Nýtt kvennablað - 01.09.1946, Blaðsíða 10

Nýtt kvennablað - 01.09.1946, Blaðsíða 10
Kristín Jónsdóttir. Kristín Ijósa Deyr íé, deyja frændur, deyr sjálfr et sama; en orðstírr deyr aldrigi liveims sér góðnn getr. Þessi orð Hávamála koma upp í huga minn er ég minnist frú Kristínar Jónsdóttur, sem and- aðist að heimili sínu í Flatey á Breiðafirði 31. janúar síðastliðinn. Þessi merka kona, Kristín ljósa, eins og hún var ávallt kölluð, var fædd í Svefneyjum á Breiðafirði 2. sept. 1858. Foreldrar hennar, hjónin Kristín Pétursdóttir og Jón Guðmunds- son, voru bæði í vinnumennsku hjá Hafliða Eyjólfssyni og Ólínu Friðriksdóttur í Svefneyj- um. Móðir Kristínar var þá barnfóstra hjá þeim hjónum, og þar eð hún treystist ekki til að hafa telpuna sína hjá sér án þess að vanrækja að ein- liverju þau störf er henni voru ætluð, þá kaus hún heldur að láta hana frá sér. Kristín var því flutt, fárra vikna gömul, að Svínanesi til ágætra hjóna er þar bjuggu. Þar var hún til þriggja ára aldurs. Að þeim tíma liðnum tóku foreldrarn- ir hana til sín, sem þá höfðu flutt í Skáleyjar og tekið þar við húsforráðum, að afa Kristínar látnum. Ólst svo Kristín upp í Skáleyjum og dvaldi þar öll sín uppvaxtar- og æskuár, og tók þátt í öllum þeim fjölbreyttu störfum, sem eyjalífið hefur að bjóða. Hún var á þeim árum samtíða þeim skáldkonunum, Ólínu og Herdísi, og var þá oft „látið fjúka í ferhendum“, því Kristín var hagmælt vel, og lá alltaf ljóð á vör til hinztu stundar. Tuttugu og átta ára gömul hóf hún Ijósmóð- urstörf í Flateyjarhreppi eftir eins mánaðar nám hjá Hirti lækni Jónssyni í Stykkishólmi. Með þann stutta undirbúning varð hún að taka að sér hið ábyrgðarmikla starf í erfiðu um- 8 dæmi og við frumstæð skilyrði. En liún reynd- ist þeim vanda vaxin. Mótorbátarnir plægðu ekki öldur Breiðafjarðar á þeim árum, en ára- bátarnir voru einu farartækin. Má geta nærri að oft var kaldsamt og erfitt að komast leið- ar sinnar að vetrinum í misjöfnum veðrum og ísalögum, og mátti segja að oft var komist í krappan dans, því Kristínu datt aldrei í hug að skoraist undan að fara þegar kallið kom. Hún var minnug orða Gríms Thomsen, er hánn leggur Sveini lækni Pálssyni í munn: „en kona í barnsnauð bíður mín banvæn liinum megin“. Kristín átti því láni að fagna að aldrei varð neitt að hjá henni á meðan hún starfaði sem lj(')smóðir, enda var henni líknsemi og fórn- lýsi í blóð borin. Hún var þjónandi ljósmóðir hér í hreppi í 10 ár. En mörg ár, eftir að hún sagði upp starf- inu, var hún kölluð í forföllum annarra. Eg, sem þetta rita, var eitt sinn með henni við fæðingu er mjög erfiðlega gekk. Hún var þá komin á efri ár, en slíkan kjark, fórnfýsi og nákvæmni, er hún sýndi þá, verður mér ógleym- anlegt. Kristín giftist 9. marz 1894 Jakobi Þorsteins- syni, valinkunnum heiðursmanni. Hann var verzlunarstjóri hér í Flatey. Frá fyrra hjóna- bandi átti hann eina dóttur í bernsku, og gekk Kristín henni í móðurstað. En þeim hjónum varð ekki barna auðið. Iljónaband þeirra var farsælt mjög og heim- ili þeirra rómað fryir gestrisni og skörungsskap. Tvö fyrstu ár hjónabands síns mun Kristín hafa verið starfandi Ijósmóðir. Hún hafði nú betri aðstöðu til að láta gott af sér leiða, enda voru þær ófáar sængurkonurnar sem hún sendi klæðn- að, matarbirgðir og aðrar nauðþurftir. Og þar sem veikindi bar að garði var Kristín ljósa nær- stödd með sína mildandi hönd. Er árin liðu barst þeim hjónum sú sorg, að Jakob maður Kristínar fór að missa sjón og varð sökum þess að hætta störfum. Mun þeim báðum, að sjálfsögðu, hafa orðið það þungbær raun. Það er álit mitt, að þá hafi Kristín leyst þá þrekraun af höndum, sem við er kunnug vorum, munum lengi minnast. Nú varð hún að bera hluta af {reirri byrði, er sjónleysið lagði manni liennar á herðar. Nú varð hún að sjá fyrir þau bæði, lesa fyrir hann og vera alltaf jafn glöð og hugrökk. Það þrek er hún sýndi, sú um- önnun og ástúð er hún lagði í starf sitt, á þeim árum, verður ekki metið á mannlegan mæli- kvarða. — Og þó, ef til vill, hafa þessi ár, þetta NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.