Nýtt kvennablað - 01.09.1946, Blaðsíða 5

Nýtt kvennablað - 01.09.1946, Blaðsíða 5
Sigurlaug Árnadóttir: 17. júzii Þegar það barst í tal, milli ritstjóra Nýs kvennablaðs, Maríu Knudsen, og mín, að ég hefði hér í sveit Úlfljóts, talað fyrir minni Jóns Sigurðssonar, á stofndegi hins íslenzka lýðveld- is, 17. júní 1944, vildi lnin gjarna fá það er- indi til birtingar í blað sitt, og sé ég enga ástæðu til annars en verða við þeirri ósk. Og er ég nú minnist stofndags lýðveldisins, geng ég þess ekki dulin, að vart verður ofsög- um af því sagt, hversu Islendingar, þeirrar kyn- slóðar, sem nú byggir landið, lifa á merkilegum sögulegum tímamótum. Þegar lýðveldi var stofnað, í annað sinn í sögu íslands, á Þingvöllum, hinum forna, helga þingstað þjóðar vorrar, þann 17. júní 1944, þá hefðu sjáll'sagt allir íslendingar kosið að vera þar viðstaddir. En slíkt var ógjörningur. — Mæð- urnar, sem áttu ung börn, hlutu þá eins og alltaf, að láta þeirra þarfir ganga íyrir, þær hlutu að dvelja heima, og vaka þann dag sem aðra yfir þörfum þessa nýgræðings hinnar ís- lenzku þjóðar. — Og sveitafólkið, sem dag hvern stendur vörð um gróðrarreiti vors fagra lands, — og sem þrátt fyrir kvddagjóst mislyndrar veðr- áttu, — sér möglunarlaust um þarfir þess bú- fénaðar, sem allur landslýður fær að miklu leyti næringu sína frá. — Mestur hluti þessa fólks, átti sér engan kost, að fara frá búsýslu sinni, til hátíðahaldanna á Þingvöllum. Það mátti ekki nema lítill hluti þess vera að því að yfirgefa sín áríðandi skyldustörf, — störf, sem bæði bein- línis og óbeinlínis veita blóði og merg í æðar íslendinga fyrr og síðar. En þó fólk gæti ekki tekið sig upp til lang- ferða i önnur héruð, þá gat það tekið fullan þátt í þeirri samhljóma gleðiöldii, sem hljóm- aði yfir íslandi þennan dag. Heima í héraði Ivvers og eins, var öllum fært að leggja fram sinn skerf, til að gera daginn að reglulegum þjóðhátíðardegi. — Og þetta gerði fólkið, — gerði þjóðin, cill einum rómi. í sveitum — þorpum — kauptúnum — bæjum, — alls staðar var f'agnað, samkomur haldnar, — glaðzt, samglaðzt, yfir að þessum mikla áfanga var náð. Og frá lnvga margs einstaklingsins steig þann dag hljóð bæn um, að hin dvdda hönd al- mættisins mætti blessa framtíð landsins kæra, og borinna og óborinna barna þess. Þrír voru þeir staðir á íslandi, sem mér virt- ist sérstök ástæða að minnast í sambandi við þennan merkisatburð. — Fyrst og fremst Þing- vellir, hinn forni þingstaður, þar sem unt alda- raðir voru teknar hinar mikilvægustu ákvarð- anir fyrir land og lýð. — Rafnseyri við Arnar- i jörð, þar sem Jón Sigurðsson fæddist og ólst upp, — sá maður, sem allir eru sammála um, að á dýpstan þátt í því að íslendingum tókst að lokunv að stol'na hér lýðveldi í annað sinn. — Þessir tveir staðir voru líka mjög ofarlega í hugum þjóðaiinnar þann 17. júní 1944. — Þriðji staðurinn mun hins vegar fáum íslendingum liafa verið í hug, í sambandi við lýðveldisstofn- unina, og er hann þó mjög sögulega merkur. Ég á hér við sveit Ulfljóts, — þess mannsins, cr telja má fyrsta stofnanda Alþingis, og lýð- veldis á íslandi, — sveitina Lón í Austur-Skafta- fellsssýslu. — Ég er ekki einu sinni viss um, að allir íbúar þessarar fögru sveitar hafi gert sér það ljóst, að einmitt sveitin þeirra átti liinar dýrustu minningar í sambandi við lýðveldis- stofnun íslands. — Úr hópi þeirrar kynslóðar, er hér eyddi æfinni, fyrir liðugum þúsund ár- um, var sá maður, er valinn var til að skipu- leggja hið fyrsta lýðræðisform á landi voru. En hvað um það, hinn 17. júní 1944 var fólk- ið í Lóni í hátíðaskapi. Allir sem vettlingi gátu valdið, klæddust í sín beztu föt og söfnuðust saman í samkomuhúsi sveitarinnar, sem stend- ur rétt austan við Jökulsá, og er þaðan fagurt útsýni til hins skeifulagaða tígulega fjallahrings, er umlykur sveitina á þrjá vegu. Hér viðgengst sá sveitarósiður, að lólk er yf- irleitt óstundvíst á samkomur, en í þetta sinn voru allir mætttir á réttum tíma, og komnir inn, áður en þögnin hófst. — Er þagnarmínút- urnar voru liðnar, sungu allir: ,,Ó, guð vors Iands“, — öll þrjú erindin. Þá voru ræður flutt- ar í þessari röð: — Minni lýðveldisins. — Minni íslands. — Minni Jóns Sigurðssonar. — Minni fánans. — Minni sveitarinnar. — Á milli ræð- anna voru sungin ættjarðarljóð. Eftir ræðuhöldin fengu menn sér kaffisopa, síðan var sungið og dansað allt fram á nótt af unga flókinu, en eldra fólkið liélt heim á leið, er líða tók að kvöldi, glatt í sinni og sann- fært um, að þennan dag hafði það lifað lang- þráða óskastund, og séð rætast sameiginlegar vonir eigin kynslóðar, og einnig vonir, sem for- mæður og feður ólu í brjóstum sínum og hefðu NÝTT KVENNABLAÐ 3

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.