Nýtt kvennablað - 01.09.1946, Blaðsíða 9

Nýtt kvennablað - 01.09.1946, Blaðsíða 9
og áhuga, sem væru þeir uppi á Arnarvatnsheiði í eltingum við feitt og fjörugt ljallafé. Eftir nokkra stund létu eldri mennirnir æskunni eft- ir dansinn, og söfnuðust saman í kjallara liúss- ins og sungu þar sína fjallasöngva, og virtust þeir vera í anda horfnir inn í íegurð og tign fjalla og heiða, svo léttir voru þeir og lífsglaðir. En nú leið óðum að kvöldi, og fórurn við Borg- firðingar að hugsa til heimferðar. Og eftir að hafa enn þegið rausnarlegar veitingar, var far- ið að þakka veittar velgjörðir og kveðja þessa gestrisnu, glöðu veitendur. En nokkrir þeirra fylgdu okkur á leið niður dalinn, og var þá skipzt á glensi og glöðum hlátrum, því fólk var létt í skapi eftir ánægjuríka samverustund. Svo héldum við Borgfirðingarnir heimleiðis, glaðir og þakklátir, í dásamlegri fegurð og dýrð ] ónsmessunætur innar. Og í slíku heiði liugans geymi ég minning- arnar frá þessu ferðalagi um ógleymanlegar, vin- hlýjar viðtökur, óvenju glaða og skemmtilega ferðafélaga, og síðast en ekki sízt, prúðan, ör- uggan og gætinn bílstjóra. En það eru bílstjór- arnir, sem eiga ekki minnstan þáttinn í að skapa ánægju og öryggi slíkra ferðalaga. Með virðingu og þökk til Vatnsdælinga og allra þeirra, sent gerðu okkur Borgfirðingunum för þessa ánægjuríka og ógleymanlega, enda ég þessa frásögn. V. J. Herbergi 111 Hallveigarstaða. Til minningar um frú Ragnheiði Hafstein, her- bergi, gefið af börnum hennar ................ kr. 10.000 Til minningar um frú Ragnhildi Ólafsdóttur, Engey, herbergi, gefið af dætrum hennar .... — 10.000 Til minningar um frú Margréti Þorbjörgu Jensen, herbergi, gefið af manni hennar, Thor Jensen — 10.000 Hafnarfjarðarbær hefur gefið heriiergi ........... — 10.000 Gullbringusýsla befur gefið herbergi ............. — 10.000 Kjósarsýsla hefur gefið herbergi ................. — 10.000 Aestur-Skaptafellssýsla hefur gefið herbergi .... — 10.0''0 ;Austur-Skaptafellssýsla hefur gefið ]/2 herbergi ö.OOO Kvenfélag Eyrarbakka hefur gefið herbergi, en áskilur sér að greiða upphæðina i fernu lagi. hefur þegar greitt % — 2.500 Þá hefur verið heitið herbergi til minningar um Ólafsdalshjónin, Torfa og Guðlaugu, og þegar greiddar ...................................... — 4.000 í minningu um forstöðukonu Hólmfríði Gísla- dóttur hafa borist sem svarar í herbergi — 2.500 1 minningu um frú Þorbjörgu Ásbjarnardóttur frá Innri-Njarðvik, bafa börn hennar heitið her- bergi, og eru þegar greiddar ..................... — 2.000 Fleiri, bæði einstaklingar og sýslufélög, hafa gefið loforð um herbergi og ætti hvert einasta sýslufélag að fórna her- bergisverði og stuðla þannig að góðum aðbúnaði dætra sinna á Hallveigarstöðum. Vonandi verður loks hafist handa um bygginguna á næsta ári. NÝTT KVENNABLAÐ Gesiir á fðrum. í gærkvöldi hlustaði ég á kveðjur í útvarp- inu. Þau, sem töluðu, voru boðsgestir Þjóð- ræknisfélagsius og ríkisstjórnarinnar, eða með öðrum orðum, íslenzku þjóðarinnar. Kveðjurn- ar hlutu að snerta hvern þann, sem á þær hlust- aði. Þau, sem nú eru á förum heim til sín, eru ritstjórar vestur-íslenzku blaðanna, Lögbergs og Heimskringlu og íslenzki ræðismaðurinn í Winnipeg og konur þeirra, Ingibjörg, Kristín og Laila. Það er haft eftir konu enska skáldsins Bern- ard Shaw, í nítíu ára minningarriti um mann hennar, að húsbændur vil ji vera löggjafar heim- ila sinna og láta dýrka sig. En svo er því bætt við, að þetta nruni ekki eiga við um mann hennar, því hún sé, og hafi verið, einvöld á heimili þeirra, að undanteknu því, að hann lrafi einn ráðið yfir penna sínum. Vesturheimsmenn eru taldir vera beztu eig- inmenn í beiminum. Þeir láta sér ekki nægja að láta í hendur kvenna sinna öll yfirráð heim- ilanna, heldur dýrka þeir þær líka; svo þar snú- ast við unrmæli frú Slraw. Konur þær, senr hér hafa verið á lerð nreð nrönnuin sínum, hafa sýnt það, að konrið gæti til nrála, að þær tækju stundum þátt í störfunr nrann.T sinna utan heinrilanna, hvort heldur eru ritstörf eða einhver önnur, senr um er að ræða. Sanrráð karla og kvenna, utan heinrilis og inn- an, eru happadrýgst til friðar og farsældar í heiminum. Nýtt. kvennablað biður gestunum gæfu og gengis. H. Á. Til Maríu Markán / gyðjunnarlíki pú gagntekur mig, ert glœsileg uppfyllmg vona, og heilög er ncering að hlýða á pig, pú, heimsfrgœa, islenzka kona. Lilja Björnsdóttir frá Þingeyri. 7

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.