Nýtt kvennablað - 01.09.1946, Blaðsíða 3

Nýtt kvennablað - 01.09.1946, Blaðsíða 3
NYTT KVENNABLAD 7. árgangur. 6. tölublað Í9hö. MARIA \. KNUDSEN DAIN Allt er breytingunum háð. Heimurinn breytist löngum aðstandendum er einn hverfur úr hópnum, hvort heldur það er karl eða kona, barn eða fullorðinn. Víst eiga þeir þó- að rísa undir breytingunni, lifa og starfa áfram, og taka á ný gleði sína, en ekki veit ég gjörla hvort Nýtt kvennablað getur það að þessu sinni, frú María J. Knudsen var því annað og meira en hönd hendi. Hún var því hjartað, sem sló fyrir áhuga- og réttindamálum kvenþjóðarinnar. María Jónsdóttir Knudsen fæddist 2. des. 1897, þeim hjónum, Ingibjörgu Jónasdóttur og Jóni Jónassyni, bónda að Flugumýri í Skaga- lirði. Ólst hún upp í föðurgarði til þess er hún fór til Akureyrar, í Gagnfræðaskólann. Lauk þaðan prófi, en fór síðan til Kaupmannahafnar og nam eitthvað áfram tungumál og verzlunar- fræði. Lá svo leiðin til Reykjavíkur, og fékk hún þar starf á skrifstofu Sambands íslenzkra samvinnufélaga. Hún giftist, Árna B. Knudsen, skrifara, árið - 1925, en sleppti ekki skrifstofustarfinu, heldur hélt svo áfram, að hún vann að rnestu óslitið, hálfan daginn á skrifstofunni, meðan heilsan leyfði, eða fram á síðasta ár. Heimilisstörfin og barnauppeldið hafði hún svo á hendi í og með. Þeim hjónum varð fjögurra barna auðið, og eru þau öll hin mannvænlegustu. Ofan á þetta tvíþætta lífsstarf, heima og heiman, lagði frú María á sig mikla tómstundavinnu í starfandi félögum. Það gilti einu í livaða félagsskap hún var, alls staðar hlóðust á hana nefndarstörf og stjórnarstörf, meira og minna. Kvenfélögin sótt- ust eftir henni til þess að vera ritari nteiri hátt- ar funda. Hún var fulltrúi Kvenfélagasambands- ins. AlMðuflokkurinn fékk hana til að vera á framboðslista til Alþingis, og enn er þó ótalin NÝTT KVENNABLAÐ Maríu. J. Knudsen. feikna mikil vinna, er hún lagði á sig fyrir Kvenréttindafélag íslands. Var hún ritari þess félags um margra ára skeið, og síðan formaður þess, kosin einum rómi. Frú María hafði gott viðmót og falleg augu. Hún var kona lítil vexti, hæglát, og lá lágt róm ur, íhugul í bezta lagi en föst fyrir. Mun húri hafa verið metorðagjörn nokkuð, sem norræn- um skapkonum er títt, en duldi það svo, að ekki sakaði. Hún lagði hart að sér til að mennta börn sín, en dró sig aldrei í hlé frá félagsstörf- um, heldur vann sig upp í hæsta sess. Hún á- vann sér traust, og gegnum árin lífsskoðun, sem hún vildi innræta okkur hinum, og voru til- lögur hennar ævinlega teknar til greina. Hefur hún skrifað oft og skörulega í Nýtt kvennablað um réttar- og hagsmunamál kvenna, auk margs annars. Með öllum þessum störfum sá aldrei þreytu á frú Marfu meðan hún gekk heil til skóar. Hún er dáin um aldur fram, en tillögur hennar lifa. „Kriúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim“. G. St.

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.