Nýtt kvennablað - 01.07.1946, Blaðsíða 12

Nýtt kvennablað - 01.07.1946, Blaðsíða 12
Ú R B RÉ F U M Bjart getur birzt í öllum regnbogans litum. Því sagSi lika spekingurinn og barnavinurinn, Guðmundur Hjaltason, i niður- lagi kvæðis síns um hina „fögru elsku“ og menningar og göfg- i-sáhrif hennar á mennina: .... „En viti'ð það, að hún á viðar heima heldur en á milli fljóðs og sveins; Börnin góð í brjóst- um hana geyma, beztu vina milli finnst hún eins“. Hvað er gert til þess að slá á þessa hreinu og fögru strengi i sálum liarnanna og unglinganna? Nútíma unglingurinn á þessa strengi eins í sínu brjósti og við, þegar við vorum unglingar. Óefað reyna líka margir foreldrar — og enda fleiri — mikiö til þess. En hvað má það samt, oft og tíður móti öllum hinum „skrapatólunum“, sem hamra á grófari strengina? /. Þ. • Þau hjónin, Kristín Gísladóttir og Lárus Salómonsson lc;;- regluþjónn, buðu mér i vor að vera viðstödd þá hátíðlegu at- höfn er skírð voru í einu 5 börn þeirra hjóna, jafnframt var hið elsta þeirra fermt. Mun þetta nokkuð sérstakur atburður. Athöfnin fór fram í dómkirkjunni, og var mjög hátíðleg. Að henni lokinni buðu þau hjón nánasta venslafólki slnu og kunningjum að taka þátt í veislu. Veislan var á hóteli. Þegar fólkinu liafði verið raðað til borðs, bauð faðir barnanna veizlugesti velkomna, bað fólkið að rísa úr sætum og syngja sálm, áður en borðhaldið hófst. Var sungið fyrsta versið í sálmi. Ó þá náð að eiga Jesú. Veizlan stóð til kl. 1 um nótlina. Það er oft talað um að útaf beri mcð hófsemi á samkomum ög í veizlum, sem fólk er að halda í tilefni hátíðlegra atburða, 'ekki hvað sízt í höfuðstaðnum. En þarna skemmti fólkið sér ágætlega þó ekkert vín væri haft um hönd. Þórlaug Bjarnatlótt.r. Af hverju talið þið alltaf um ykkur sjálfar — í kvennatén- unum í útvarpinu? Ég er löngu orðinn leiður á þessu. Getið þið ckki talað um eitthvað fleira eins og við karlmennirnir? Vinttr. • Ég er inönnum hulin hálf hlæ og græt í leynum. Ég á mínar sorgir sjálf, segi þær ekki neinum. (Fyrir munn konu). NÝTT BLAÐ, er nefnist Mannhjörg, kom út 19. júní, var það gefið út af framkvæmdanefnd kvenna um áfengismál, sem kosin var á almennum kverinafundi í Reykjavík 15. apríl s.l. Blaðið ræðir eingöngu um áfengismál og hið stórkostlega niðurlægjandi ástand er ríkir í því efni, ofdrykkjubölið. Konum sýnt ofbeldi. Kenréttindakonur sem talað hafa í útvarpið, hafa stundum drepið á það, og síðast frú Valborg Bentsdóttir, í kvennatim- anum á fimmtudaginn, að ýmsar konur væru ómagar allt sitt líf. Þegar svo fast er að kveðið, va-ri gott að koma með nöfn, svo við liggjum ekki undir sökinni, þær sem saklausar eru í þessu efni. Eru þetta giftu konurnar, scm ekki vinna úti, cn hafa enn vinnustúlku í heimilinu, eða má ekki eiginkona eiga ,góða daga, þó það sé einmitt það sem er það rétta, að hún þurfi ekki að vinna. Hún á ekki að vinna í ríku þjóðfélagi. Það er skömm að heimta það af lienni. Annað er hvað hún vill sjálf í þeim efnum. Eiginkona. ÁGÆTIR* 1 BALl KJÓLAR Blússa, merkt 5, sýnir hvað á að gera við afgang af ullar- pilsefni, sem nægir þó ekki í allan kjólinn. — En spurning harzt hlaðinu þar að lútandi. Það á að hafa sléttan kant af efninu i hálsinn, og í boðunga og bak, undir hendur, cn hekla úr ullargarni af sama lit, herustykki, ermar og plat- vasa. Þá má til skiptis nota pilsið við ljósa blússu, cða vera i heilum ullartauskjól. Konan er aldrei eins falleg eins og þegar hún lilær, segja Svíarnir. Jafnvel þó hún sé annars ófríð, verður andlitið fallegt þegar hún hrosir. Það sýndist því eðlilegt að hún notaði bezta fegurðarmeðalið, og gengi daglega um brosandi. En það gerir hún ekki. Ef til vill hefur hún oft áhyggjur, eða venur hún sig á að vera í illu skapi? lhin ætti að hugleiða það að bros vekur bros á móti, og gerir lifið léttara og skemmtilegra. Hart er þegar hugans borgir hrynja og blikna. Ljúft að unna, sárt að sakna, sælt að dreyma, illt að vakna. 1 ngveldur Einarsdól li Hvar sem ég fer, — og hvar ég cr — hvernig sem á því slendur, þú mætir það mér, og máttinn þver — og mínum tárum veldur. .S. Ý. 10 NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.