Nýtt kvennablað - 01.09.1946, Blaðsíða 4

Nýtt kvennablað - 01.09.1946, Blaðsíða 4
Guðrún Jóhannsdóttir frá Brautarholti: HAUSTIÐ Úr stilabók ungu stúlkunnar um sjálfvalið efni. Svo er mælt, að haustið sé dimmt og óstöð- ugt, og ol’t er það líka þannig. En ávallt á það eitthvað innst hjá sér, sem er aðlaðandi og dreg- ur okkur til sín. Það er áframhald af hinni deyjandi sumarfegurð, og færir með sér hinar ógleymanlegu endurminningar um sumarsæld- ina. Haust hVert erum við háð mörgum sárum skilnaðarstundum. Þá er svo margt kært, sem við verðum að kveðja. Þá verðum við að kveðja sólríku og löngu dagana og björtu næturnar, og við verðum að sjá á bak blessuðum söngfugl- unum okkar, sem svo oft hafa glatt og létt okk- ar lund, með sínum yndisfagra söng. Og það eru einmitt þeir, sem svo oft hafa náð að snerta þá strengi í hjörtum vorum, er vér ekki viss- um áður að unnt væri að bæra. Nú fara þeir til liinna ljarlægu landa til þess að forðast hinn kalda og skuggalega vetur. Lauf skógarins visn- ar og fellur til jarðar, og öll yndislegu blómin, sem hafa prýtt garða, tún og. engi beygja sig linípin til jarðar og byrgja rót sína með hinum visnu blöðum. Árnar, sem hafa runnið áfram með sínu beljandi afli og óhindrað geta kveð- ist á við gljúfrabúana og hvíslað leyndarmálum að sandrifúnum, þær eru nú heftar hinum sterku klakaböndum og kveða svo dapurlega sinn þunglyndissöng. Og litli lækurinn, sem á sumardaginn, rennur svo létt og glaðlega ofan hlíðarnar og ber í óm sínum og fossaföllum hin draumlyndu Ijóð, sem æskan hlustar eftir og þráir að heyra, hann er einnig fjötraður frost- böndunum. Það er svo ótal margt, sem fellur með sumar- blómunum og hverfur í húm haustsins, en við sitjum eftir hljóð og hnípin — og söknum, — en við söknum aldrei nema þess, sem hefur verið okkur kært, og það er bót í bölinu Jregar minning er mæt. En vonin um Jiað að aftur komi langir dagar og bjartar nætur, að enn munum vér njóta ilnis hins gróandi lífs vordagsins, vonin um þetta hjálpar okkur til að þreyja með þolin- mæði í næðingum og dimmu vetrarins. En hvað segjum við um mannlífið? Er ekki sagt að J)að sé dimmt og óstöðugt, og oft er J)að líka þannig. En Jrað á ávallt eitthvað innst hjá sér sem er aðlaðandi og dregur okkur til sín. Það gefur okkur marga sólríka daga, og draumsælar nætur, })að vektir margar sælar von- ir í hjörtum okkar, og margar göfugar tilfinn- ingar bærir Jrað í brjóstum vorum. Það gefur okkur mörg tækifæri til góðra og göfugra starfa. Já, lífið færir okkur miirg liáleit verkefni ti! að vinna að, sem dásamlegt er að geta innt af hendi. Okkur gefast góðir og göiugir vinir, tryggir förunautar, börn að annast, og heimili að veita forsjá, jietta eru dýrmætar gjafir, sem guð af riáð sinni veitir, og fyrir þær ber okkur að Jrakka. í lífinu erum við líka háð mörgum sárum saknaðarstundum. Það eru mörg vonbrigði, sem við verðum að taka á móti, margir kærir staðír, sem við verðum að flytja frá. Margvíslegar sjúk- dómsþjáningar verðum við að bera, og mörg saknaðar- og tregatár eru felld á kveðju- og skilnaðarstundum ástvinanna, og oft er talað um mæðubrautina og táradalinn. En minnumst Jress, [)egar guð leggur okkur J)tingar byrðar á herðar, þá er hann að draga %okkur til sín. Þegar okkur vantar ekkert, kennum hvergi til og höfum einskis að sakna, þá þurfum við ekki um neitt að biðja, en illt er til Jress að vita, að þá gleymum við oft að J)akka guði. En Jregar mótlæti lífsins kemur, fátækt, sjúk- dómar og ástvinamissir, þá finnum við bezt hvað við erum veik og vanmáttug, og án guðs hjálpar getum við ekki neitt. Það er einmitt á sorgarstundunum, sem við stöndum næst guði. Þá er hann að draga okkur til sín. Og þegar við linnum nálægð hins heilaga máttar, og óend- anlega kærleika guðs umvefja okkur, þá gefst okkur ])rek til að mæta kuldanæðingum lífsins, og bíða með jiolinmæði eftir hinu eilífa sumri. G. J. 2 NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.