". Eg vildi ekki láta móður mína vita að mér þætti fyrir því að hverfa aftur og ég hafði ekki kjark til að kveðja Helenu. Þennan vetur kom inflúensan í ljallahéraðið okkar. Solveig stundaði nábúa okkar í veikind- um þeirra. Það var erfitt að vaða snjóskaflana, oft í hríðarveðri, en góðsemi hennar var takmarka- laus. Að lokum fékk hún sjálf veikina, og þreytt af erfiði og næturvökum varð hún mjög þungt haldin. Kraftarnir þverruðu óðum, og þegar hún hafði legið fáa daga, vissum við að hún mundi deyja. Þegar hún fann að hún myncfi cleyja, þá lagði hún handleggina um hálsinn á mér og NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.